Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 19
miðpunkturinn í lífi hennar og hugur hennar snerist alltaf um hann. Einnig vék hugur hennar aldrei langt frá börnum hennar þremur og barnabörnunum. Síðustu fundir okkar Dagmarar munu mér seint úr minni líða. Ég var að fara til Tyrklands daginn eftir og Dagmar hringdi og sagðist hafa það sterklega á tilfinningunni að við ættum að hittast. Síðan kom hún og færði mér örlítið íkon með handmáluðum myndum af Maríu Guðsmóður og Kristi að gjöf. Dag- mar sagðist hafa fengið það svo sterklega á tilfinninguna að hún ætti að gefa mér þetta núna og bað mig að hafa íkonið alltaf með mér á ferðalögum. Það var engin spurn- ing að Dagmar var að kveðja mig fyrir lífstíð þótt það væri ómeðvit- að. Og ég fékk þessa sömu tilfinn- ingu þegar Dagmar fór. En án efa grunaði hvoruga okkar að andlát hennar myndi bera svona brátt að. Við Vilhjálmur sendum Brynj- ari og öllum í fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi sálu Dagmarar Koeppen og megi hið eilífa ljós lýsa henni um alla ei- lífð. Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir. Dagmar, mín kæra vinkona og samstarfskona, hefur verið kölluð burt af þessari jörð. Ég vil í fáum orðum kveðja þig, Dagmar mín, og þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Í 30 ár hefur þú staðið við hlið mér á bryggjunni og beðið spennt eftir þínum farþegum í fyrstu rútu. Þú varst alltaf efst á blaði hjá mér þegar kom að und- irbúningi komu skemmtiferða- skipa á mínum vegum, mættir stundvíslega, fín og falleg með glettið bros á vör, örugg í fram- komu og skilaðir glöðum hópi í höfn. Oft hittumst við bara í kaffi og súpu, þurftum svolítið að skvaldra og hlæja saman, gera grín að okk- ur sjálfum og öllum í kringum okk- ur. Við skildum oft með kveðju um að við værum flottastar og það vil ég muna. Glæsileg kona sem átti eftir að gera margt. Halda áfram með hugmyndir um gististað í þýskalandi, bæta við sig menntun á ýmsum sviðum og sinna fjöl- skyldunni sem sífellt stækkaði. Þegar sumarið nálgaðist var gott að heyra í þér, Dagmar mín, og vita að þú værir klár í leiðsögn allt sumarið, sumar eftir sumar. Mér þótti líka vænt um að fá að taka þátt í afmælisfagnaði Brynjars og fá þá að hitta þennan glæsilega hóp barna og barnabarna. Þú vald- ir þér stað til að kveðja þennan heim, einn helgasta stað á Íslandi og þann fegursta þar sem hjarta þessarar þjóðar slær enn. Hvað skyldir þú hafa sagt mörgum er- lendum ferðamönnum frá Þing- völlum? Þeir eru orðnir margir. Kæra Dagmar, nú leiðir þú fólk á nýja staði. Fólk með vængi og allir svo hamingjusamir. Þínir nánustu hafa misst góða dóttur, konu, mömmu og ömmu alltof snemma. Ég votta ykkur samúð. Það getur enginn tekið frá manni góðar minningar og þannig vil ég fá að hugsa til þín, muna stríðnina í augunum, léttan hláturinn og gott hugarfar. Við munum hittast síðar á fallegum stað og halda áfram að grínast og hlæja. Þín vinkona, Hildur Jónsdóttir. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Elsku frænka. Mikið mun- um við sakna þín. Okkur fannst svo mikið til þín koma, enda varstu einstök og yndisleg í alla staði. Alltaf hlakkaði okkur til að fá þig í heimsókn og við biðum eftir að vita hvort við værum búin að ná henni Siggu frænku okkar í hæð, enda enginn smá mæli- kvarði. Okkar fyrsta minning Sigríður V. Jóhannesdóttir ✝ Sigríður V.Jóhann- esdóttir fæddist á Akureyri þann 1. febrúar 1946. Hún andaðist á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 4. júlí. Foreldrar hennar voru Jó- hannes Sigfús- son, f. 6. febrúar 1923, d. 7. ágúst 2000, og Kristín Sigurðardóttir, f. 24. mars 1927, d. 3. ágúst 2005. Systkini hennar eru, í ald- ursröð: Sigfús, Sigurlaug, Sig- urður, látinn, Sigþór og Sig- rún. Börn Sigríðar eru Jóhannes Þór, f. 1964, Kristín Björk, f. 1965, Eyjólfur Ingi, f. 1967, og Edward Örn, f. 1969. Útför Sigríðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 11. júlí 2011, kl. 13. um þig er þó svolít- ið skondin, matar- tengd. Hvergi ann- ars staðar komumst við í Maryland-kex á þessum tíma en hjá þér og svo var sérlega minnisstætt að fá Guldkorn hjá þér með kaldri mjólk. Oftast fylgdu þessum kræsingum mikill hlátur, enda tókstu virkan þátt í að segja og hlusta á sögurnar sem upp komu við borðið. Þú gafst okkur gjafir og sýndir því áhuga sem við sögð- um þér frá og þú fylgdist allt- af vel með öllum í ættinni. Þú varst svo stolt af þínu fólki og gafst öllum í kringum þig svo mikla ást. Börnin okkar minn- ast þín og sóttu mikið í þig og þú höfðaðir mikið til barna, enda þekkja þau oftast það sem gott er. Þú varst ynd- islega falleg að innan sem ut- an og þó þú hafir ekki verið neitt sérstaklega há í loftinu hafðirðu að geyma stóra manneskju með enn stærri persónuleika. Þú varst svo mikil dama með ljósa hárið þitt og bleiku varirnar, fínu töskurnar og skóna. Svo ilm- aðirðu alltaf svo vel og varst fín til fara. Þannig minnumst við þín með virðingu og hlýju. Hláturinn, húmorinn þinn og hlýjan er það sem við munum búa að um ókomna tíð. Þú misstir mikið þegar hann Stebbi þinn fór, bjargið þitt, en okkur sýndist að þú værir loksins farin að njóta lífsins á ný og farin að jafna þig þegar þetta reiðarslag gekk yfir. Þú virtist hafa fund- ið hamingjuna á ný með ferða- lögum og gömlum og nýjum vináttuböndum. Síðast þegar við sáum þig geislaðir þú og blikið var aftur komið í auga. Heilsuleysið virtist hafa fengið þig til að vera á öðru stigi en við hin, þú virtist njóta hverr- ar stundar svo vel. Ættarmót- in sem þú sóttir voru yndisleg og við vorum svo heppin að hitta þig. Við vonum að þau haldi áfram um ókomna tíð, enda fannst þér mikilvægt að halda minningu foreldra þinna á lofti. Þú varst sterk og góð og barðist lengi af þrautseigju en fékkst svo hvíldina. Það var erfitt að fylgjast með úr fjar- lægð en við hugsuðum mikið til þín. Það er von okkar að nú sértu sameinuð ástinni þinni og þið séuð saman á himnum og vakið yfir okkur sem eftir stöndum. Við minnumst þín með ást, virðingu, þakklæti og hlýju fyrir allt sem þú ert og varst, allt sem þú gafst og deildir og þess sem þú skilur eftir. Takk fyrir okkur, elsku Sigga frænka. Kristín, Karl og Jóhannes Sigurðarbörn. Elsku amma, mig langar að kveðja þig hér með nokkrum orðum, en engin orð geta samt lýst því hvernig er að kveðja ömmu eins og þig. Það koma margar góðar minningar upp í hugann þegar ég lít til baka. Þú varst frá- bær amma og vinur sem alltaf var hægt að leita til með hvað sem var. Þegar eitthvað bját- aði á var alltaf hægt að leita til ömmu og hún tók mig í fangið þar sem engar hættur komust nálægt litlum dreng. Þegar ég eltist spjölluðum við oft saman um framtíðina, hvað ég ætlaði að gera og hvernig mér gengi við það Margrét Klara Bergsdóttir ✝ MargrétKlara Bergs- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 13. ágúst 1941. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja 22. júní 2011. Útför Klöru fór fram í Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 2. júlí 2011. sem ég tók mér fyrir hendur. Þú hvattir mig til að vera duglegur í skólanum og gera vel það sem ég gerði. Þú sýndir öllu sem ég tók mér fyrir hendur í leik og starfi mikinn áhuga og ég gat meira að segja tal- að við þig um fót- bolta og þá sérstaklega þegar okkar menn í ÍBV komu til tals. Ég minnist óteljandi hlýrra stunda í Hrauntúninu, súkkulaði og mjólk fyrir svefninn, vídeókvöldin og svo smá saga fyrir svefninn. Þú reiddist mér aldrei heldur sagðir mér til svo ég gæti gert betur. Elsku amma, ég mun sakna þín sárt, en góðar minningar um þig munu styrkja mig, ég veit að þú ert komin á góðan stað og þér líður vel. Elsku afi, mamma, Jó- hanna, Rúnar og fjölskyldur. Guð gefi okkur öllum styrk til að takast á við sorgina. Ingólfur Birgir Sigurgeirsson. Þegar mér barst andlátsfregn þín fyrst varð ég mjög undrandi og áttaði ég mig ekki hvað væri um að vera, en svo upp úr því hefur þessi sannleikur orðið mér ljós að þú værir genginn á vit feðra þinna, horfinn úr þess- um heimi og ég fengi ei nokk- urn tímann að hitta þig fram- ar. Vissulega er þetta órjúfan- legur hluti þessa undarlega jarðlífs sem við lifum og minn- ir okkur stöðugt á hversu hverfult það í raun er. Sannar þetta orð mín í seinni tíð: „Þeim fækkar snillingunum í dalnum fyrir vestan“ eins og ég ritaði þér í bréfi hér um ár- ið, og það er alltaf sárt að sjá á eftir eins góðum vini og þú varst mér, kæri Hafliði. Al- þýðulistamaður, skáld og nátt- úrubarn varstu fram í fing- urgóma og ég heillaðist ungur af þínum skrifum, sagnagáfu Hafliði Þórður Magnússon ✝ Hafliði ÞórðurMagnússon, rit- höfundur frá Bíldu- dal, fæddist 16. júlí 1935 í Hergilsey á Breiðafirði. Hann lést 25. júní 2011. Útför Hafliða Þórðar fór fram frá Bíldudalskirkju 2. júlí 2011. og kveðskap, satt að segja leit mjög upp til þín. Mér hlotnaðist sá heið- ur að vinna með þér í fiskvinnsl- unni á Bíldudal nokkur sumur og fá að kynnast þér þannig persónu- lega. Þó þú hafir verið rúmum fjörutíu árum eldri en ég er þá náðum við fljótt saman og urðum hinir mestu mátar og á ég þér mikið að þakka fyrir að hafa kennt mér að yrkja og leitt mig í sannleikann um íslenska brag- fræði. Ég man eftir því þegar við kváðumst á yfir aðgerð- arborðið, þú hentir fram fyrri parti og mitt var að botna og síðan þá hef ég haft áhuga á hagmælsku, vísum, kviðlingum og þess háttar, þökk sé þér að hafa opnað mér áður lukta heima. Ég lærði t.d að meta nánasta umhverfi við Bíldudal upp á nýtt eftir að hafa kynnst þér og lesið bækur eftir þig um svæðið í kringum okkar lognsæla, græna dal í firðinum fagra fyrir vestan. Bækurnar gáfu mér nýja innsýn í gamla tíma og sagnir og vöktu mér ávallt áhuga á að kynna mér enn betur sögu fjarðarins, Arnarfjarðar. Megnið af bók- um þínum hef ég lesið og er á þeirri skoðun að þú hafir verið einn af okkar skemmtilegri rithöfundum seinni tíma, þá er ég að vitna í bækur eins og Syndugir svallar og Togara- söguna en ég skemmti mér alltaf við lestur þeirra bóka! Ég vil ennfremur þakka þér fyrir allar sögurnar af heims- hornaflakki þínu og sjó- mennsku sem þú sagðir mér þegar við unnum saman í fisk- inum fyrir vestan. Þetta eru mér jafnt ógleymanlegir og góðir tímar sem ég fékk að upplifa í minni æsku og er ég þér ætíð þakklátur fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og kenndir mér. Verkstjóri einn sem þá var í fiskvinnslunni á Bíldudal tjáði mér eitt sinn að ég væri eini unglingurinn sem þú gætir unnið með þá og átt skap með en ætli það hafi ekki stafað af því að við vorum á svipaðri bylgjulengd í svo mörgu hvað snertir lífið. Já, ég segi það satt að ég þakka æðri máttarvöldum fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga með þér stundirnar sem liðnar eru og er mjög þakk- látur fyrir þær gjafir sem þú færðir mér í gegnum tíðina. Minningin um þig, kæri Hafliði, lifir í mínu hjarta og mun ég miðla því sem þú gafst mér til minna afkomenda, ég kveð þig glaður í hjarta, en um leið hrærður, hugsandi til þess að þú sért horfinn á braut. Ég kveð þig með sannri sjóarakveðju, kæri vinur, hvíl í friði. Ívar Örn Hauksson. Elsku hetjan mín, það er ótrúlegt að hugsa til þess að svona öflug sál eins og þú sé nú farin. Ég hef samt hér með ákveðið að minnast þín með gleði í hjarta en ekki að velta mér upp úr sorginni, enda hefðir þú aldrei gert það sjálfur. Þú varst alltaf svo glaður og hress, sama hvað bjátaði á hjá þér og það má al- veg með sanni segja að þú haf- ir verið okkur öllum í kringum þig til fyrirmyndar hvað það varðar. Það var einhvern veg- inn alveg sama hvað gerðist, alltaf gast þú horft brosandi til baka og slepptir því að velta þér of mikið upp úr því sem liðið var. Ég á bágt með að trúa því að leiðir okkar séu skildar. Mér finnst nefnilega eins og það hafi verið í gær sem ég kom síðast í heimsókn til þín og þú tókst brosandi á móti mér og sagðir mér hvað þú hefðir aðhafst síðan við hitt- umst þar áður. Það verður skrítið að hugsa til þess að ég Sindri Dagur Garðarsson ✝ Sindri DagurGarðarsson fæddist í Keflavík 28. febrúar 1997. Hann lést á bráða- móttöku Barnaspít- ala Hringsins 24. júní 2011. Útför Sindra Dags fór fram frá Akraneskirkju 5. júlí 2011. eigi ekki aftur eft- ir að heyra þig segja mér sögur af útilegum, utan- landsferðum, vist- um í Rjóðrinu og á Holti, dýrunum þínum, fyrrum veikindaköstum og svona mætti lengi telja. Ég kunni all- ar þessar sögur ut- anað, en samt fékk ég aldrei nóg af því að heyra þær því þú sagðir alltaf svo skemmtilega frá. Mér finnst bara verst að ég náði ekki að kynnast þér fyrr. Þú varst nefnilega klárlega einhver mest geislandi mann- eskja sem ég hef hitt og þótt víða væri leitað. Og eins og ég sagði, það skipti engu hversu erfitt þetta var orðið hjá þér, alltaf varstu jafn glaður þegar ég sá þig og spenntur að segja mér frá einhverju nýlegu – og jafnvel einhverju gömlu. Ég vona bara að þar sem þú ert núna eigir þú eftir að vera áfram svona duglegur eins og þú varst hjá okkur. Ég er al- veg handviss um að þú eigir eftir að heilla alla upp úr skón- um hvert sem þú ákveður að fara. Það þarf fleiri manneskj- ur eins og þig í þennan heim. Vertu sæll, vinur. Takk fyrir allar góðu stundirnar og um- fram allt takk fyrir að leyfa mér að kynnast þér. Þín vinkona, Sonja Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.