Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 IRVING ...svo allt gangi smurt Verslun Tunguhálsi 10 Mán-fim. 8:00 - 17:30 Föstud. 8:00 - 17:00 www.kemi.is Opið: SMUROLÍUR Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is Hlaupið í Múlakvísl, sem kom úr þremur sigkötlum í Kötluöskju syðst á Mýrdalsjökli á laugardagsnótt, myndaði einnig nýjan sigketil í jökl- inum. Auk þess myndaði hlaupið mikilfenglegar sprungur í jökul- inn.Ýmis efni og gastegundir mæld- ust í sýnum sem jarðfræðingar við jarðvísindastofnun Háskóla Íslands tóku í gær. Mælingarnar benda til þess að orsök hlaupsins hafi verið jarðhitavatn en þó er enn ekki mögu- legt að útiloka eldgos í Kötlu. Sjálf- virkir óróamælar á svæðinu gáfu einnig til kynna að þar væri gosórói í gangi, þótt hann færi minnkandi. „Það sem við getum verið alveg viss um er að það er mikill hiti undir Kötlu og að þar sé bræðsluvatn, hvort sem það er jarðhitavatn eða út af eldgosum,“ segir Sigurður Reynir Gíslason, jarðefnafræðingur við HÍ. Einnig sé ljóst að þar sé kvika á ferð, einsog skjálftamælingar undanfar- inn áratug hafi gefið til kynna. Hann segir að það sé svo önnur spurning hvort kvikan nái til yfirborðsins. Þetta þýði að það sé enn mögulegt að Katla gjósi og því séu ríkulegar ástæður til þess að fylgjast náið með því. Kötlugos gæti orðið mjög hættu- legt vegna þykks íss yfir eldstöðinni sem þyrfti að bræða til þess að gosið gæti komist upp á yfirborðið. Sigurður lýsir atburðarás hlaups- ins sem tilþrifamikilli og segist hafa búið sig undir mögulegt stórgos í Kötlu. Enginn vafi á miklum hita og kviku undir Kötlu  Jarðhitavatn líkleg orsök  Hefur búið sig undir stórgos Ljósmynd/Landhelgisgæslan Mýrdalsjökull Sprungur og sigket- ill mynduðust við hlaupið. Ferja sitt fólk um Fjallabak Bílaleiga Ak- ureyrar opnar í morgunsárið af- greiðslu bæði á Kirkjubæjar- klaustri og í há- lendismiðstöðinni í Hrauneyjum. Á þeim stöðum geta þeir sem eru með fólksbíl frá fyrirtækinu skilað honum, verða síðan ferjaðir um Fjallabaksleið nyrðri í rútu og fá annan bíl til af- nota þegar komið er á leiðarenda. Bílaleiga Akureyrar kynnti ferða- skrifstofum þessa þjónustu strax í gær. Á vegum fyrirtækisins verða tvær ferðir á dag frá hvorum enda: kl. 10.30 og 15.30, og hugsanlega fleiri ef þörf krefur. Í dag verður reyndar ein og lagt af stað kl. 14.00. „Þetta er dýrt skref en við urðum að taka það. Rætt hefur verið um að ferja fólk yfir Múlakvísl og frá- bært ef það tekst, en þar sem það er ekki ljóst urðum við að drífa í þessu. Það verður að tryggja að við- skiptavinirnir verði fyrir sem minnstum óþægindum og auðvitað að gististaðirnir verði fyrir sem minnstu tjóni. Það skiptir okkur öll máli,“ sagði Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri Bílaleigu Ak- ureyrar við Morgunblaðið en hann ók í gær Fjallabaksleið og kynnti sér aðstæður. Bergþór Karlsson Bílaleiga Akureyrar bregst skjótt við BAKSVIÐ Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Leiðin um Fjallabak er ófær litlum bílum, að sögn Siggeirs Pálssonar hópstjóra hjá Landsbjörgu á svæð- inu. Hamrað var á því í fréttum um helgina, en Landsbjargarfólk hafði samt í nógu að snúast við að aðstoða fólk sem hafði fest litla, vanbúna bíla, færri þó í gær en í fyrradag. Fjallabaksleið syðri er ekki fær óbreyttum bílum, en stórir jeppar komast þar um. Nyrðri leiðin var í gærkvöldi orðin erfið yfirferðar eftir allmikla umferð um helgina. „Leiðin versnaði töluvert í dag,“ sagði Siggeir þá við Morgunblaðið. Vegurinn er nokkuð stórgrýttur á köflum en það eru þó aðallega lækjar- sprænur sem reynast ökumönnum erfiðar, að sögn Siggeirs. Hann varð vitni að því í gær að nokkrir jeppling- ar voru í samfloti með fólksbílum og drógu þá yfir sprænurnar. Það hefði tekist í flestum tilvikum en væri þó ekki til eftirbreytni. Umferðin jókst eftir því sem leið á gærdaginn, mest fóru um 60 bílar um svæðið á klukkustund síðdegis. Þá mynduðust farvegir í umræddum sprænum sem gerðu ökumönnum erf- itt fyrir. „Menn verða að minnsta kosti að vera á fjórhjóladrifnum jepp- lingum,“ sagði Sigríður Alma Ómars- dóttir sem var á Fjallabaki í gær á vegum Landsbjargar. Þegar blaða- maður ræddi við hana um miðjan dag var verið að draga lítinn Suzuki úr forarpytti og einnig höfðu þau Alma aðstoðað farendur á Skóda- og BMW- fólksbílum og tilraun var gerð til að komast leiðina á minnstu tegund af Huyndai-bílaleigubíl. Gera má ráð fyrir þó nokkurri um- ferð um Fjallabak í dag en Siggeir vonast þó til að hún verði ekki mjög mikil. „Ég held að vegurinn þoli ekki mikið meira en rútuna.“ Fólksbifreiðar fastar í forarpyttum  Leiðin um Fjallabak ekki fær litlum bílum  „Menn verða að minnsta kosti að vera á fjórhjóladrifnum jepplingum“ Ljósmynd/Siggeir Pálsson Nóg að gera Félagar í Landsbjörgu draga fólksbíl úr drullupytti á Fjalla- baksleið nyrðri í gær. Þeir höfðu nóg að gera við það um helgina. Hlaup í Múlakvísl Föstudagur 8. júlí 2011 19:20 Jarðskjálftamælingar Veð- urstofu Íslands mæla greinanlegan óróa við Mýrdalsjökul. 22:20 Óróinn eykst svo um munar. Laugardagur 9. júlí 2011 00:00 Hlaup hefst í Múlakvísl. 01:45 Einn metra vantar í að vatns- hæðin nái upp í brúargólfið. 02:00 Rafleiðni og hitastig í Múla- kvísl eykst mjög hratt. Sömuleiðs hækkar vatnsborð hennar ört. 04:00 Vatnshæð eykst skyndilega um fimm metra og í kjölfar er ákvörðun tekin um að loka þjóðvegi 1 við brúna yfir Múlakvísl. 04:06 Alda skellur á þjóðveginum og eyðileggur brúna yfir Múlakvísl. 07:00 Hlaupið í Múlakvísl nær há- marki og hættustigi er lýst yfir vegna hlaupsins á áttunda tím- anum. Sjálfvirkir óróamælar gefa til kynna að gosórói sé í Kötlu. 08:00 Íbúar í Álftaveri og Meðal- landi eru beðnir að yfirgefa heimili sín. 09:00 Fjöldahjálparstöð Rauða krossins opnuð í Grunnskólanum í Vík og Kirkjubæjarskóla. 09:00 Flogið er yfir Mýrdalsjökul þar sem sigkatlar og sprungur eru sjáanlegar syðst á jöklinum. 15:00 Hættustigi aflétt á Mýrdals- sandi en Mýrdalsjökull enn skil- greindur á hættustigi. Önnur svæði á óvissustigi. Rýmingu íbúa Álfta- vers og Meðallands einnig aflétt. 22:00 Verulega dregur úr óróa í Mýrdalsjökli og jarðskjálftavirkni minnkar. Þó er enn óljóst hvort gos hafi orðið undir jöklinum. Sunnudagur 10. júlí 2011 09:00 Framkvæmdir hafnar við bráðarbirgðabrú yfir Múlakvísl. Hámark hlaupsins á áttunda tímanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.