Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Smábærinn St. Michael í Lungau héraði í Austurríki er mikil náttúruperla, mætti líkja bænum við himnaríki útivistarmannsins, því möguleikarnir eru jafn fjölbreyttir og náttúruflóran í fjallshlíðunum – útreiðartúrar, sundlaugar, fjallarússíbani, svifdrekaflug, tennis, náttúrustígar og í stuttu göngufæri frá hótelinu er fallegur 18 holu golfvöllur. Hér eru merktar gönguleiðir innan um skógi vaxnar fjallshlíðarnar, upp á fjallstinda, framhjá fornum köstulum og öðrum menningarleifum Dvalið á hinu stórgóða íslendingahóteli Hotel Speiereck þar sem einstaklingar jafnt sem fjölskyldur njóta vinalegrar þjónustu hótelhaldara í fallegu og afslöppuðu andrúmslofti. 25 ágúst – 1. september Náttúruperla í Austurríki Netverð á mann Verð kr. 153.900 á mann í tvíbýli. Verð kr. 165.500 ámann í einbýli. Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hóteli í 7 nætur með hálfu fæði. Akstur á milli áfangastaða og íslensk fararstjórn miðað við lágmarks- þátttöku 20 manns. St. Michael í Lungau Þau eru mörg skrítin rökin semnotuð eru til að réttlæta aðild- arumsókn Íslands að ESB sem breytt var í aðlögun án samþykkis Alþingis.    Lengi vel varevran trompið sem trú- aðir héldu að myndi ráða úr- slitum. Því var helst beint að at- vinnulífinu. Nú er hún eins og hún er.    Gulrótin sem veifað er framan ístarfsfólk stjórnarráðsins, ekki síst í utanríkisráðuneytinu, er að því megi eftir aðild raða á garða í Brussel þar sem laun séu margföld á við það sem hér þekkist og að mestu skattfrjáls að auki.    En svo eru sérstök rök hönnuðhanda kjánunum. Það eru rökin: „Við þurfum að sjá hvað er í pakkanum áður en við getum tekið upplýsta ákvörðun.“    Nú þegar fara ákafamenn umESB-trúboð hamförum á vef- síðum, í greinum í blöðum og „hlutlausir“ fræðimenn Háskólans á sínum stað. Allir telja þeir yfir vafa hafið að Íslandi sé best að hunskast inn í bandalagið unaðs- lega.    Þurfa allir þessir spekingar ekkiað „sjá hvað er í pakkanum?“ Geta þeir tekið ákvörðun strax án þess að nokkur „upplýst umræða“ hafi farið fram? Enn er ekki byrjað að lýsa upp umræðuna og það er ekki einu sinni búið að setja um- búðir utan um pakkana.    Eða var sú kjánaklisja bara ætl-uð þeim sem þarf að plata á síðustu metrunum ef einhvern tíma kemur til kosninga um ESB? Hvað er í pakkinu? STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.7., kl. 18.00 Reykjavík 13 skýjað Bolungarvík 17 heiðskírt Akureyri 13 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 10 alskýjað Vestmannaeyjar 13 skýjað Nuuk 7 súld Þórshöfn 9 skýjað Ósló 16 skýjað Kaupmannahöfn 20 léttskýjað Stokkhólmur 22 skýjað Helsinki 23 léttskýjað Lúxemborg 16 skúrir Brussel 21 heiðskírt Dublin 17 skýjað Glasgow 18 léttskýjað London 21 heiðskírt París 22 skýjað Amsterdam 21 léttskýjað Hamborg 22 heiðskírt Berlín 25 heiðskírt Vín 30 léttskýjað Moskva 26 skýjað Algarve 25 heiðskírt Madríd 33 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 31 heiðskírt Róm 31 heiðskírt Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 25 heiðskírt Montreal 25 skýjað New York 28 heiðskírt Chicago 30 skýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:30 23:38 ÍSAFJÖRÐUR 2:48 24:30 SIGLUFJÖRÐUR 2:28 24:15 DJÚPIVOGUR 2:49 23:17 Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra fundaði á laugardag með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og lýsti því þar yfir að Íslendingar styðji tveggja ríkja lausn fyrir botni Miðjarðarhafs og að Íslendingar styðji frjálsa og fullvalda Palestínu. Palestínumenn hyggjast bera upp tvær tillögur á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna í haust. Aðra um al- menna viðurkenningu á Palestínu sem ríki, miðað við landamæri þess við Ísrael eins og þau voru árið 1967. Hin tillagan gengur út á það að Pal- estína verði tekin inn í Sameinuðu þjóðirnar sem nýtt ríki. „Ég átti lang- an fund með Abbas forseta og tveggja manna samningateymi hans,“ sagði Össur við mbl.is. „Þar lýsti ég því yfir að Íslendingar styddu tveggja ríkja lausn og að þeir styddu frjálsa og full- valda Palestínu. Ég lýsti því yfir, sennilega fyrstur evrópskra utanrík- isráðherra, að Ísland muni styðja báð- ar tillögurnar þegar þær koma fram í Allsherjarþinginu. Það eru nokkur tíðindi, og þykja mikil tíðindi í Palest- ínu – mikil gleði og ánægja með það.“ Ferð Össurar nú er farin án at- beina Ísraels, öfugt við það sem vana- legt er. „Ástæðan fyrir því að ég fór ekki í gegnum Ísrael var að ég hafði reynt að fara slíka för, en á síðustu stundu kipptu Ísraelsmenn höndum að sér og sögðust ekki geta tryggt ör- yggi mitt í þeirri ferð. Ég ákvað því að næst þegar ég reyndi myndi ég gera það án þess að reiða mig á Ísraela,“ sagði Össur sem fór til Gaza í gegnum Egyptaland. Óttast ekki viðbrögð Össur segist ekki óttast viðbrögð Ísraelsmanna við ferðatilhögun sinni, né heldur stuðningi við Palestínu- menn á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Hann gerir þó ráð fyrir því að þeir verði „óhressir“. Hann segir yfirlýsingu sína um stuðning við Palestínumenn ekki þess valdandi að hann óttist viðbrögð Ísr- aelsmanna. Hún sé í takti við vilja Ís- lendinga sem komið hafi fram í skoð- anakönnunum. „Þar að auki er það mín hjartans dýpsta sannfæring að það sé rétt að Íslendingar geri allt sem þeir geta til þess að sýna Palestínumönnum sam- stöðu.“ Fundur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, fundaði á laugardag með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu og lýsti yfir stuðningi við Palestínu. Styður tveggja ríkja lausn  Össur áréttar stuðning við Palestínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.