Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Samskiptin milli stjórnvalda í Wash- ington og ráðamanna í Pakistan versna stöðugt og í gær skýrði skrif- stofustjóri Hvíta hússins, Bill Daley, frá því að haldið hefði verið eftir um 800 milljónum dollara af hernaðar- aðstoð við Pakistana. Daley sagði að Pakistanar hefðu gripið til „nokk- urra ráðstafana“ sem hefðu valdið því að ákveðið hefði verið að bíða með frekari aðstoð. Um er að ræða þriðjunginn af allri fjárhæðinni sem Bandaríkjamenn verja árlega til að styrkja hervarnir Pakistans, að sögn dagblaðsins The New York Times. Daley viðurkenndi að mikil gremja væri í Pakistan vegna árásarinnar á hús Osama bin Ladens í landinu í vor sem lauk með því að bandarískir sérsveitarmenn felldu hryðjuverkaleiðtogann. Margt hefur eitrað samskiptin. Mike Mullen, flotaforingi og forseti bandaríska herráðsins, sagði í liðinni viku að stjórnvöld í Pakistan virtust hafa „gefið grænt ljós“ á morðið á blaðamanninum Saleem Shahzad sem fannst látinn í síki í lok maí. Shahzad ritaði mikið um efni eins og stuðning pakistönsku leyniþjónust- unnar við uppreisnarmenn í Kasmír og starfsemi al-Qaeda manna í Pak- istan. Ráðherra upplýsingamála í höfuðborginni Islamabad sagði orð Mullens vera „afskaplega ábyrgðar- laus og þau ber að harma“. Pakistanar fá viðvörun  Bandaríkjastjórn heldur eftir 800 milljóna dollara hernaðarstuðningi  Skrifstofustjóri Obama forseta tekur samt fram að samskiptin séu mikilvæg Bandamenn? » Hús bin Ladens var rétt hjá háskóla Pakistanhers og er tal- ið víst að hann hafi notið að- stoðar háttsettra manna við að leynast í landinu. » Bandaríkjamenn hafa einnig gagnrýnt Pakistana fyrir að gera ekki gangskör að því að uppræta starfsemi afganskra talíbana í Pakistan. Syrgjandi Bosníukonur við líkkistur í borginni Potoc- ari, skammt frá Srebrenica í Bosníu-Herzegóvínu, í gær. Í dag verða líkamsleifar 614 fórnarlamba sem borin hafa verið kennsl á jarðsettar í minningar- grafreit Potocari, en um er að ræða karla og drengi sem létu lífið í fjöldamorðinu 1995 í Srebrenica. Reuters Fórnarlömb fjöldamorða Bosníu-Serba jarðsett Sorgarstund í Potocari Ísraelar vísuðu í gær hópi Evrópu- manna úr landi en fólkið kom til landsins til að vekja athygli á mál- stað Palestínumanna. Annar hópur hefur boðað komu sína í dag Alls var um að ræða 36 Evrópu- menn frá ýmsum ríkjum sem var vísað úr landi eftir að hafa verið í haldi á Ben-Gurion-alþjóðaflugvell- inum yfir helgina. Í ísraelska dagblaðinu Haaretz segir að hópurinn hafi komið til Ísr- ael með flugfélaginu EasyJet frá Sviss. Upphaflega hafði fólkið ætl- að að ferðast með Lufthansa. En þýska flugfélagið hafnaði því að flytja farþegana þegar í ljós kom að þeir voru flestir á svörtum lista hjá ísraelskum stjórnvöldum. kjon@mbl.is Tugum Evrópu- manna vísað úr landi í Ísrael Skemmti- ferðabáturinn Búlgaría með um 180 manns um borð sökk skyndilega á ánni Volgu í Rússlandi í gær og fórst a.m.k. einn en um 60 var enn saknað í gærkvöld. Slysið varð nokkra kílómetra frá landi í sjálfstjórnarlýðveldinu Tatarstan. kjon@mbl.is Skemmtiferðabát- ur sökk á Volgu Beðið fregna. Vísindamenn í Danmörku hafa að sögn Dagens Nyheter gert tilraunir sem sýna að karlrottur missa frjó- semi og kynfærin minnka ef þær komast á fósturstigi í snertingu við mikið af efni sem er í ýmsum gerð- um sólarvarnar. Efnið heitir OMC (oktylmetox- ycinnamat) og ver það húðina fyrir skaðlegum, útfjólubláum geislum. En það reyndist eyðileggja fram- leiðslu í rottufóstrunum á horm- óninu thyroxin. Mælt er með því að ófrískar konur noti ekki sólarvörn með efninu. kjon@mbl.is Efni í sólarvörn skaðar rottufóstur Kristján Jónsson kjon@mbl.is Eitt af stærstu skipafélögum heims, Mærsk Line í Danmörku, gerir ekki ráð fyrir að siglingaleiðin yfir Norð- ur-Íshafið muni breyta miklu þótt hlýnandi veður bræði mikið af ísn- um, að sögn Aftenposten. Eftir sem áður verði um afar erfiða siglingaleið að ræða mestallt árið vegna óstöðugs veðurfars og myrkurs. Mærsk flytur um tvær milljónir gáma árlega og rekur um 500 skip, mörg þeirra eru meðal stærstu gámaskipa í heimi. Þótt leiðin með varning milli t.d. Evrópu og Austur- Asíu yfir íshafið sé mun styttri en sú sem nú er mest notuð, þ.e. suður fyr- ir Afríku, verður að meta aðra þætti, segir Stephen Carmel, einn af yfir- mönnum Mærsk. „Þótt siglingaleið sé styttri merkir það ekki að hún sé fljótlegri eða ódýrari,“ segir hann. Brýnt sé að geta lofað viðskiptavinum að varan komist á leiðarenda á nákvæmlega réttum tíma. Óvissan sé meiri en ella þegar siglt sé á svæði þar sem mikið sé um storma, myrkur og lélegt skyggni mikinn hluta ársins. Og fram yfir miðja öldina megi gera ráð fyrir að leiðin verði íslaus í aðeins nokkrar vikur, seint á sumrin og í haustbyrjun. „Þótt ísinn bráðni verður eftir sem áður um að ræða nothæfan siglingatíma sem mælist í vikum fram á miðja öldina og þá er ekki grundvöllur fyrir þeim gríðar- legu fjárfestingum í skipum og inn- viðum sem til þarf,“ segir Carmel. Ekki sé nóg að skoða landakortið. Fjarri lagi sé að 10% af gámaflutn- ingum milli Asíu og Evrópu muni fara fram á íshafinu um 2050, en þá tölu hafa norskar stofnanir nefnt. Segir norðurleiðina litlu skipta fyrir gámaskip  Yfirmaður hjá Mærsk segir hana hafa mikla ókosti Risi Emma Mærsk er nær 400 m langt og tekur 11 þúsund gáma. Repúblikunum í Bandaríkjunum finnst mörgum alríkisstjórnin og þingið í Washington skipta sér of mikið af borgurunum. Vilja þeir að hvert sambandsríki geti tekið eigin ákvarðanir í sem flestum málum, miðstýring sé oftast til ills eins. Nú reyna þeir að fá þingið í Texas til að fara fram hjá alrík- islögum frá 2007 sem kveða á um að hefðbundnar glóðarperur verði smám saman bannaðar til að spara orku, segir í L.A. Times. Rick Perry ríkisstjóri, sem er repúblik- ani, styður ályktun um að séu per- urnar framleiddar og seldar ein- göngu í Texas heyri viðskiptin ekki undir ákvæði um viðskipti milli sambandsríkja. Þau séu því und- anþegin lögunum. „Þetta snýst um meira en orku- sparnað, þetta snýst um persónu- legt frelsi,“ segir Joe L. Barton, fulltrúadeildarþingmaður fyrir Texas. kjon@mbl.is Vilja fá að halda í glóð- arperurnar  Texasbúar berjast gegn alríkislögum Norska tryggingafélagið Det Norske Veritas sendi fyrir tveim árum frá sér skýrslu um íshafssigl- ingarnar. Ef skip verði hönnuð eða þeim breytt með tilliti til erfiðra aðstæðna á íshafinu muni þau t.d. henta mun verr á hefðbundnum leiðum. Þar muni þau verða að sigla þegar ekki sé fært um íshaf- ið. Um 160 félög eiga aðild að sam- tökum norskra útgerða. Þau segja lítinn áhuga vera á norðurleiðinni hjá félögunum, hún verði ekki arð- bær um langa framtíð. Dýrt að breyta skipunum NORSK SKIPAFÉLÖG ÁHUGALÍTIL UM ÍSHAFSSIGLINGAR „Ill áhrif Murdochs verða að fara í gröfina með News of the World,“ var yfirskrift leiðara breska blaðsins Observer í gær þar sem fjallað var um Rupert Murdoch, aðaleiganda fjömiðlarisans News Corp., sem gaf út News of the World. Blaðið kom út í síðasta sinn í gær. Upplýsingar um ólöglegar hleranir blaðsins og mútu- greiðslur til lögreglunnar hafa skek- ið Bretland síðustu daga. Murdoch, sem er áttræður og nú bandarískur borgari, kom til Bret- lands í gær til að stýra viðbrögðum fyrirtækisins vegna málsins. Obser- ver sagði hann hafa allt of mikil áhrif í landinu. Koma yrði í veg fyrir að hann fengi að kaupa afganginn af hlutafénu í „mjólkurkúnni“ miklu, BSkyB-sjónvarpsfyrirtækinu, þar sem hann á þegar 34%. Margir fullyrða að Murdoch hafi slegið News of the World af til að reyna að friða almenning og tryggja að kaupin verði að veruleika. Gagn- rýnt var að kaupin á BSkyB yrðu samþykkt þótt í gangi væri saka- málarannsókn vegna hneykslisins. Ed Miliband, leiðtogi Verkamanna- flokksins, hyggst leggja fram tillögu á þingi um að kaupin verði lögð fyrir samkeppnisyfirvöld. kjon@mbl.is Reuters Stjórnar Rupert Murdoch á leið til aðalstöðva fyrirtækis síns í Bretlandi, News International, í gær. Hann heldur á lokaeintaki News of theWorld. Slegið af til að friða breskan almenning? Skannaðu kóðann til að lesa meira um Pakistan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.