Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 192. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Féll úr rússíbana og lést 2. Vann 17,3 milljónir í lottó 3. Tókst ekki að blekkja lögreglu 4. Sjö ára drengur stunginn til bana »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hljómsveitin Brother Grass heldur styrktartónleika á Rosenberg í kvöld. Kristján Eldjárn Hjartarson, pabbi tveggja meðlima, slasaðist alvarlega í umferðarslysi fyrr í sumar og hafa synir og félagar ákveðið að halda styrktartónleika fyrir hann. Félag- arnir í Illgresi ætla einnig að slást í hópinn ásamt blúsaranum Johnny Stronghands. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og hefjast tónleikarnir klukk- an 21:00. Ljósmynd/Nína Salvarar Brother Grass styrkir föður sinn í kvöld  Ridley Scott, leikstjóri og fram- leiðandi, vinnur nú hérlendis við tökur á nýjustu kvikmynd sinni, Prometheus. Hann segir að náttúran á Íslandi hafi gert gæfu- muninn. Hún hafi ákveðinn karakter og umhverfið sé villtara en annars staðar. »9 Ridley Scott gerir mynd á Íslandi  Listahátíðin LungA verður form- lega opnuð í kvöld með tónleikum þar sem fram koma Pétur Ben, Kippi Kanínus, Bogomil Font og Hákarlarnir. LungA stendur til 17. júlí og fjölbreytt dagskrá er í boði. Listasmiðjur ein- kenna hátíðina ásamt ýmsum gjörningum og uppákomum. LungA listahátíð formlega sett í dag Á þriðjudag Suðlæg átt 5-13 m/s, en hægari vindur na-lands. Víða léttskýjað n- og a-til á landinu, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á na-verðu landinu. VEÐUR Guðjón Baldvinsson var að- eins fjórtán mínútur að tryggja KR-ingum öruggan sigur á Fylki, 3:0, í gærkvöld og Vesturbæingarnir endur- heimtu þar með toppsæti Pepsi-deildar karla í fótbolt- anum. Guðjón skoraði þrennu á þessum fjórtán mínútna kafla í fyrri hálfleik en hann hafði aðeins náð að skora eitt mark í fyrstu átta leikjum liðsins í deildinni í sumar. »4-5 Þrenna Guðjóns á fjórtán mínútum Það verða Bandaríkin, Svíþjóð, Japan og Frakkland sem berjast um heims- meistaratitil kvenna í fótbolta á loka- sprettinum. Gestgjafarnir, Þýskaland, féllu óvænt fyrir Japan og Bandaríkin voru hársbreidd frá sömu örlögum gegn Bras- ilíu. »8 Fjögur eftir í baráttu um heimsmeistaratitilinn Veigar Páll Gunnarsson knatt- spyrnumaður hjá Stabæk segir að það sé best að félagið selji sig til norsku meistaranna Rosenborg. Sta- bæk er í miklum fjárhagsvandræðum og hefur þegar misst knattspyrnu- höllina glæsilegu, heimavöll sinn, fyr- ir næsta tímabil. Rosenborg á nú í viðræðum við Stabæk um kaup á Veigari Páli. »1 Veigar telur best að Rosenborg kaupi sig ÍÞRÓTTIR 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 3-8 m/s. Skýjað v-lands, annars bjartviðri. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á N- og A-landi. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Besta útihátíðin fór fram um helgina og sóttu um 10.000 manns hátíðina. Samkvæmt heimildum blaðsins gekk hátíðin vel og lítið var um of- beldi. Quarashi kom saman á ný eftir áralangt hlé og spilaði fyrir gesti á laugardagskvöldinu. Hljómsveitin hóf tónleikana um tvöleytið um nótt- ina og spiluðu þeir í um eina og hálfa klukkustund. „Þetta var alveg brjál- æðislega flott. Eitt það flottasta sem við höfum gert á Íslandi, þetta var alveg galið,“ segir Sölvi Blöndal sem vildi meina að hann væri enn að púsla sér saman eftir magnþrungið kvöld. „Þetta var auðvitað spennu- fall fyrir okkur líka, þetta var ekkert eðlilegt.“ Mikil gleði ríkti á Gadd- staðaflötum og hélt áfram eftir tón- leikana og fram eftir nóttu. Vægast sagt mikil drykkja Róbert B. Róbertsson, blaðamað- ur Morgunblaðsins, sótti hátíðina og var mjög ánægður. „Það var vægast sagt mikil drykkja, en þetta gekk bara vel. Þetta var bara týpísk útihátíð,“ segir Róbert. Hann sagði þó að mikið hafi verið um ungt fólk og fyllerí og varð vitni að smávægilegu of- beldi. „Ég heyrði að maður hefði verið stunginn þarna en svo sá ég að það voru tveir menn slegnir í rot þar sem ég stóð og horfði á tón- leikana.“ Róbert sagði töluvert hafa verið um að eldra fólk hafi gert sér ferð á hátíðina til þess eins að sjá tónleikana, þá sérstaklega Quar- ashi, og hafi síðan brunað í bæinn. Gömlu lögin á kassettu „Ég var ánægður með þá, alveg mjög ánægður með þá. Þeir spiluðu eins og þeir hefðu engu gleymt,“ sagði Róbert. „Þeir tóku þessi þekktu lög en líka þessi gömlu eins og af fyrstu plötunni sem mér fannst alveg mjög gaman að heyra. Ég átti þessi lög á kassettu þegar ég var yngri. Ég fer pottþétt á Nasa líka að sjá þá“. Vonandi sett nýtt viðmið „Við erum sérstaklega ánægðir með að allt hafi farið vel fram,“ sagði Sölvi og átti þar við að lítið var um ofbeldi á hátíðinni. „Við höfum von- andi verið að setja nýjan standard í hvernig svona hátíðir fari fram og nú þurfa bara aðrar hátíðir að taka það til fyrirmyndar, því það er algjör- lega óafsakanlegt þegar svona hátíð leysist upp í vitleysu. En þetta var allt mjög kærleiksríkt og yndislegt.“ „Þetta var ekkert eðlilegt“  Í spennufalli eftir vel heppnað útihátíðarkvöld Ljósmynd/Helgi Steinar Halldórsson Fjölmennt Mikill fjöldi sótti Bestu útihátíðina og átti hljómsveitin Quarashi líklega stóran þátt í því. Einnig steig með þeim á svið rapparinn Opee sem var leynigestur. Það var því fjölmennt á sviðinu á laugardagskvöldið. Eftir því sem næst verður komist voru gestir Bestu útihátíðarinnar hæst- ánægðir með endurkomu Quarashi. Hljómsveitin spilaði í um eina og hálfa klukkustund og náði að leika fjölda laga. Einn gestanna sagði þá hafa tek- ið gömul lög, af fyrstu plötu sinni. Platan heitir í höfuð hljómsveitarinnar og kom út árið 1997. Á eftir henni kom platan Xeneizes árið 1999. Allir félagar Quarashi stigu á svið á laugardagskvöldið þrátt fyrir að hafa hætt áður en hljómsveitin lét formlega af störfum. Það voru þeir Sölvi Blöndal, Steinar Orri Fjeld- sted, Höskuldur Ólafsson, Ómar Örn Hauksson og Egill Ólafur Thor- arensen. Einnig fengu þeir til liðs við sig rapparann Opee sem söng með þeim í laginu „Mess it up“. Spiluðu einnig gömlu lögin ALLIR Á SVIÐ Egill „Tiny“ Thorarensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.