Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 11
fór síðan að reka kaupfélagið hérna. Þá auglýsti hreppurinn eftir rekstr- araðilum. Ég sótti um og tók að mér reksturinn í alla vega þrjú ár. Þetta er þriðja sumarið núna og mér hefur líkað mjög vel enda hvergi betra að vera. Konan mín er úr Árnesi í Tré- kyllisvík og hefur verið að reka þar minja- og handverkshúsið Kört.“ seg- ir Einar Óskar. Nýr matseðill á hverjum degi Reynt er fá allt hráefni sem not- að er í matreiðslu staðarins af svæð- inu í grennd. Fiskurinn kemur beint úr sjónum og allt lambakjöt er keypt frá bónda í sveitinni. Einar Óskar segist meira að segja hafa gengið svo langt að vera með nánast milliliða- laust kaffi frá Kólumbíu. Það er keypt í gegnum Kaffismiðju Íslands en eig- andi hennar kaupir uppskeru frá bónda sem fær allan ágóðann í sínar hendur. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel en Einar Óskar segist ekki lengi hafa velt fyrir sér að opna veit- ingastað. „Ég er búinn að vera í ferða- málafræði við Háskóla Íslands og þetta var bara skemmtilegt sumar- verkefni með skólanum. Svo er líka skóli í sjálfu sér að reka fyrirtæki. Við tókum þann pólinn í hæðina að hafa engan matseðil heldur krotum við bara á krítartöflu það sem er í boði þá stundina. Það er yfirleitt einn fisk- réttur, einn eða tveir kjötréttir og síð- an súpur, brauð, kökur og fleira. Allt bakað hér á morgnana. Traffíkin er gloppótt svo að þetta reynist best til að hráefnið sé alltaf ferskt. Fólk hef- ur verið ánægt með þetta og enginn kvartað yfir því að úrvalið sé of lítið,“ segir Einar Óskar. Hann segir kjöt- súpuna hans pabba vera langvinsæl- asta réttinn og kóteletturnar. Þá sé eitthvað alveg sérstakt við að smakka á Strandalambi sem gangi bæði á fjöll og í fjöru. Plokkfiskurinn sé líka vin- sæll svo og veglegir hamborgarar og vöfflur húsins. Göngugarpar og ferðalangar „Hér eru mestmegnis Íslend- ingar á ferð en ferðaþjónustan hefur byggst dálítið upp á siglingafyrirtæk- inu Freydísi. Það heldur uppi sigl- ingum héðan og siglir norður Strand- ir alveg að Hornbjargsvita. Slíkar ferðir eru vinsælar hjá göngufólki. Annars hefur lausatraffík aukist mik- ið og í hreppnum eru núna gistirými af ýmsu tagi fyrir örugglega 150 manns. Við tökum eftir því að fólk ferðast nú meira saman í rútum og gefur sér meiri tíma til að stoppa á söfnum og kaffi- og veitingahúsum. Það er dálítið meira ferðalag hingað fyrir erlenda ferðamenn því við erum botnlangi og 100 km frá Hólmavík sem er svona næsti hringvegur. Þeir útlendingar sem koma hafa ýmist komið til Íslands áður eða leigja sér bíl og hafa nógan tíma þeir koma hingað. Laugin á Krossnesi hefur mikið aðdráttarafl en annars hafa náttúran og rólegheitin aðalaðdrátt- araflið hér. Kaffihúsið hefur verið vel metið og gestafjöldinn örugglega þre- faldast á síðastliðnum þremur árum. Við höfum ekki látið veðrið í sumar á okkur fá enda er bannað að tala um veðrið og pólitík hjá okkur,“ segir Einar Óskar bætir við að ágúst og september geti líka verið góðir mán- uðir til að ferðast á þessum slóðum. Í öllum hreppnum búa rúmlega 40 manns með fasta búsetu en sú tala margfaldast á sumrin. Ball með Bleki og byttum Spurður um það sem sé fram- undan á Kaffi Norðurfirði segir Einar Óskar að verslunarmannahelgin í Ár- neshreppi verði mjög góð. Hefð er fyrir því að halda sveitaball á laugar- deginum í félagsheimilinu í Árnesi. Hljómsveitin Blek og byttur mun leika þar undir dansi annað árið í röð en meðlimir hennar eru meðal annars úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á Kaffi Norðurfirði verður skrall fyrir ball á föstudegi og síðan róleg stemn- ing í „pub quiz“ á sunnudeginum. Vinsæl Matargestir eru hrifnir af kjötsúpunni hans pabba. Jerky Á Kaffi Norðurfirði er kjöt bæði reykt og þurrkað. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 Ferðaþjónustuaðilar á Hallormsstað og í Fljótsdal hafa stofnað til klasa- samstarfs til að efla ferðaþjónustu á Upphéraði með sameiginlegri kynningu og áætlanaferðum frá Eg- ilsstöðum. Nú þegar eru hafnar ferðir á vegum Tanna Travel og verða þrjár ferðir á dag milli Egils- staða og Végarðs í Fljótsdal til 3. ágúst. Fyrsta ferð að morgni er frá Upplýsingamiðstöðinni á Egils- stöðum kl. 7:30 en síðasta ferð úr Fljótsdal er kl. 16:45, að því er fram kemur í tilkynningu. Stoppistöðvar eru á Skriðuklaustri, við Hengifoss og á Hallormsstað. Hallormsstaður og Fljótsdalur státa af stærsta skógi landsins, fjórða hæsta fossinum, aflmestu virkjuninni, klausturminjum, menn- ingarsetri og vistvænni gestastofu fyrir stærsta þjóðgarð Evrópu. Á svæðinu eru allar tegundir af gist- ingu, allt frá svefnpokaplássi og tjaldsvæðum upp í hótelsvítur og sumarhús. Þar er einnig að finna úr- val gönguleiða, hesta- og bátaleigu og yfir sumarið eru starfræktir þar þrír veitingastaðir sem leggja áherslu á hráefni svæðsins, s.s. hrútaber, lerkisveppi og hrein- dýrakjöt. Ferðaþjónustan efld á Upphéraði Stærsti skógurinn, fjórði hæsti fossinn og klausturminjar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sá stærsti Hallormsstaðarskógur er tæpa 30 km frá Egilsstöðum. Snurfusað Plönturnar þarf að snyrta til og laga. Fallegt Nota má blóm á margan hátt. KORTIÐ GILDIR TIL 30.09.2011 MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR Allir fastir áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa félagar í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn. Hafðu samband í síma 569 1122 hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. HEILSU- OG DEKURFERÐ Á LÚXUSHÓTEL Í LITHÁEN Innifalið í 15 daga dvöl er: • Flugferðir og ferðir milli flugvalla og hótels • Gisting í tveggja manna herbergjum með öllum þægindum • Morgun-, hádegis- og kvöldverðahlaðborð • Viðtal við lækni staðarins sem gefur hverjum gesti læknisskoðun og ráð • Mismunandi meðferðir, svo sem leirböð, míneralvatns-heilsuböð, jurta-freyðiböð, ýmis konar sýruböð og sundleikfimi MOGGAKLÚBBSTILBOÐ Fullt verð er 286.000 kr. Moggaklúbbsverð 236.000 kr. Brottför 18. september 2011. Upplýsingar og bókanir á www.sunnuferdir.is eða í síma 555 4700. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT EÐA Í SÍMA 569 1122 • Ein lækningameðferð samkvæmt læknis- ráði, gæti til dæmis verið nudd í vatni, sitjandi bað eða kalt bað • Allir sem þess óska fá svo daglega klassískt nudd í 10 mínútur, „kinesitherapy“ (hópmeðferð), læknandi sturtumeðferð og „physiotherapy“ • Aðgangur að interneti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.