Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2011 fyrst og fremst ódýr ÓDÝRT ALLA D AGA Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Gunnar Bergmann Jónsson hjá Hrefnuveiðimönn- um ehf. segir veiðarnar ganga vel, en aldrei muni takast að klára kvótann. „Veiðitímabilið hófst með veiðum á fyrsta dýrinu 30. apríl og stendur yfir í 6 mánuði. Á þeim tíma má veiða 216 dýr en við erum núna komnir með 30,“ segir Gunnar en fyrirtæki hans er það eina sem haldið hefur til hrefnuveiða á þessu veiðitímabili. Sótt var um leyfi fyrir fjögur hvalveiðiskip og rekur fyrirtæki Gunnars eitt þeirra. Að mati Gunnars er erfitt að segja til um hvers vegna ekki eru fleiri að veiðum. Ein ástæðan sé mögulega sú að hvalveiðimenn geta enn sem kom- ið er ekki stólað á að löggjöfin reynist þeim hag- stæð og forsendur til að fjárfesta og byggja upp í greininni því takmarkaðar. Hjá Hrefnuveiðimönn- um ehf. séu aðeins um 6 manns starfandi allt árið um kring en fjölgar upp í 16 með sumarstarfs- mönnum þegar veiðarnar sjálfar fara fram. „Svo er kostnaðurinn af veiðunum líka töluverður og í okkar tilfelli þá erum við í raun ekki að veiða nema búið sé að finna kaupanda að vörunni. Við getum ekki veitt til að geyma svo kjötið í frysti og sjá hvað setur.“ Betri vara en áður Hrefnukjötið er veitt eingöngu fyrir innanlands- markað og segir Gunnar söluna ganga vel. Þannig seljist megnið af fengnum á meðan veiðitímabilið stendur hvað hæst og almennir neytendur, en ekki síst veitingastaðir, sýna hvalnum mikinn áhuga. Gunnar fellst á að hrefnukjötið er ekki jafnódýrt nú og það var á árum áður. Hann segir skýringuna m.a. liggja í því að vinnubrögðin eru allt önnur og gæði vörunnar miklu meiri. „Það hefur einmitt verið mitt hlutverk að reyna að fá hærra verð fyrir vöruna. Áður fyrr var hrefnukjötið óneitanlega selt mjög ódýrt, en það var kjöt sem þurfti að leggja í bleyti í mjólk til að það hentaði til matseld- ar og var fjarri því sama varan. Nú eru kröfurnar allt aðrar; kjötið var stundum selt beint af bryggju hér áður fyrr, en núna þarf að fá dýralækni í heim- sókn í hvert skipti sem hrefnu er landað og tekin sýni til rannsóknar. Sennilega er hvalkjötið mest rannsakaða kjötafurðin sem er í boði á markaðin- um í dag,“ segir hann. Sem dæmi um breyttar aðferðir segir Gunnar að gætt sé vel að vinnslu kjötsins allt frá því hrefn- an kemur að landi. Um leið og kjötið er skorið er því pakkað í lofttæmdar umbúðir og snöggfryst, enda lykilatriði fyrir gæði kjötsins. „Svo hreinlega hefur allt hækkað, bæði olía og rekstrarkostnaður. Dýrast af öllu eru svo sprengiskutlarnir sem við notum við veiðarnar. Það er mjög eðlileg krafa að við notum slíka skutla, enda er dýrið að drepast nánast á sömu sekúndu og það er skotið og ekki eins og áður var að það gat tekið nokkrar mínútur fyrir hrefnuna að drepast og þurfti jafnvel að skjóta með riflum til að stytta dauðastríðið. Þessar sprengjur sem við notum eru hins vegar mjög dýr- ar og þurfum við að flytja þær sérstaklega inn frá framleiðanda í Noregi.“ Súrsað, reykt og hakkað Mikil vöruþróun hefur átt sér stað hjá Hrefnu- veiðimönnum ehf. og auk hefðbundins súrsaðs hvalkjöts hægt að fá maríneraðar og ómaríneraðar steikur, reykt kjöt og saltað, þurrkað og grafið. Gunnar vonast til að innan tveggja vikna muni hrefnuhakk birtast í frystikistum matvöruversl- ana og landinn geti þá farið að elda sér hrefnu- borgara eða notað hrefnukjötið út á pastarétti. Hann segir íslenska matreiðslumenn hafa verið leiðandi í að þróa nýja og gómsæta rétti úr hval- kjötinu og nefnir í því sambandi að Gestgjafinn hafi valið reykt hrefnukjöt sem forrétt ársins í fyrra og nýverið hafi kjötið fengið sérstaka kynn- ingu í grillþætti Jóa Fel. Á fjöldamörgum veit- ingastöðum sé núna boðið upp á hrefnukjötsrétti. „Bæði er þetta spennandi hráefni og fjölhæft og holl vara með mjög lágt fituinnihald, en svo er kjötið líka ódýrt og örugglega skýrist hluti af áhuga veitingamanna á hrefnunni af að þeir fá ágætis framlegð af réttunum.“ Hafa veitt 30 hrefnur Morgunblaðið/RAX Afli Þegar veiðitímabilið er nærri hálfnað hefur ekki veiðst nema rétt rúmlega tíundi hluti veiði- heimilda. Á myndinni er Guðmundur Haraldsson hrefnuveiðimaður að störfum. Mynd úr safni.  Veiðitímabilið er tæplega hálfnað  Segir veiðarnar dýrar og helst ekki veitt nema búið sé að finna kaupanda  Þróa kjötafurðir og von á hakki á næstunni Kristján Berg ræður ríkjum í Fiskikónginum á Sogavegi og segir hrefnukjötið seljast vel. Það sé í augum neytenda eðlilegur hluti af vöruframboðinu frekar en „ex- ótísk“ vara. „Mikið selst af súrhval, og selst allt árið. Vitaskuld er sal- an mest í kringum þorrablótin en þrátt fyrir það er salan grimm allt árið.“ Kristján segir samt greinilegt að súrhvalurinn sé mest keyptur af eldri viðskiptavinunum, þeim sem eru um 50 og uppúr. „Þetta er ald- urshópurinn sem ólst upp við það að geta gengið að því vísu að eiga inni í ísskáp hvalkjöt í mysu og getað fengið sér bita.“ Aldursdreifingin er meiri þegar kemur að öðrum hvalafurðum og segir Kristján algengt að fólk líti við í versluninni á björtum sum- ardögum til að kaupa hvalsteik á grillið. „Þetta er lungamjúkt kjöt og auðvelt að matreiða, og þó svo verðið sé um 1.600 kr. þá er það allt annað en t.d. verðið á nauta- kjöti sem oft er á bilinu 3-4.000 kr.“ Mætti vera ögn ódýrari Að sögn Kristjáns er verðið á hrefnunni ákveðin fyrirstaða, þó seint verði hægt að segja að kjötið sé dýrt miðað við margt annað. „Fólk man samt enn svo vel þá tíð þegar hvalkjötið var svo ódýrt það að var nánast gefins. Þessi minn- ing skapar ákveðna hindrun og myndi ganga miklu betur að selja ef verðið færi undir þúsundkall- inn.“ Útlendingar eru líka duglegir að kaupa hvalkjöt. „Ég hef verið að auglýsa í tímariti Iceland Express og fengið góð viðbrögð. Fólk kem- ur oft við á bílaleigubílnum eða húsbílnum, áður en lagt er af stað í ferðalag um landið, kaupir hjá mér harðfisk og nokkrar steikur í leið- inni. Svo röskri viku seinna eru sömu ferðamenn oft komnir aftur til að fá meira, og eru greinilega ánægðir bæði með hvalsteikurnar og fiskinn.“ Hvalkjötið er ekki erfitt að elda að sögn Kristjáns, en þó þarf að gæta að geymslunni og varasamt að geyma kjötið lengi. Helst þarf að selja kjötið samdægurs og elda strax sama dag. „Þegar kemur að elduninni er langbest að steikja eða grilla, og þá bara stutt á hvorri hlið. Áður en kjötið er eldað þarf að leyfa því að ná stofuhita svo það sé örugglega ekki kalt í miðjunni, og þetta er kjöt sem á að snæða „rare“,“ segir hann. Mörgum finnst líka gott að marínera hrefnukjötið í bragðmiklum kryddum. „Sjálfum finnst mér gott að búa til kryddlög sem kjötið síðan sýgur í sig, en ef menn vilja finna þetta klassíska kjötbragð þá sleppa þeir maríner- ingunni.“ ai@mbl.is „Selst grimmt allt árið“ Flykki Kristján í verslun sinni. Með honum á myndinni er veglegur guð- lax. Kristján segir auðvelt að elda hval en best að matreiða hann strax og komið er heim úr fiskbúðinni. Hvalaskoðunarfyrirtæki hafa lýst mikilli óánægju með hvalveiðar og haldið því fram að veiðarnar skerði hagsmuni ferðaþjónustunnar. „Við erum alltaf tilbúin að leita allra leiða til að þessar tvær atvinnugreinar geti farið saman og erum mjög fylgjandi hvalaskoðunargeir- anum,“ segir Gunnar en bætir við efasemdum um að hvalveiðunum sé um að kenna ef hrefn- ur og önnur sjávarspendýr eru farnar að vera fælnari eða að veiðarnar séu að fækka þeim dýrum sem ferðamenn geta skoðað. „Ég held að varla sé hægt að finna þann stað í heim- inum þar sem koma saman fleiri hvalir en á Faxaflóa. Talað er um að þar sé að finna á bilinu 14-20.000 dýr og ef við erum að veiða 50 hrefnur á ári segir það sig sjálft að nóg er eftir af hvölum til að skoða.“ Gunnar segir hvalveiði aðeins fara fram utan sérstakrar verndarlínu og þurfi að sigla í um 12 mílur til að komast á veiðisvæðin. Þá virðist ný skýrsla, sem kynnt verður á yfirstandandi fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Bretlandi, gefa til kynna að mikill ágangur hvalaskoðunarskipa kunni að vera það sem fælir hvalina burt af eft- irsóttustu skoðunarsvæðunum. „Á hverjum einasta degi eru farnar um 20 skoðunarferðir út á Faxaflóa og viðbúið að það geti haft áhrif á hegðun hrefnunnar.“ Fara veiðar og skoðun saman? HAGSMUNAÁREKSTUR Á HAFI ÚTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.