Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 5

Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 5
Þannig fór um frelsið, og þurfti þá ekki að spyrja um velmegun- ina: eftir þetta hnignar íslenzku þjóðlífi óðfluga. Siglingar innlendra skipa leggjast niður, landsmenn verða æ háðari náð og miskunn kon- ungs um flutninga til landsins og frá ]rví. Sjálfræðishugur þjóðarinnar þverr, menn trúa ekki sem fyrr á mátt sinn og megin. En minning horfinnar hetju- og frelsisaldar lifir í hug og hjarta ís- lendinga. íslenzk skáld vefja hana rómantískum frægðarljóma og gefa framtíðinni listræna mynd af þjóðveldistímanum í íslendingasögum. Nú koma eymdaraldir Islands í langri lest — allur dugur er drepinn úr þjóðinni, unz lnin er að því komin að lognast út af. Menn eru jafnvel farnir að ræða um að flytja hyskið úr Iandi, og til eru þeir meðal menntafrömuða þjóðarinnar, sem telja ráðlegast að leggja niður ís- lenzka tungu: ,,Jeg anseer det, ikke alene unyttigt, men og des uden meget skadeligt, at Man skal beholde det Islandske Sprog . . . Lader os antage det danske Sprog, effter som vi staae under en dansk Regiæring 4 og i Communication med danske Folk.“ Loks undir miðbik 18. aldar rís upp maður, sem hefur vilja, þor og þrek til að taka forustu í baráttu íslendinga gegn erlendri ágengni og fyrir efnahagslegri endurreisn. Þessi maður var Skúli Magnússon landfógeti. Enda þótt umbótatil- raunir Skúla fógeta færu að mestu út um þúfur, örvaði hann aðra til dáða með fordæmi sínu, gaf þeim nýja trú á landið og sjálfa sig, bar- áttuhug og kjark. Jafnhliða verklegri viðreisn að frumkvæði Skúla, verður um daga hans mikil andleg vakning með þjóðinni. íslenzk höfðingjaefni, eins og Eggert Ólafsson og Hannes Finnsson, kynnast fræðslustefnunni á Hafn- arárum sínum og gerast ákafir talsmenn hennar, er heim kemur. Sér- staklega reyndist hin þjóðlega grein upplýsingarinnar, eins og Eggert mótaði hana, farsæl leiðsögn til bjartari framtíðar. Eggert unni ætt- landi sínu, þjóð og tungu um alla hluti fram, dáði fornöldina, vildi færa málið í upprunalegt horf og halda fast við gróna þjóðarsiði. MRTINGUR 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.