Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 67

Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 67
sat svo lengi að áhorfendur urðu örvita og fóru að láta öllum illum látum og það var uppákoman. í þessum uppákomum virðast egg hafa þýðingarmikið hlutverk. Stundum er þeim fleygt í áhorfendur, væntanlega svo þeir verði ekki fyrri til. Ein uppákoma: stórt svið. Autt. Fjórir menn koma inn á sviðið með stóran kassa. Þeir láta kassann á mitt sviðið. Fara út. Það líður löng stund. Tveir menn koma inn á sviðið og ganga að kassanum. Þeir setjast á kassann. Þegja. Annar kveikir sér í sígarettu. Hinn kveikir sér ekki í sígarettu. Þegar sígarettan er búin kastar maðurinn stubbnum á gólfið. Hann stígur ofan á stubbinn. Þeir fara éit. Það líð- ur löng stund. Tveir menn koma inn á sviðið. Þeir ganga að kassanum. Taka lokið af kass- anum. Maður stendur upp í kassanum. Það er annar maður. Hann sezt. Lokið er látið á kassann. Mennirnir fara út. Löng stund líður. Tveir menn koma inn á sviðið og taka lokið af kassanum. Maður stendur upp. Hann heid- ur á pönnu. Hann sezt, lokið á kassann. Menn- irnir út. Það líður löng stund. Tveir menn koma inn á sviðið. Þeir taka lokið af kass- anum. Hinn maðurinn í kassanum stendur upp. Hann er með eggjaköku á höfðinu. Uppákoma. Þegar sýningunni var lokið var farið á veit- ingaliús til að fagna sigri. Æ ég er svöng, segir ung kona. Einn listamannanna renndi lásnum niður á buxnaklaufinni, sótti þangað egg. Bauð. Uppákomur geta verið hvað sem er. Kona að strauja þvott. Maður að hengja sig í kálfs- görnum. Smiður að reka nagla. Kannski segir áhorfandinn: Ef það væri nú eitthvað gaman að þessu. En þetta er bara svo hundandskotileiðinlegt. Leiðinlegt, segir impressaríóinn: það er nú einmitt einsog á að vera. Það er nefnilega það sko. Og gefur augaleið. Heimurinn, hann er orðinn svo leiðinlegur. Lífið. Allt. Það er allt svo leiðinlegt. Að lifa. Og þá er listin sönn þegar hún er nógu andskoti leiðinleg. Og læt- ur sluma í þeim sem hafa ekki tekið eftir því vegna þess hve þeir eru önnum kafnir að vera glaðir eða hryggir, við að hugsa og vinna, gróðursetja tré, gefa smáfuglunum, mála myndir sem þeim finnst sjálfum þeir þurfi að rnála, yrkja ljóð, svara eða leita uppi þenn- an fræga gamaldags innblástur . . . Birtingur 10 ára Birtingur hefur náð fyrsta tugnum einsog all- ir vita. Hann var upphaflega stofnaður af mönnum með ólíkar skoðanir í mörgum efn- um en þeir töldu sig hafa næg sjónarmið sam- eiginleg til að geta starfað saman. Við vor- um að hugsa um liver um sig að það væri eng- BIRTINGUR 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.