Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 36

Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 36
KONRÁÐ GÍSLASON: UM MÁLIÐ ÓSKABARN MANNLEGS ANDA „ÞaS er i raun og veru engin lygisaga, að fuglinn fenix fljúgi upp úr ösku sinni, og verði ungur í annað sinn — það er engin lygi- saga, þegar hún er ekki skilin um fuglinn fenix, og ekki um einstakar skepnur, heldur um heilar þjóðir; því þá á dæmisagan vel við. Þegar þjóðirnar hafa elzt fyrir örlög fram, geta þær yngzt upp að nýju, optar enn einu sinni, með því að brenna það allt af sjer, bæði smátt og stórt, sem ónýtt er í fari þeirra. Hitt er ekki nóg, að lagfæra sumt, en láta mart vera í ólagi, og beint á móti því sem vera ætti. Þegar talað er um framfarir heilla þjóða, þá er allt stórt, en ekkert smátt; því andi þjóðanna er í alla staði mikill í eðli sínu, en hvergi lítill, og í andanum eru allar fram- farir í raun og veru. Andi þjóðanna er hug- ur þeirra, og kemur fram í öllu því, sem þær Iiafast að, og ekki síður í orðum enn verk- um. Það stendur ekki á sama hvað gjört er, og hvernig það er gjört, en hitt stendur ekki heldur á sama: hvað menn tala, eða hvernig menn tala. Málið, sem menn hafa fram yfir skynlausar skepnur, er svo góð og fullkomin gjöf, að sá er enginn menntaður í raun og veru, sem ekki metur það mikils og vill fara vel með það; og þegar einhver þjóð gjörir lítið úr því, þá má eiga það víst, að allur hennar hagur er fjarlægur því, sem hann ætti að vera, eins og líka reynslan sýnir, hvar sem að er gáð; því ein framförin verður jafnan annari samfara. Málið er þar að auki höfuð- einkenni hverrar þjóðar, og það er ekki einskis vert, hvort því fer fram eða aptur, hvort það er ljótt eða fagurt, og fegurð málsins er ekki komin undir því einu saman, hvernig það er gjört af guði og mönnum fyrir öndverðu; því ekkert vatn er svo tært, að eigi spillist, þegar það rennur í saurugum farveg — en farvegur málsins er hugur þjóðarinnar, sem talar það og ritar. Á hverju er þá von af máli voru? Þjóðerni vort, sem einkanlega er fólgið í mál- inu, hefur verið troðið undir fótum, og hörmulega saurgað og svívirt, margar aldir í sífellu. Hversu lengi á slíku fram að fara? Hversu lengi eigum vjer að níðast á sjálfum oss og öllu því, sem oss ætti að vera dýrmæt- ast hjer í heimi? Og hvort er fallegra og inndælla, karlmannlegra og betra til afspurn- ar, að láta alla hluti liggja í þessari deyfð og þessum andlega svefni, og geta aldrei verið ánægður við sjálfan sig, ellegar að rísa upp, hver með öðrum, og leggja á það allan hug og allan mátt, að bæta sífeldlega þjóðarhag vorn, og vita svo hvað vjer komumst? En engin endurbót er líkamleg í raun og veru, þó það kunni að sýnast svo, heldur andleg. Auður og fullsæla fjár, hreysti og heilsa, fjör og frjálsleikur líkamans, skyn og skýrleiki, dáð og dyggð, traust og trú hugarins, og í stuttu 34 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.