Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 81

Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 81
en í broddi fylkingar. Eftir því sem verkin voru nákvæmar skipulögð, raðavcfurinn þétt- ari, jókst sjálfvirknin, og með því að einbeita athygli sinni að smæstu eigindum misstu tón- skáldin oft yfirsýn, verkin urðu oft „grá“ og langdregin. Eftir því sem maður hnoðar lengur saman mismunandi litum kögglum af leikfangaleir þeim mun grárri verður klump- urinn. Þær aðferðir sem notaðar voru við samsetningu tímans voru í rauninni harla frumstæðar, öll gildi voru margfeldi hins minnsta gildis, og þar eð öll gildi urðu að koma jafnoft fyrir, fór svo að lengri gildin „átu upp“ þau styttri. Allar eigindir breytt- ust alltaf frá einum tóni til annars, og þó að slíkt virtist í fljótu bragði tryggja fjölbreytni, þá leiðir nánari athugun hið gagnstæða í ljós. Ef ekkert óvænt skeður í músik verður hún langdregin, upplifunartími hennar er lang- ur, kannski lengri en verkið raunverulega er, þá dofnar spennan, eftirvæntingin minnkar. Sama verður uppá teningnum, ef alltaf skeð- ur eitthvað óvænt. Sífelld fjölbreytni þýðir í raun og veru, að alltaf hið sama eigi sér stað, og slíkt átti sér stað með flest punktaverkin. Til að ná samræmi milli upplifunartíma og úrtíma verks, geta tónskáld gert sér skala milli andstæðnanna: einhæfni — fjölbreytni. I verki sínu Söngur unglinganna, sem er gert með elektróniskum hljóðum og drengja- rödd, fann Stockhausen nýjar lausnir á ýms- um vandamálum punktaformsins. 1 punkta- formi hafði verið samið frá smæstu eigind útávið — lagt saman, margfaldað, en í Söng unglinganna sneri hann við blaðinu og kompóneraði frá stærstu heild innávið — dró frá, deildi. Hljóð sem inniheldur allar sveifl- ur á heyrnarsviði okkar kallast „hvítur hvin- ur“, og viss gerð af generatorum framleiðir hann. Ur hvítunr hvin er unnt að sía borða, t. d. allar sveiflur milli 400—800Hz, og slíkir borðar eru kallaðir „litaður hvinur“. Þessa hugsun yfirfærði Stockhausen á formið og kompóneraði stærri heildir, sem hann kall- aði grúppur. „Grúppa er ákveðinn fjöldi hljóða, sem hafa hlutfallstengsl sín á milli og eru skynjuð sem heild. Hver grúppa í tónverki hefur sérstök hlutfallseinkenni, strúktúr. En grúppur eru tengdar þannig, að einkenni hverrar grúppu eru skilin og skynjuð með samanburði við aðrar.“ Allar grúppur hafa eitt eða fleiri ein- kenni sameiginleg öllum hljóðum, sem fyrir koma í þeim. í grúppuformi eru stærri eig- indir skipulagðar — í punktaformi smærri eig- indir. í grúppuformi lutu smæstu atburðir statískum lögmálum; notuð voru hugtök eins og meðalhraði, meðalstyrkleiki, meðaltón- lengd o.s.frv. um grúppur. Ýmsar hugmyndir Stockhausens í sambandi við grúppuform birtingur 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.