Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 98

Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 98
som hovcdfigur i en musical ... Han ville sikkert skære sine ulvelignende spidse tænder, hvis han vidste, at musi- calens titel er „Dearest Dracula" (Spdeste Dracula)." Ekstrabladet 2. ágúst 1965. Eins og ofanrituð klausa ber með sér, nýtur svokallað musical mikillar hylli í heiminum um þessar mundir. Þeir sem annast fram- leiðslu eða aðdrætti fyrir skemmtanaiðnaðinn eru á þönum frá morgni til kvölds í leit að lystugu meðlæti með kokteilnum handa verts- húsgestum í heimsborgunum, aðrir hafa þann starfa að leika draugapolka á hrollþandar taugar borgaranna meðan þeir sitja framan við sjónvarpsskerminn, enn aðrir magna seg- ulinn mikla sem dregur fólk í belg hinna stóru revýjuhjalla, hugmyndarík góðmenni sjá aumur á sumum höfuðritum leikbókmennt- anna og „vinna úr þeim“ musical fyrir leik- hús, sem eru of vönduð til að leggja sig niður við að sviðsetja frumverkin. Vonum seinna hefur ísland eignazt sitt fyrsta músíkal. Og svo sem Guði eru á jörðu ger musteri í hjörtum sem trúa, hlaut músíkalið verðugan samastað í „musteri íslenzkrar tungu“, eins og Þjóðleikhúsið var eitt sinn nefnt á hátíðlegri stund. Þegar göfugs ætt- ernis og viðhafnarmikils umbúnaðar músík- alsins okkar er gætt, þarf engan að furða þótt nánustu vandamönnum þess yrði skelfilega bilt við að sjá orðin „lapþunn brandaramysa“ í háskalegri nálægð við sjálfan Járnhausinn á öftustu síðu í seinasta hefti Birtings. Allir réttsýnir menn hljóta að viðurkenna, að slík- um firnum er helzt við það líkjandi, að óboð- inn gestur á fegurðarsýningu stigi upp á stól og hrópaði að nýkrýndri alheimsungfrú: þú ert kiðfætt, ljúfan. Enda varð töluvert pat út af þessum hroðalegu veizluspjöllum. Eg læt það lönd og leið, en rétt er að fara um viðhorf þjóðleikhússtjóra fáum orðum. Af viðtali í Alþýðublaðinu í sumar má skilja, að hann líti á Járnhausinn sem satíru. Það er grundvallarmisskilningur. Satíra sem rís und- ir nafni er heimsádeila, beinist gegn valda- fíkn, fjárgræðgi, hégóma- og metorðagirnd máttarstólpa þjóðfélagsins, hún vegur beint framan að þeim eins og þeir eru brattastir í broddi lífsins — og sé einhver veigur í henni, riða stoðirnar við. En svo eru til önnur sviðs- verk, sem orka á borgarann eins og handmjúk snyrtidama sé að kitla hann góðlátlega í ilj- unum eða milli tánna, snurfusa hann, hressa og endurnæra undir ránsferð morgundagsins. Slíkt verk er Járnhausinn, og hefði til skamms tíma verið nefnt revýja. En orðið musical á fullt eins vel við þetta skilgetna afkvæmi am- eríkanismans, sem borið er fram með viðeig- andi auglýsingabrauki. Engin ástæða er til að amast við revýjum sem falboðnar eru í réttu umhverfi undir réttu 96 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.