Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 47

Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 47
KJARTAN GUÐJÓNSSON: í TILEFNI AF SÝNINGU SIGURJÓNS Við skemmtum okkur vel hér á árunum strák- arnir sem stóðurn að Septembersýningunum. Með nokkrum rétti vorum við ekki í neirium vala um að þessar sýningar mörkuðu tímamót í íslenzkri listsögu. í brjóstum okkar brann eldur hinna túrneruðu og við lögðum til at- lögu við gelda átthagarómantík, hrópandi hallelúja með frönskum hreim. Þá var rifizt um 1 ist nær jafnoft og pólitík, eða öllu heldur list og pólitík lentu í hrærigraut. Sumir voru kommúnistar á móti abstrakt, aðrir abstrakt á móti kommúnistum, Sjálfstæðismenn áttu til að kalla hver annan abstrakt-kommúnista, og kommúnistar kölluðu abstraktkommúnista formalista, — í austri hillti undir sósíalreal- isma, — en nóg um það. I öllum þeim liita henti það okkur gjarnan að blessa sjálfan fjandann, bara ef hann var ab- strakt, næstum hver sá sem lét prímsignast var negldur upp á vegg. Svo liðu tímar og sumir okkar að minnsta kosti rákust á þá óþægilegu staðreynd, að verk gat verið fjári slæmt þótt það væri abstrakt — að landslag gat verið gott þótt það væri gamaldags. Aðrir héldu áfram að hallelúja með frönsk- um hreim allt fam á þennan dag — orðnir svo- lítið rámir. Samt var að minnsta kosti einn sem bein- fraus í framan þegar hann heyrði frönsk slag- orð og sá var Sigurjón Ólafsson. Leyndardóm- ur hringsins, hið absolúta í hinni beinu línu, hið objektíva, nonobjektíva, tími og rúm, beizlun tómsins, plastík, geómetrík, Art d’au- jourdhui, Giacometti, Brancusi, — allt það fír- verkerí braintrustsins bögglaðist fyrir honum eins og roð — unz hann stóð andspænis verki sínu með meitil og hamar, óspillta eðlisávís- un, barnslegt sakleysi í hjarta, — og þurfti ekki á frönskum slagorðum að halda. Snillingur er dýrt orð, enda hefur því verið sólundað af mikilli kostgæfni einkum uppá síðkastið, þar sem vart hefur orðið við til- finnanlegan skort á stigi fyrir ofan hástig lýs- ingarorða. Snillingsnafnbót hefur verið slundr- að á menn allt frá Kjarval niður í lognkyrra sundamálara í Hafnarstræti, og væri kannski ekki fráleitt að nefnd orðhagra manna yrði falið að smíða ný dýr orð, sem hafa mætti til- tæk ef svo ólíklega vildi til að nýr Picasso fæddist meðal vor. En svo er það annað mál hvort lofrollumeistararnir trúa því þrátt fyrir þjóðþembu sína, að nokkuð sem kemst í ná- munda við snilligáfu geti verið annars staðar en í hinu fína útlandi, að þess sé jafnvel að leita í braggahverfi inni við Sund. Einn getur verið dugmikill listamaður, þótt hann skeri sig ekki mjög úr í menningar- straumi samtíðar sinnar, verið skilgetið af- kvæmi nútíðar eða fortíðar í list sinni og unn- ið af samvizkusemi hin geðþekkustu verk. En 15IRTINGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.