Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 21

Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 21
við. Þar segir frá helztu viðburðum í atvinnu- og menningarlífi þjóð- arinnar, og hreyfir hann mörgum þarflegum umbótatillögum. Annar árgangur er 48+59 blaðsíður lesmáls og allverulega breyttur að útliti. Leturflötur er mun stærri, línubil miklu styttri, letur langtum smærra. Allar þessar breytingar voru gerðar að kröfu Tómasar, því að honum var fyrir öllu, „ . . . að almenníngur fái sem mest og nytsamleg- 19 ast með sem minnstum kostnaði.“ Kvað hann svo fast að orði í bréfi til Jónasar 6. sept. 1835, „ . . . að strax, sem ég lauk upp „Fjölni“, varð mér illt [við], því hann er einmitt svo í sínu útvortis, sem ég get ómögu- 20 lega liðið bækur . . . “ Er harmsefni, að Tómas skyldi fá þessu ráðið, því að hann var miklu minni smekkmaður en þeir hinir, og setti ritið tvímælalaust ofan við breytinguna. í upphafi 3. árs er Saknaðar-ljóð eftir Jónas, þar sem hann minnist í 13 erindum nokkurra látinna ættingja og vina. Annað kvæði á Jónas einnig, Móðurást. Það á sér allmerka sögu. Tilefnið er, að norsk föru- kona varð úti í hríðarbyl, en bjargaði börnum sínum tveimur með því að sveipa þau í klæði sjálfrar sín. Séra Árni Helgason í Görðum birti í Sunnanpóstinum frámunalega klunnalegt kvæði um þennan atburð, og mun það vera þýtt. Jónasi þótti illa farið með stórbrotið yrkisefni, orti kvæðið upp og sendi félögum sínum í bréfi. Þeir gerðu honum þann grikk að birta kvæðið í Fjölni án leyfis hans — „so almenníngur 21 gjeti borið bæði kvæðin saman, og skorið so úr, hvurt betur hafi tekjist.“ Úrskurðurinn varð skýr og ótvíræður, því að hvert mannsbarn á Islandi þekkir Móðurást Jónasar enn í dag, en kvæði Árna gleymdist brátt. Langmerkust í bókinni er grein Jónasar „Um rímur af Tistrani og Indíönu“ eftir Sigurð Breiðfjörð, bæði vegna þess, að aldrei fyrr hafði verið skrifað af jafnsnerpulegri rökvísi um íslenzkan samtímaskáldskap og eins fyrir þá sök, að íslenzkur rímnakveðskapur bar ekki sitt barr eftir þennan ritdóm. Jónas réðst á garðinn, þar sem hann var hæstur, BIRTINGUR 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.