Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 40

Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 40
THOR VILHJÁLMSSON: ANTONINO VIRDUZZO Einn af sérkennilegri listamönnunum í Róm heitir Antonino Virduzzo. Hann er fæddur 1926 af sikileysku foreldri í Greenwich village, listamannahverfi New York borgar, flytur með foreldrum sínum til Sikileyjar sex ára gamall, þar var hann til 1940 og sótti lista- skóla þar. Síðan var hann við nám í Flórenz unz hann fluttist aftur til Sikileyjar og starfaði þar sem listmálari um sinn. Hann var í Bandaríkjun- um 1946 en gerðist sjómaður og sigldi víða um heimshöfin í tvö ár. 1949 var hann aftur kominn til Ítalíu. Um skeið stóð hann fyrir listsýningasal, en reksturinn þótti með sér- kennilegum hætti sökum geðríkis forstöðu- mannsins sem hafði litla þolinmæði gagnvart tilgerðarrófum og uppskafningshætti. Hann tók víða þátt í sýningum og var stuttan tíma aftur til sjós, gekk af skipi í Bremen og komst einhvernveginn til Parísar, þar var hann til 1955 að hann sneri aftur til Rómar og vakti æ meiri athygli sem listamaður. Einkum hef- ur hann helgað sig graflist (grafik) og náð svo mikilli tækni að undrun vekur og aðdá- un. Auk þess sem hann hefur fundið upp sjálfur margskonar tækninýjungar hefur hann kannað aðferðir fyrri manna af mikilli vand- virkni og grafið upp sitthvað úr tímans djúpi sem öðrum var hulið og samhæft sínum vinnuaðferðum svo ýmsum þykir ganga göldr- um næst. Virduzzo er óhræddur að gera til- raunir en hann er enginn ævintýramaður í þeim skilningi að hann byggir ekki á tilvilj- unum einsog mörgum er gjarnt í dag heldur er hann með afbrigðum vinnusamur og þraut- seigur, býr yfir ýmsum ágætustu kostum hand- verksmannsins sem var í eina tíð óhjákvæmi- legt fyrir listamenn til að ná langt, og liann er tæknisnillingur í sinni grein. Þegar litið er ylir þróun hans er hún ekki hraðfara held- ur mjög örugg og markviss. Virduzzo er líka hugsuður og heimspekingur sem reynir í list sinni að túlka andleg verðmæti, frábitinn öll- um grallaraskap popæringja, hafnar ódýrum lausnum en er strangur við sjálfan sig. Vinna er fyrst og fremst agi, segir Virduzzo: lista- maðurinn verður að beita sig aga bæði þegar hann er að hugsa verkið og búa það til enda vex hið sanna sköpunarverk listamannsins alltaf upp úr réttri afstöðu til handverksins og heilbrigðu mati á því, þetta vissu lista- menn miðalda og endurreisnartímans, og ég held þetta sé ennþá í fullu gildi, segir hann. Virduzzo afþakkar síður en svo áhrif hinna gömlu meistara, hann segist einkum hafa orð- ið fyrir áhrifum af Sienna-málurunum og svo Hollendingunum og hafa lært mikið af forn- um kínverskum teikningum, japönskum lista- mönnum fyrri tíma og nútímalistamönnum í Frakklandi. Þó málar Virduzzo algjörlega ab- 38 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.