Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 91

Birtingur - 01.01.1965, Blaðsíða 91
þjóðaþingum. í þessum efnum geldur ís- lenzka þjóðin þess, sem kalla mætti umskipt- ingseðli eða pólitískan öfuguggahátt nokkurra valdamikilla stjórnmálamanna: í staðinn fyr- ir að gangast fagnandi við Islendingseðlinu og halda því á loft sem heiðursteikni, eru þeir sífellt að fela það og dondólast aftan í vopn- uðum stórveldum, sem lúta enn siðalögmálum sem íslendingar uxu frá fyrir öldum. Stöku sinnum fellur þó af stjórnmálamönnum okkar álagahamurinn, og þeir hegða sér eins og sæmir góðum drengjum og gegnum, sem getnir eru af íslenzku foreldri og fóstraðir við íslenzkar manngildishugmyndir. Slíkt undur gerðist seinast í vor, þegar valdamenn okkar færðu Sameinuðu þjóðunum ótilneyddir ríf- lega fúlgu til þess að rétta við fjárhag sam- takanna. Sameinuðu þjóðirnar eru markverðasta til- raun mannkynsins til að koma á svipuðum umgengnisháttum þjóða í milli og hvert ríki leitast við að temja þegnum sínum innbyrðis. Allir játa, að þjóð er illa siðuð og hörmulega á vegi stödd, ef borgararnir bera vopn hver á annan. Hitt gengur seinna að skilja, að ná- kvæmlega sama gildir um mannkynið allt: farsæld mannsins á jörðinni er undir því kom- in, að hann vaxi frá þeirri villimennsku að útkljá deilumál þjóða með vopnavaldi. Á slík- um skilningi byggist tilvist Sameinuðu jjjóð- anna. Þess vegna verður seint of nrikið í söl- urnar lagt þeim til eflingar. Engu að síður skammta voldugir þjóðmálaskörungar þeim starfseyri nreð eftirtölunr. Þessunr herrum vex þó ekki í augum að varpa milljón sinnunr hærri fjárhæðum í andstyggilegt hernaðar- sprikl. Við slíkar aðstæður verða smærri þjóðir og ábyrgðarmeiri að rækja þær skyld- ur, sem hinar efnameiri og ósiðaðri bregðast. Einmitt þetta átti sér stað í vor, og geta ber þess sem gert er. Athyglisvert er, að íslenzkir valdamenn hrær- ast þá helzt til sæmilegra verka í utanríkis- málum, þegar þeir hafa samflot með öðrurn Norðurlandaþjóðum. Ef þeir færu að dæmi Norðmanna og Dana og neituðu að hafa er- lendan her og herstöðvar í landi sínu, væri þjóðinni þegar kippt til hálfs upp úr feni van- virðunnar. En þá fyrst er við höfum tekið okkur stöðu við hlið mennilegustu þjóðar á Norðurlöndum, Svía, undir merki hernaðar- hlutleysis, geta íslendingar að nýju litið kinn- roðalaust frarnan í umheiminn. Litil eru geð guma Sú var tíð, að íslendingar voru fátækir að ver- aldarefnum, en orðheldnir og auðugir að sjálfsvirðingu. Svo sagði mér öðlingskarl sem ég kynntist á Akureyri í æsku, Gunnlaugur Tryggvi Jónsson, að hann hefði lánað fjölda IÍIRTINGUR 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.