Vera - 01.09.1994, Qupperneq 29

Vera - 01.09.1994, Qupperneq 29
YIÐTflL HÓPUR? Undanfarin ár hefur myndast ákveðin gjá á milli hugmyndaþróun- ar i kvennafræðum og hugmyndafræði Kvennalistans. Þetta er mörgum konum á- hyggjuefni, en þó jafn- framt uppspretta nýrra hugmynda, ekki síst þeim sem stunda kvennafræðirannsókn- ir og eru líka í Kvennalistanum. Ein þessara kvenna er Guðný Guðbjömsdótt- ir. Guðný er dósent í uppeldis- og menntun- arfræði við Háskóla Islands. Hún situr í stjóm Rannsóknastofu í kvennafræðum og er formaður nefndar sem háskólaráð skipaði til þess að gera tillögur um hvemig haga megi kennslu í kvennafræð- um við Háskóla ís- lands. Guðný tók þátt í starfi Kvennafram- boðsins, hefur verið í Kvennalistanum frá upphafi og varaþing- kona listans undanfar- in ár. Vera gekk á fund Guðnýjar og fékk hana til að ræða þróunina í kvennafræðunum, kvennabaráttunni og hugmyndafræði Kvennalistans. Hverjar eru þessar breyttu óherslur í kvennafræðunum og hvaban eru þær sprottnar? - Fyrir 12 árum, þegar Kvennalistinn kom til, var algengt að flokka kenningar í kvennafræðum í þrennt: Frjálslyndan femínisma, þar sem áherslan var á konur sem einstaklinga sem ættu að hafa sama rétt til alls sem karlar hafa, sósíaliskan femínisma sem lagði áherslu á að tengja saman kvennabaráttu og stéttabaráttu og menningarfeminisma eða róttækan femín- isma, sem hugmynda- fræði Kvennalistans var byggð á. Þar er lögð áhersla á að reynsla og menning kvenna sé önnur en karla. Sú reynsla sam- eini konur og kvenna- baráttan verði að virða og byggja á þeirri reynslu. I dag hefur þessi llokkun í fræðun- um riðlast og umræðan snýst um annað. Það gerðist eiginlega fyrst þannig að konur sýndu andóf gegn því að vera flokkaðar saman á grundvelli kynferðis eða sameiginlegrar reynslu, bæði vegna þess að slík flokkun hyglaði yfirleitt ákveðnum hópuni en gerði aðra ósýnilega, og að það gæti við- haldið þeim staðal- myndum sem verið væri að berjast gegn. Þar með kom áherslan á breytileika kvenna, á að undirokun kvenna birtist mjög mismunandi eftir t.d. menningu, kynþætti, starfi, kynhneigð, búsetu eða hjúskaparstöðu. Sú áhersla hcfur verið ráðandi undanfarin ár og vald- ið þvi að kvennahreyfmgin hefur gliðnað víðast hvar í kringum okkur. I stað þess að vinna saman sem ein heild hafa myndast margir hópar í kringum mismunandi mál sem brenna á konum. Umræðan í fræð- unum hefur m.a. snúist um hættuna á því að tileinka konum

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.