Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 1
Landssamband kúabænda hélt aðalfund sinn á Akureyri um nýliðna helgi. Þar var greint frá niðurstöðum viðhorfskann- ana sem Capacent Gallup hefur gert á afstöðu almennings til inn- flutnings á nýju kúakyni. Megin- niðurstaðan er sú að meirihluti er andvígur innflutningi en þó er eins og heldur sé að draga úr and- stöðunni. Kannanirnar voru gerðar tvíveg- is, sú fyrri í desember 2006 en sú síðari í mars-apríl sl. Í báðum könn- unum var spurt: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að nýtt kúakyn verði flutt til landsins? Í desember var niðurstaðan sú að 63% aðspurðra kváðust frekar eða mjög andvíg innflutningi, 23% tóku ekki afstöðu en 14% frekar eða mjög hlynnt innflutningi nýs kúakyns. Í seinni könnuninni hafði dregið úr andstöðunni því þá kváð- ust 53,6% vera andvígir innflutn- ingi, 21% hafði ekki skoðun en 25,4% voru hlynntir innflutningi. Þegar spurt var um ástæður þess að menn lýstu sig andvíga innflutningi nefndu flestir, 12,1%, þá ástæðu að þeim fyndist íslensk mjólk betri en útlend, 10,9% sögð- ust vera á móti blöndun við aðra kúastofna og 9,6% höfðu áhyggjur af smithættu frá útlendum kúakynj- um. Athyglisvert hlýtur að teljast að 96,3% þeirra sem eru andvígir innflutningi sögðu það engin áhrif myndu hafa á afstöðu sína þótt nýtt kúakyn leiddi til verðlækkunar á mjólk. Í síðari könnuninni var einnig spurt um viðhorf manna til íslenskra osta og ættu framleiðendur hans að geta unað glaðir við niðurstöð- urnar. 63,4% sögðust myndu velja íslenskan ost þótt þeir ættu völ á erlendum osti af sömu gæðum. Einungis 19,8% sögðust myndu láta verðið á ostunum ráða vali sínu. Mestrar tryggðar nýtur brauð- osturinn en gráðostar og mygluost- ar eru skammt undan. Kannanirnar voru gerðar á net- inu og var úrtakið í desember 3.500 manns en 1.200 í síðari könnuninni. Svörun var góð, eða yfir 70% í báðum könnunum. Samtals svör- uðu í báðum könnunum á fjórða þúsund manns. Niðurstöðurnar eru því vel marktækar. Landssamband kúabænda skip- aði rýnihópa til að skoða þessar niðurstöður og verður gerð grein fyrir áliti þeirra í næsta tölublaði Bændablaðsins. –ÞH 22 Er ennþá þörf á að hleypa kúnum út á tún? 34 WorldFengur nauðsynlegt vinnutæki 7. tölublað 2007 Þriðjudagur 17. apríl Blað nr. 258 Upplag 16.300 12 Kristín Linda, bóndi og ritstjóri í Þingeyjarsveit Frísklegur svartur svanur Að undanförnu hefur svartur svanur gert sig heimakominn í Mývatnssveit og skoðað sig um á bæjum. Það er skemmtilegt að sjá að flugfjaðrirnar eru hvítar þegar hann breiðir úr vængjunum en þegar hann situr virðist hann alsvartur. Hann er frísklegur en norrænir frændur hans láta sem þeim sé heldur lítið um nýbúann gefið. Svanurinn hefur lítil sem engin samskipti við aðra fugla. Gæsir halda sig nú á túnum bænda og reyta þar í sig sinu, þá er mikið af húsönd í sveitinni núna og töluvert af stóru og litlu gráönd, en hver tegund heldur sig á sínu svæði. Ísinn á Mývatni er óðum að gefa sig, Ytri-Flói er orðinn íslaus að mestu og ís á Syðri-Flóa að heiðna upp sem óðast. Myndir: BFH Sauðburður hafinn Ánægjusvipurinn og stoltið leynir sér ekki á andlitum systkinanna á Klængsseli í Flóahreppi þegar þau fengu í hendur fyrstu lömb ársins. Hjörðin á Klængsseli er ekki stór en þar hófst sauðburður snemma, eða 23. mars. Systkinin heita Aldís og Jökull Baldursbörn, hún er á tólfta ári og hann að verða fimmtán. Mynd: MHH Bændur og frambjóðendur til Alþingis leiða saman hesta sína á opnum fundum um landbún- aðarmál á komandi vikum. Fyrsti fundurinn er þriðjudaginn 17. apríl í Félagsgarði í Kjós. Dagskráin verður þannig að heimamaður fer yfir umfang landbúnaðar í kjördæminu en því næst mun Haraldur Benediktsson formaður BÍ halda erindi um stöðu og framtíðarsýn bænda. Því næst mun einn fulltrúi frá hverjum framboðslista ávarpa fundinn og í kjölfarið verða pallborðsumræður þar sem fram- sögumenn sitja fyrir svörum. Það eru allir velkomnir á fundina, bændur, áhugafólk um landbúnað og að sjálfsögðu frambjóðendur. Bændasamtökin hafa tekið saman upplýsinga- bækling um íslenskan landbúnað og verður honum dreift á fundunum. Þingmannsefni hafa þegar fengið ritið sent til sín en í því er m.a. að finna helstu stað- reyndir um búvöruframleiðslu í landinu, verðlags- umræðu, niðurstöður skoðanakönnunar um íslenskan landbúnað auk umfjöllunar um mál sem brenna á bændum og framtíðarsýn. Dagsetningar og staðir Suðvesturkjördæmi og höfuðborgarsvæðið – þri. 17. apríl – Félagsgarður í Kjós kl. 20:30. Suðurkjördæmi – mán. 23. apríl – Árhús á Hellu kl. 20:30. Norðausturkjördæmi – mið. 25. apríl – Menntaskólinn á Egilsstöðum kl. 20:30. Norðvesturkjördæmi – mán. 30. apríl – Staðarflöt í Hrútafirði kl. 20:30. Sjá nánar á bls. 7. Opnir fundir með frambjóðendum um landbúnað Landssamband kúabænda kannar viðhorf almennings til innflutning erlendra kúakynja Enn er meirihluti gegn innflutningi Fjórði hver kjúkling- ur í ESB salmón- ellasmitaður Í Evrópusambandinu er að meðaltali fjórði hver kjúk- lingur salmónellasmitaður. Það sýnir ný könnun Eftirlits- stofnunar ESB með matvæla- öryggi, EFSA. Stofnunin lét fara fram mikla rannsókn á útbreiðslu veikinnar í löndum Sambandsins á árun- um 2005-2006 á búum með minnst 5000 eldiskjúklinga. Niðurstaðan sýndi að mik- ill munur var á milli landa á útbreiðslunni eða allt frá 0 til 68%. Mest var útbreiðslan í Ung- verjalandi eða 68,2%, í Póllandi 58,2% og í Portúgal 43,5%. Í Danmörku var útbreiðslan 1,6%, í Finnlandi 0,1% en í Sví- þjóð fannst ekki salmónella í kjúklingum. bbl.is – Nýr fréttavefur Opnaður hefur verið nýr fréttavefur á vegum Bænda- samtaka Íslands á slóðinni www.bbl.is Yfirskrift hans er: Málgagn bænda og lands- byggðar. Hér er á ferðinni fréttavefur Bændablaðsins sem verður uppfærður oft á dag, eða eins og þurfa þykir. Á bbl.is verður lifandi frétta- flutningur af öllu sem snertir bændur, landbúnað og málefni landsbyggðarinnar. Bbl.is er nýr íslenskur fréttavefmiðill sem verður daglega með púls- inn á öllu því helsta sem er að gerast í íslenskum og erlendum landbúnaði ásamt því að gera hvers konar landsbyggðarmál- efnum góð skil. Á nýja vefnum má finna ýmislegt fleira en fréttatengt efni, fróðleik um íslenskan landbúnað, hagtölur og mynda- banka sem hefur að geyma skemmtileg og ólík sjónarhorn úr lífi og starfi íslenskra bænda. Smáauglýsingar Bændablaðsins verða aðgengilegar á bbl.is og í verslun vefsins má finna bóka- titla, forrit fyrir bændur og hin vinsælu veggspjöld með íslensk- um kúa-, sauðfjár- og hrossalit- um svo fátt eitt sé nefnt.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.