Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200735 áburðardreifarar Tvær dreifiskífur úr ryðfríu stáli, vökvastýring úr ökumannssæti, kögglasigti, hárnákvæm dreifing, vandaður og endingargóður drifbúnaður, auðveld og þægileg notkun. AMAZONE áburðardreifararnir eru löngu landsþekktir fyrir afburða endingu og mikla nákvæmni. ÞÓR HF | Ármúla 11 | Lónsbakka | www.thor.is Aukabúnaður á mynd: kastvörn Skil á búreikningum vegna ársins 2006 til Hagþjón- ustu landbúnaðarins Skil á búreikningum til Hagþjón- ustu landbúnaðarins eru hluti af árlegri hagtölusöfnun í landbún- aði. Uppgjör búreikninga er m.a. notað við gerð samninga milli ríkis og bænda, við gerð rekstraráætlana fyrir bændur, búnaðarkennslu og margt fleira. Búreikningar vegna ársins 2006 eru þegar teknir að berast til Hagþjónustunnar. Einstaklingar í rekstri geta skilað framtölum í síðasta lagi 31. maí. Með hliðsjón af því er best að búreikningar berist Hagþjónustu landbúnaðar- ins um svipað leyti en ekki síðar en 20. júní. Þegar senda á búreikning úr dkBúbót til Hagþjónustunnar, er valið Verkfæri í valröndinni og síðan Gagnaflutningar-dkBúbót- Hagþjónusta landbúnaðarins. Þá er valið bókhaldstímabil og ákveðið hvernig ganga á frá gögn- unum. Best er að senda gögnin sem viðhengi í tölvupósti á netfangið hag@hag.is Mikilvægt er að slá inn viðbót- arupplýsingar sem ekki koma fram í bókhaldinu. Hér er um að ræða: Rekstrarform búsins, ársverk, tún- stærð, stærð grænfóðurs- og korn- akra, aldur bænda, lömb til nytja, greiðslumark og heyuppskeru í FE. Hafi ekki verið gert skattframtal í forritinu er mikilvægt að fyllt sé út bls. 4.08r2 (bústofnsblaðið) í fram- tali 4.08 en þar koma fram upplýs- ingar um bústofn. Við þennan gagnaflutning birt- ir forritið á skjánum samanlagðar niðurstöðutölur nokkurra tekju- lykla og því magni og þeim fjölda sem tengjast þeim. Til þess að hægt sé að senda reikninginn áfram þarf að staðfesta (haka við) að upplýs- ingar séu réttar. Aðrir þættir sem búreikningur þarf að uppfylla svo að hann sé nothæfur í uppgjöri Hagþjónustu landbúnaðarins eru: 1. Efnahagur og rekstur þurfa að stemma. 2. Áburður, sem keyptur var og gjaldfærður í bókhaldi fyrir lok ársins 2006 (til nota á árinu 2007) þarf að bókfæra á lykil 2930 í kredit (án vsk.) og mót- færa sem birgðir í debet á lykil 7530. 3. Fyrir búreikninga sem færðir voru á sama hátt í árslok 2005 er nauðsynlegt að sá áburður sé bakfærður á lykil 2930 í debet og kredit á birgðir 7530. Með því er tryggt að sú fjárhæð sem eftir stendur á lykli 2930 hafi einungis að geyma fyrirfram- keyptan áburð sem keyptur var á bókhaldsárinu. 4. Búreikningur þarf að innihalda magn og/eða fjölda þess, sem framleitt er á búinu sem ann- aðhvort er selt eða notað heima. Einnig er æskilegt að fram komi magn helstu aðfanga, þ.e. fóðurs (lyklar 3100-3260), áburðar og sáðvöru (lyklar 3310-3390) og eldsneytis (lyklar 3510-3520). 5. Undir liðnum „ársverk (mán)“ á að skrá þann fjölda mánaða, sem starfað var í fullu starfi við búið. Hér er átt við bæði ábúendur sjálfa og aðkeypt vinnuafl. 6. Undir liðnum „Heyuppskera FE“ skal skrá heyuppskeru í fóðureiningum, skipt á milli rúlluheys, þurrheys og votheys. Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Ingi- björgu Sigurðardóttur hjá Hag- þjónustu landbúnaðarins í síma 433-7081. Hagþjónusta landbúnaðarins hvetur bændur til að skila búreikningum vegna rekstrarárs 2006 til stofnunarinnar. Búreikningar eru mikilvægir í kjarabaráttu bænda og t.d. undirstaða við gerð búvörusamninga Búreikningar eru forsenda við gerð rekstraráætlana Þú hagnast á þátttöku! Rekstur búsins mun ganga betur og Hagþjónustan greiðir fyrir þitt framlag! Fullur trúnaður ríkir í meðferð gagna. Til þeirra sem færa bókhald í DK-Búbót! Búreikningar Árið 2006 Frestur hefur nú verið framlengdur til 20. júlí n.k. Allar nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Sigurðardóttir í síma 433-7084. Farsími 863 2583. Tölvupóstfang: ingibj@hag.is Hagþjónusta landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Sími 433-7081.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.