Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200736 Þegar bjóða á til veislu eða í sauma- klúbbinn er sniðugt að vera með einn heitan rétt til upphitunar og síðan tvo kalda til viðbótar. Þá er gott að velja einn tiltölulega holl- an og sykurlítinn og eina bombu í lokin til að setja punktinn yfir i-ið. Campell´s brauðréttur 4-6 franskbrauðsneiðar 6-8 sneiðar beikon 1 laukur 100 g ferskir sveppir 1 lítil dós ananaskurl ½ paprika, söxuð 1 dós Campell´s ham & cheese-súpa 2 dl rifinn óðalsostur Smyrjið eldfast mót og raðið brauði á botninn eða rífið það niður. Skerið beikon, lauk og sveppi í hæfilega bita og steikið á pönnu. Dreifið ananaskurli yfir brauðið og stráið paprikunni yfir það. Blandið saman súpu, beikoni, lauk og sveppum og hellið yfir ananaskurlið. Dreifið rifnum osti yfir og bakið í 15-20 mínútur við 180°C. Himnesk jarðarberjakaka 1 svamptertubotn 300 g makkarónukökur 1 stór dós jarðarber (eða fersk) 2 1/2 dl rjómi, þeyttur Krem: 3 eggjarauður 6 msk. flórsykur 100 g Síríus suðusúkkulaði (Konsum) Aðferð: Setjið svampbotninn í stórt, glært mót og raðið makkarónukökunum ofan á. Bleytið í með safanum af jarðarberjunum (eða góðum líkjör) og raðið jarðarberjunum yfir. Þekið jarðarberin með rjómanum og útbú- ið kremið. Kremið: Þeytið saman eggjarauðurnar og flórsykurinn. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og kælið lítið eitt áður en því er blandað saman við eggja- hræruna. Hellið kreminu yfir kök- una og skreytið með ferskum jarð- arberjum, rjóma og rifnu súkku- laði. Rabarbarasæla 2 dl hveiti 1 dl hafrakex 0,5 dl sykur 100 g mjúkt smjör Fylling: 500 g rabarbari, í bitum 1 dl sykur 1 msk. kartöflumjöl Hitið ofninn í 225°C. Blandið hveiti, hafrakexi og sykri saman. Bætið smjörinu við þar til allt deigið hefur blandast vel saman. Blandið rabarbara, sykri og kart- öflumjöli saman og setjið í eldfast mót. Stráið deiginu yfir og bakið í ofni í 15-20 mínútur. Berið fram með vanilluís. MATUR Tilvalið í hvaða veislu sem er 3 8 7 9 2 5 2 5 2 6 8 7 3 1 4 7 3 1 5 4 6 8 4 2 8 5 6 3 1 2 9 7 4 8 7 6 4 8 1 7 3 1 9 7 2 8 4 9 7 5 6 5 3 6 4 1 3 1 5 1 2 5 3 2 9 1 7 8 4 3 2 5 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Í lok mars var 35. formannaráðs- fundur Kvenfélagasambands Íslands haldinn. Þar voru kven- félögin í landinu sem og lands- menn allir hvattir til landsátaks um aukna hreyfingu og bætt mataræði. Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands, segir að til þess að árangur náist í barátt- unni um aukið heilbrigði verði með öllum ráðum að vekja hvern og einn til umhugsunar um hvað hann sjálfur getur gert til að hafa áhrif á að bæta heilsu sína og auka þar með lífsgæði. Ákall til kvenna „Þetta er það sem brennur á okkur í dag og hefur verið mikið í umræðunni, enda vandamál sem við horfum fram á. Okkur finnst við bera ábyrgð sem konur að halda utan um fjölskyldurnar og elda mat ofan í þær því það lendir oftar á konunum. Við beinum því til okkar kvenna að hugsa svolítið um þetta þegar þær kaupa í matinn og velja hráefni,“ útskýrir Sigurlaug. Á formannaráðsfundi KÍ voru svæðasambönd kvenfélaganna í landinu og kvenfélögin hvött til að hefja þegar í stað aðgerðir. Lögð var áherslu á að hefja samstarf við sem flesta aðila, eins og heimilin í landinu, skólana, heilsugæslu og atvinnulíf, svo fátt eitt sé nefnt. „Þessu var mjög vel tekið á fundinum og konur voru sammála því að ástæða væri til að vekja athygli á þessu. Við lögðum líka áherslu á hreyfinguna en það kostar svo lítið að fara í stuttan göngutúr á hverjum degi, þetta er spurning um að rífa sig úr viðjum vanans,“ segir forseti KÍ. Hvatt til aukinnar hreyf- ingar og bætts mataræðis Staðreyndir um yfirþyngd Offitufaraldurinn er eitt alvar- legasta heilbrigðisvandamál heimsins því að um helmingur fullorðinna og fimmta hvert barn á Evrópusvæði Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, þjáist af yfirþyngd. Samkvæmt mati WHO væri hægt að fyrirbyggja 80% til- fella af hjarta- og æðasjúkdóm- um, 90% af fullorðinssykursýki og 30% af öllum krabbameins- tilfellum með hollu mataræði, nægri hreyfingu og reykleysi. Niðurstöður landskönn- unar á mataræði á Íslandi sýna að 57% karla og 40% kvenna á aldrinum 15-80 ára eru yfir kjörþyngd. Um 53% 15 ára stúlkna og um 25% 15 ára drengja hreyfa sig ekki nægj- anlega mikið og aðeins um 30- 45% karla og kvenna stunda næga hreyfingu samkvæmt því sem ráðlagt er. Þátttakendur í ársfundi Kvenfélagasambands Íslands sem haldinn var á Hótel Gullfossi í Biskupstungum á dögunum. Líf og lyst Heimilismenn á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu hafa stofnað veð- urklúbb sem ætlar sér að gefa út reglulega veðurspár og birta þær opinberlega. Á stofnfundi klúbbsins var Þór Jakobsson veðurfræðingur gerður að heið- ursfélaga en hann ætlar að vera klúbbnum innan handar með spár sínar. Hugmyndina að stofnun klúbbs- ins átti Jón Þórðarson, sem fer reglulega í sjúkraþjálfun á Lund. „Mér fannst sjálfsagt að stofna klúbb á Lundi enda mikil reynsla sem býr með heimilismönnum þar. Þetta er fólk sem alið er upp til sjáv- ar og sveita og er því veðurglöggt,“ sagði Jón. Nýi veðurklúbburinn ætlar að hittast hálfsmánaðarlega í matsalnum á Lundi og gefa út spár sínar. Fyrsta spáin hefur litið dags- ins ljós og spáir klúbburinn hlýju en vætusömu voru. MHH Nýr veðurklúbbur Lundar á Hellu Stjórn nýja veðurklúbbsins á Lundi ásamt heiðursfélaganum, Þór Jakobs- syni veðurfræðingi. Þetta eru þau, talin frá vinstri, Einar Enoksson, for- maður klúbbsins, úr Reykjavík, Hrefna Kristjánsdóttir meðstjórnandi, frá Stóra-Klofa í Landsveit, og Þorsteinn Oddsson varaformaður, frá Heiði á Rangárvöllum. Til sölu Volvo S80 5cyl TDI, ekinn 370 þús. Árg. 2002. Verð 1300 þús, möguleiki á 100% láni eða skipti. Nánari uppl.í síma 8445428.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.