Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200730 Félag sauðfjárbænda í Skaga- firði hefur á aðalfundum sínum undanfarin ár veitt viðurkenn- ingar til eigenda bestu hrúta í héraðinu. Þar er um þrjá flokka að ræða og er fallega útskorinn hrútur á stalli viðurkennig í hverjum flokki. Stigahæsti lambhrútur hér- aðsins sl. haust var frá Hóli í Sæmundarhlíð og hlaut hann 87,5 stig. Þá er álitlegasti vetur- gamli hrúturinn heiðraður. Þar vegur einstaklingsdómur 40% og afkvæmadómur 60%. Þar stóð efstur Óli frá Heydalsá á Ströndum sem er kaupahrútur í eigu Bjarna Bragasonar á Hall- dórsstöðum. Afkvæmi Óla hlutu að meðaltali fyrir gerð 7,75 en fyrir fitu 7,58 og vógu að með- altali 19,5 kg. Sjálfur hlaut Óli 86 stig. Við val á besta fullorðna hrútnum er kynbótamat fyrir gerð og fitu lagt til grundvallar og vegur það 70% á móti dætra- einkunn sem hefur 30% vægi. Í þessum flokki stóð efstur Hinnes frá Minni-Ökrum. Hann var með 124,6 stig í kynbótamatinu, þar af 129 fyrir fitu og 118 fyrir gerð. Þá reynist hann vera öflugur ærfaðir með 111 í einkunn fyrir dætur. Það var Eyþór Einarsson ráðu- nautur sem kynnti ítarlega nið- urstöður í vali á bestu hrútum haustsins 2006. Á fundinum, sem haldinn var í lok síðasta mánaðar, urðu for- mannsskipti í félaginu. Halldóra Björnsdóttir, Ketu á Skaga, tók við formennsku af Smára Borgarssyni í Goðdölum sem ekki gaf kost á sér sem formaður lengur. Halldóra er fyrsta konan sem gegnir formennsku í félaginu á liðlega tuttugu ára starfsferli þess. ÖÞ Félag sauðfjárbænda í Skagafirði Eigendur úrvals- hrúta verðlaunaðir Þeir Vagn Stefánsson á Minni-Ökrum, Bjarni Bragason á Halldórstöðum og Bjarni Jónsson á Hóli með viðurkenningar fyrir úrvalshrúta í Skagafirði á síðastliðnu hausti. Mynd ÖÞ. Halldóra Björnsdóttir, nýr formað- ur FSS. Mynd ÖÞ. Á bænum Gegnishólaparti í Flóahreppi hefur nýtt og öflugt fyrirtæki í stálsmíði komið sér upp aðstöðu í nýju límtréshúsi frá Flúðum eftir að hafa flutt starfsemina af höfuðborgarsvæð- inu. Um er að ræða fyrirtæk- ið ParaLamp. Það er sprottið upp úr fyrirtækinu Formax, sem eigendurnir, þeir Bjarni Sigurðsson og Helgi Friðrik Halldórsson, störfuðu báðir hjá. Báðir hafa þeir flutt með fjöl- skyldur sínar í Gegnishólapart, auk þess sem eiginkona Bjarna, Margrét Sigfúsdóttir, sem er inn- anhúsarkitekt, flutti sína starf- semi og starfar við fagið í sveit- inni. ParaLamp er framleiðslufyr- irtæki, aðallega í stálsmíði með séráherslu á ryðfrítt stál. Þá er fyr- irtækið mikið í hönnun sérlausna fyrir matvælaiðnaðinn á sviði kæl- ingar og frystingar þar sem sjálf- virkni er krafist. Auk þess fram- leiðir ParaLamp lampa sem notaðir eru í fiskvinnslulínum til gegn- umlýsingar og fyrirtækið hefur verið í innflutningi á þýskum vél- smíðavélum frá Boschert, en þær hafa reynst vel í ryðfríu smíðina. ParaLamp vinnur mikið fyrir fyr- irtæki í útlöndum, hefur t.d. nýlok- ið fjögurra mánaða verkefni í smíði sérhannaðs lausfrystis fyrir skelfisk í Chile. Þá smíðar fyrirtækið hest- húsainnréttingar og kemur að inn- réttingasmíði eins og stigum fyrir heimili, svo að eitthvað sé nefnt. En hvað kom til að starfsemin var flutt í sveitina? „Þetta var ekki spurning þegar tækifærið gafst. Við Margrét vorum lengi búin að vera að leita út fyrir höfuðborgina og þegar okkur bauðst Gegnishólapartur var hægt að sam- eina þetta allt; flytja fyrirtækið og vera með allt á staðnum. Við Helgi erum búnir að starfa saman í 19 ár og þegar þessi hugmynd kom upp voru allir meira en til í að flytja í sveitina“, sagði Bjarni í samtali við blaðið. Þá bætti hann við að fjósa- lyktin sem kemur stundum með golunni sé ólíkt hollari en svifrykið í bænum. MHH Nýtt og öflugt stálsmíðafyrirtæki í Gegnishólaparti í Flóahreppi Félagarnir, Bjarni og Helgi Friðrik, sem fluttu starfsemi sína af höfuðborg- arsvæðinu í sveitina í Flóahreppi. Þar hafa þeir komið sér upp topp- aðstöðu. Þeir taka að sér hin ýmsu verkefni enda segjast þeir taka á móti öllum sem vilja láta smíða fyrir sig. Netfangið þeirra er info@formax.is. Hesthúsainnrétting úr ryðfríu stáli sem Bjarni og Helgi Friðrik smíðuðu á nýja stálsmíðaverkstæðinu í Flóahreppi. Frá og með skýrsluárinu 2007 verða grundvallabreytingar á skýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar. Úrvinnsla á skýrslunum verður flutt í miðlægan gagnagrunn sem er á Netinu og heitir Fjarvis.is. Við þetta vera margs konar breyt- ingar á úrvinnslu á skýrslunum sem betur verða kynntar síðar. Mesta breytingin gagnvart fjáreigandanum er samt tvímælalaust sú að allar upp- lýsingar eru þarna aðgegilegar til skoðunar á miklu fjölþættari hátt en áður hafa verið nokkrir möguleikar til. Fyrir þá sem það vilja á því nota- gildi upplýsinganna að geta stórauk- ist frá því sem verið hefur. Við þessa kerfisbreytingu verða um leið gerðar breytingar sem tengjast kostnaði við skýrsluhaldið. Síðari ár hafa mjög margir skýrslu- haldarar fært sitt skýrsluhald í Fjárvísi og greitt sitt afnotagjald að því forriti. Á hliðstæðan hátt er reiknað með að verði notendagjald að hinu nýja kerfi fyrir alla skýrslu- haldara, sem verður að vísu veru- lega lægra en árgjald vegna notk- unar á Fjárvísi hefur verið. Í byrjun verður þetta notendagjald greitt af þróuanarfé sauðfjárræktar í búvöru- samningi fyrir alla skýrsluhaldara þannig að einstakir skýrsluhaldarar verða ekki krafðir um það. Þannig hafa allir skýrsluhald- arar aðgang að hinu nýja kerfi og geta fært sitt skýrsluhald þar með að sækja um notendaaðgang að því. Mikið ójafnræði væri orðið með þessum aðilum og þeim sem senda öll gögn til skráningar hjá BÍ ef hún væri áfram í boði ókeypis. Að sjálfsögðu verður boðið uppá skráninguþjónustu þar á sama hátt og verið hefur, en frá haustinu 2007 verður gjaldtaka fyrir slíka skrán- ingu. Rétt er að taka fram að þeir sem notað hafa Fjárvísi geta hald- ið þeirri notkun áfram í óbreyttu formi, auk þess sem þeir hafa aðgang að gögnum og úrvinnslum úr þeim í nýja kerfinu á Netinu. Ástæða er einnig að benda á það að þó að skýrsluhaldarinn velji í ár að færa ekki sitt skýrsluhald í nýja kerfinu hefur hann þar aðgang að öllum gögnum um sitt fjárbú til skoðunar eins og nýja kerfið bíður. Rétt er að hvetja alla sem til þess hafa aðstöðu til að kynna sér kerfið á þann hátt og sannreyna að eldri gögn um búið séu rétt. Gert er ráð fyrir að regluleg skýrsluskil verði tvisvar á ári hlið- stætt því sem fjáreigendur hafa þekkt um skil á vorbók að sumri og lambabók að vetri. Árið 2007 verða slík skylduskil ekki skilyrði en samt ástæða til að hvetja alla skýrslu- haldara til slíkra skila. Aðeins á þann hátt nýta skýrsluhaldarar sér til fulls möguleika skýrsluhalds- ins til fullrar úrvinnslu gagna. Slík skýrsluskil skila einnig betri gögn- um og gefa mönnum möguleika til að nýta sér hagræðingarmöguleika nýja kerfisins í skýrslufærslu. Stærstu hagræðingarmöguleik- ar í skýrslufærslu sem nýja kerfið bíður fyrir þá sem til þessa hafa fært ærbækur eða lambabækur á hefðbundinn hátt tengjast haust- upplýsingum. Í hinum nýja skýrslu- haldsgrunni hefur skýrsluhaldarinn aðgang að öllum sláturskrám fyrir sitt bú frá slátruhúsunum þannig að mögulegt er að færa sláturupp- lýsingarnar beint yfir í hinna nýja grunn. Allar milliskriftir í bækurnar geta heyrt sögunni til. Þetta er hins vegar því aðeins mögulegt að vor- upplýsingarnar séu þar þegar fyrir hendi. Með þessu opnast einnig miklu meiri möguleikar fyrir fjár- eigendur til þess starx að fara að vinna með upplýsingar sem fást með sláturupplýsingum, mögu- leikar sem ekki hafa verið í boði til þessa. Með því að skýrsluhaldinu er komið fyrir á þennan hátt opnast einnig möguleikar til að aðilar sem tilbúnir eru til þess heima í einstök- um héruðum taki að sér þjónustu í sambandi við skráningu upplýs- inga fyrir þá fjáreigendur sem ekki hafa aðgang að Netinu eða kjósa að láta skrá upplýsingarnar fyrir sig. Líklegt er einnig að með meiri nálægð skráningaraðila og fjáreig- enda sem þannig skapast verði upp- lýsingar nákvæmari en ella. Fyrir þá fjárbændur sem hafa fært skýrsluhald með að skrifa fjár- bækurnar (ærbók-lambabók) og ekki vilja byrja strax að skrá í hinu nýja kerfi eða hafa ekki aðstöðu til þess er nauðsynlegt að huga að því að koma vorbók til skráningar í sumar. Skráning þeirra í sumar verður ókeypis eins og verið hefur. Á haustdögum eru þeim aðilum því opnir allir möguleikar til að nýta sér kosti hins nýja kerfis og ljúka þannig skýrsluhaldinu fyrir árið 2007 í nýja kerfinu. Breytingar á framkvæmd skýrsluhaldsins í sauðfjárrækt Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands jvj@bondi.is Kynbætur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.