Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200713 fyrravor settist hún í sveitarstjórn í Aðaldælahreppi og er nú í tíunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar í vor í sínu kjördæmi. „Svo má ekki gleyma því að ég er í Kvenfélagi Aðaldæla sem er skemmtilegur klúbbur þar sem gefst tækifæri til að starfa að góðgerðarmálum.“ Linda sat í sex ár í stjórn Landssambands kúabænda, frá árinu 1999, var kjörin í stjórn viku áður en hún eignaðist yngsta son sinn. Hún er nú hætt í stjórn en er ennþá fulltrúi kúabænda á Búnaðarþingi. „Mér fannst kúabændur sýna mikið jafnrétti í verki að kjósa kasólétta konu í stjórnina,“ segir hún. Linda var fyrsta konan sem kjörin var formaður kúabændafélags á Íslandi þegar hún varð formaður Félags þingeyskra kúabænda en engin kona er formaður kúabændafélags í dag. „Þingeyingar eru jafnréttissinn- aðir og sannarlega tilbúnir að styðja þá sem vilja axla ábyrgð og takast á við verkefni í hagsmunagæslu og félagsstarfi, hvort sem viðkom- andi er karl eða kona,“ segir hún og bætir við að því miður sé þó langt í land með að kraftur kvenna nýtist nægjanlega í hagsmunagæslu fyrir íslenskan landbúnað. En hún bendir á að landbúnaðurinn standi framar mörgum öðrum atvinnugreinum að því leyti að innan hans séu greidd sömu laun fyrir sömu vinnu en stjórnunarstörf og hagsmunagæsla sé of mikið á hendi annars kynsins. „Ég tel að farsælla sé til framtíðar að sjónarmið beggja kynja fái að njóta sín í stefnumótun, stjórnun og hagsmunagæslu, að ekki sé talað um markaðsmál atvinnugreina landbúnaðarins.“ Bændur eru eldklárir og kunna á mörgu skil Linda segist hafa ágætan sam- anburð á lífi þéttbýlis- og dreif- býlisbúa. Hún hafi yfirgefið áhuga- vert starf í þéttbýlinu til að gerast kúabóndi í sveit. „Og það er alveg ljóst að það er ekki síður krefjandi starf að stunda kúabúskap; bændur þurfa að kunna tiul margra verka. Þetta starf er svo fjölbreytt, tækni- vætt, vélvætt og margbreytilegt, menn þurfa að kunna eitthvað fyrir sér í fjármálastjórnun og bókhaldi, búin eru flest mjög tölvu-, vél- og tæknivædd svo að bændur þurfa að hafa vald á yfirgripsmikilli þekk- ingu á mörgum sviðum. Svo þarf vitanlega að huga að dýrmætustu framleiðslutækjum búsins, kúm og öðrum gripum,“ segir hún. „En veistu, það fylgir því ótrú- lega mikil frelsistilfinning að vera bóndi. Bændur búa í einbýlis- húsum og lóðin er jörðin öll, við búum í sveitum landsins sem eru eftirsóttar sem frístundabyggðir og þar njótum við þess að búa ekki bara á frídögum heldur árið um kring. Við erum húsbændur á jörð- inni okkar og hér er engin stimp- ilklukka,“ segir Linda. Hún segir starf kúabóndans samt sem áður vissulega bindandi. „Það má líkja þessu við að vera á tvískiptri vakt alla daga, allan ársins hring, nema auðvitað þegar frídagar eru teknir,“ segir hún. „Þetta er bæði krefjandi og bindandi atvinnugrein og þess vegna skil ég ekki að fólk skuli láta sér detta í hug að bændur framleiði mat fyrir íslenska neytendur nema það gefi þokkalegar tekjur í aðra hönd,“ segir hún um leið og hún rennir á könnuna að nýju. Og bætir svo við: Til hvers að ganga til verka ef framleiðslan skilar ekki arði „Stundum er sagt að færa eigi fjár- muni úr greiðslum fyrir afurðir í einhvers konar óbeinar greiðslur, jafnvel tengdar búsetu. Mín skoðun er sú að bændur muni ekki skapa mat úr íslenskri mold fyrir neytend- ur ef afurðirnar sem þeir framleiða bera ekki eðlilega launagreiðslugetu og rekstrarkostnað. Þá skiptir engu þótt kastað verði fyrir þá tuggum í formi einhvers konar tímabundinna grænna greiðslna eða óframleiðslu- tengds stuðnings. Slíkar tuggur fela ekki í sér hvata til að framleiða mat fyrir íslenska þjóð. Til hvers að framleiða ef ekki er greitt arðbært verð fyrir framleiðsluna? Til hvers að framleiða ef fjármagnið, sem atvinnugreinin hugsanlega fær, tengist ekki framleiðslunni? Hvaða atvinnugrein dettur það í hug? Íslenskir bændur eru eldklárt og dugmikið fólk sem rekur eigin fyr- irtæki í afar fjölhæfðri framleiðslu- grein þar sem reynir á ótal þætti þekkingar og getu. Bændur eru ekki í nokkrum vandræðum með að hasla sér völl í öðrum atvinnu- greinum, en þá eiga íslenskir neyt- endur ekki val um íslenskar mat- vörur fyrir sig og sína. Þær hverfa af markaði ef enginn er hvatinn til að framleiða þær eða verða í besta falli til sem fágætar sérvörur sem er á fárra færi að kaupa. Það er alveg ljóst að þótt umræða um matvælaverð og þátt innlendra landbúnaðarafurða á innlendum matvælamarkaði hafi farið hátt síðustu misseri er henni hvergi nærri lokið. Það er afar mik- ilvægt að allir þeir sem vilja tryggja börnum landsins okkar aðgang að innlendum matvælum, svo að þau verið ekki algjörlega ofurseld öðrum þjóðum varðandi þá frum- þörf mannsins að afla sér matar, láti sínar raddir heyrast. Bændur sem framleiða mat úr íslenskri mold og lyfta grettistökum um land allt í umhverfismálum og gæslu landsins þurfa að gæta hagsmuna atvinnu- greina landbúnaðarins af hörku alla daga ársins. Sú hagsmunagæsla er ekki aðeins barátta fyrir bændur sjálfa heldur líka íslenska neytend- ur, nútíðar og framtíðar, og landið sem við byggjum,“ segir Kristín Linda í Miðhvammi. Texti og myndir: MÞÞ Aðalfundur Búnaðarsamband Kjalarnesþings boðar til aðalfundar þann 26. apríl n.k. kl. 20.00 að Þverholti 3, 3.h., Mosfellsbæ. Dagskrá : 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar lagðir fram 3. Skýrsla frá framkvæmdarstjóra BV 4. Kosningar 5. Lagabreytingar 6. Önnur mál Stjórn Búnaðarsambands Kjalarnesþings.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.