Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200724 Utan úr heimi Kenningin „þú ert það sem þú borðar“ virðist einnig eiga við um kýr. Dönsk rannsókn, sem nýlega er hafin, hefur þegar sýnt að fóðrið skiptir miklu máli fyrir bragðið af mjólkinni sem og um heilbrigði kúnna. Markmið verkefnisins er að rannsaka hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á gæðaeiginleika líf- rænnar mjólkur. Stjórnandi verkefnisins, Jakob Halm Nielsen, upplýsir að það eigi að skila fræðilegum niðurstöðum um það hvernig framleiða eigi hágæða lífræna mjólk sem greini sig, hvað gæði snertir, frá venjulegri mjólk. Gerðar eru tilraunir með gróf- fóður með mismikið magn af belgjurtum og sikorí (Cichórium intybus L ), bragðmikilli fjölærri jurt sem vex villt á Norðurlöndum. Hópur fólks fær síðan það verkefni að bragðprófa mjólkina. Hópurinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að mikið af sikorí í fóðri veldur því að mjólkin verður beisk á bragðið en lúserna gefur henni keim af fitu. Hvítsmárinn gaf besta bragðið en hann gaf mjólkinni keim af sætu rjómabragði. Mjólk úr kúm sem voru fóðraðar með maísvotfóðri fékk einnig góða umsögn en sú mjólk fékk einnig þá umsögn að hún væri með sætu rjómabragði og minnti á kornfleks. Gróffóður með miklum rauðs- mára fékk ekki góðan dóm og sagði bragðhópurinn að það fóður gæfi „fjóslegt“ bragð. Maskinbladet Fóðrið mikilvægt varð- andi bragðið af mjólkinni Fast að því tíundi hver kúabóndi í Svíþjóð, eða 9,7%, hætti fram- leiðslu í fyrra. Um áramótin voru þeir 7.546 talsins. Lennart Holmström hjá Sænska mjólkuriðnaðinum, Svensk Mjölk, telur að skýringanna megi leita í landbúnaðarstefnunni. ESB hefur sett sér þá stefnu í þeim málum að færa stuðning við landbúnað yfir á svokallaðar grænar greiðslur, þ.e. greiðslur út á land, óháð því hvaða eða hvort framleiðsla fer þar fram. Einstök lönd hafa hins vegar verulegan sjálfsákvörðunarrétt um það hvort styrkir eru greidd- ir út á landstærð eða framleiðslu. Svíar hafa þar ákveðið að greiða út á landið. Þetta finnst sænskum kúabændum þrengja afkomu sína þannig að fækkun i stéttinni varð meiri en búist var við. Í Finnlandi eru lík viðhorf uppi. Þar er talað um að með aftengingu styrkja við framleiðsluna fjölgi eigendum jarða sem hafi ekkert með landbúnað að gera. Kúabændum í Svíþjóð fækk- aði um nær 10% í fyrra Í lok mars sl. komst upp um flutn- inga á dönskum grísum sem seld- ir höfðu verið til eldis í Rússlandi, þar sem reglur um flutninga voru þverbrotnar. Rúmlega 600 grís- ir voru hafðir í rúma fimm sól- arhringa á bíl án fóðurs og vatns og án þess að fá lögboðna hvíld. Það sem gerði málið enn alvar- legra var að flutningarnir fóru fram á vegum samtaka danskra svínaslát- urhúsa með flutningafyrirtækinu SPF sem samtökin eiga og reka. Við athugun kom í ljós að þetta var ekki eina tilfellið, heldur höfðu slíkir flutningar viðgengist alllengi. Stjórnarformaður sláturhúsanna, Bent Claudi Lassen, upplýsti að hann hefði ekki vitað um að flutn- ingareglur hefðu verið brotnar en ákvað jafnframt að þessum flutn- ingum yrði hætt þegar í stað. Þetta mál hefur vakið mikla athygli í Danmörku. Formaður dönsku bændasamtakanna, Peter Gæmelke, lýsti þegar yfir djúpri hneykslun og harmi yfir því sem gerst hafði. Hann tilkynnti að danskur landbúnaður bannaði þegar alla flutninga á búfé sem stæðu í 24 klst. eða meira og skoraði á alla hlutaðeigandi að breyta samkvæmt því. M.a. hvatti hann danska bænd- ur til að skipta ekki við flutninga- fyrirtæki sem hefðu verið staðin að því að brjóta reglurnar. Jafnframt munu dönsku bænda- samtökin taka saman siðareglur um flutninga á búfé, svo sem um menntun flutningafólks, eftirlit með flutningum og viðbragðsáætl- un, t.d. við slys í umferðinni. Þetta mál hefur verið tekið fyrir í danska þinginu, Folketinget, þar sem bæði þingmenn og ráðherrar hafa rætt það og krafist úrbóta. Þar hefur m.a. verið lagt til að hætta þessum viðskiptum við Rússland og snúa sér frekar að sölu á kynbóta- gripum í smáum stíl þar sem allrar varúðar yrði gætt í flutningum. Formaður danska svínarækt- arsambandsins, Torben Poulsen, er sammála þessu og segir að ef sambandið megi ráða vilji það- hætta þessum flutningum. Stærsta hagsmunamálið sé að halda mark- aðsstöðunni fyrir lifandi svín í Þýskalandi, en flutningstíminn þangað sé innan við 8 klst. Heildarútflutningur Dana á lif- andi grísum var árið 2006 4,4 millj- ónir dýra, sem var næstum tvöföld- un frá árinu áður. Nationen og LandbrugsAvisen Danskir grísir fimm sólar- hringa samfellt á flutningabíl SAS býður farþeg- um upp á að kaupa koltvísýringskvóta Samgönguráðherra Noregs, Liv Signe Navarsete, og forsæt- isráðherrann, Jens Stoltenberg, efndu nýlega til blaðamanna- fundar þar sem þau tilkynntu að SAS, sem er í ríkiseigu, hefði ákveðið að bjóða farþegum að kaupa koltvísýringskvóta. Hér er um frjáls kaup að ræða fyrir umhverfissinnaða farþega flug- félagsins sem vilja greiða fyrir losun koltvísýrings sem tengist flugferðinni. Í fyrstunni verða innheimtar 30 nkr. fyrir ferð- ina. Nationen Metan, CH 4 , er meðal þeirra lofttegunda sem valda gróð- urhúsaáhrifum í andrúmsloft- inu. Um 16% af losun metans eru talin eiga uppruna sinn í búfjárrækt, einkum í jórt- urdýrum, en þar er hlutur nautgripa stærstur. Kýr brjóta niður fóðrið í melt- ingarfærum sínum með hjálp gerla. Við það losnar metan sem kýrin losar sig einkum við með ropa en einnig með því að leysa vind. Talið er að um 4% af hlýn- un andrúmsloftsins stafi melting- arstarfsemi nautgripa. Magn metans í andrúmslofti hefur sexfaldast á síðustu 50 árum, að sögn prófessors Winfried Drochner við fóðurfræðideild háskólans í Hohenheim í Þýska- landi. Hann og félagar hans hafa skipulagt verkefni sem hefur það að markmiði að draga úr met- anlosun kúnna, jafnframt því að lækka fóðurkostnað og bæta líðan þeirra. Þeir hafa búið til hnefa- stóra næringarkúlu sem komið er fyrir í keppi kýrinnar og endist í nokkra mánuði. Hún inniheldur m.a. ýmis kolvetni og fleiri nær- ingarefni sem draga úr myndun metans og stuðla að betri nýtingu fóðursins. Auk þess að draga úr fóðurkostnaði hefur það jákvæð áhrif á andrúmsloftið. Mikil orka er fólgin í metani sem með þessu móti nýtist í efna- og orkubúskap gripsins. Þar má nefna að kýrin framleiðir meiri glúkósa, sem er kolvetni og eykur nyt kýrinnar. Landsbygdens Folk Fæðubótarefni handa kúm draga úr hlýnun lofthjúpsins ESB hefur stofnað viðbragðshóp sem á að vera til taks til að hjálpa löndum, bæði innan ESB og utan, þegar hætta er á að búfjár- sjúkdómar séu á ferð. Félagar í hópnum skulu skipuleggja varn- araðgerðir með yfirvöldum á hverju svæði. Viðbragðshópurinn á einnig að vinna með sérfræðingum ýmissa alþjóðlegra stofnana og samtaka, svo sem FAO og Alþjóðasamtökun- um um heilbrigði búfjár, OIE. Ákvörðun um stofnun þessa viðbragðshóps dýralækna var tekin í fastanefnd ESB um matvælafram- leiðslu og heilbrigði búfjár. Þessi starfsemi hefur verið rekin óform- lega um árabil en fær nú formlega stöðu. Meðal verkefna sem tek- ist hefur verið á við er að berjast gegn fuglaflensu í Tyrklandi og Rúmeníu. Að sögn Markos Kyprianou, yfirmanns þessa málaflokks í fram- kvæmdastjórn ESB, hefur reynslan af erfiðum búfjársjúkdómum innan og utan ESB sannað mikilvægi við- bragðshóps sem þessa. Sérmenntað fólk með reynslu á þessu sviði er mikilvægast þegar sjúkdómsfar- aldur brýst út, segir hann. Þá eru einnig hröð viðbrögð öllu öðru mikilvægari þegar sjúk- dómsógn kemur upp. Í viðbragðshópnum verða sér- fræðingar í m.a. faraldsfræði bú- fjársjúkdóma, veirufræði, villtum dýrum, vinnu á rannsóknastofum og öðrum greinum sem máli skipta í þessu sambandi. Lönd ESB eiga að koma með tillögur um fulltrúa í hópinn en framkvæmdastjórn velur síðan úr þeim. Listi yfir aðila í viðbragðs- hópnum er uppfærður árlega og birtur á vefsíðu framkvæmdastjórn- arinnar. Landsbygdens Folk ESB stofnar viðbragðshóp sér- fræðinga til að bregðast við búfjársjúkdómum Lífrænir nautgripabændur í Kaliforníu fullyrða að lúserna, fóðurbelgjurt sem þeir rækta, hafi frjóvgast með frjói frá erfða- breyttum stofnum sem þola jurta- eyðingarefnið Roundup. Þeir hafa stefnt framleiðanda erfðabreyttu stofnanna, Monsonto, fyrir dóm. Sala og móttaka á pöntunum á Roundup-þolnu fræi af lúsernu hefur verið stöðvuð. Bændur sem hafa þegar keypt þetta fræ mega þó sá því ef það gerist fyrir lok mars. Það er vegna fullyrðinga líf- rænna bænda í Kaliforníu um að akrar þeirra hafi frjóvgast af Roundup-þolnum stofnum að sölubannið er sett á. Með þessum fullyrðingum eru dregnar í efa þær kenningar sem uppi hafa verið um það hvað býflugur geti borið frjó langa leið og þar með þær rann- sóknir sem gerðar voru á sínum tíma sem leyfi fyrir ræktun erfða- breyttrar lúsernu byggðist á. Dómstóll mun taka málið fyrir hinn 26. apríl nk. Monsanto býst við að málið verði dæmt þeim í hag. Umfangsmiklar rannsókn- ir og niðurstöður þeirra, ásamt þeim notkunarreglum um ræktun Roundup-þolinna stofna sem bænd- ur fá leiðbeiningar um, tryggja það að öllum umhverfiskröfum, sem kærendur telji að hafi verið brotnar, hafi verið fullnægt. Það er haft eftir Jerry Steiner, forstjóra Monsanto. LandbrugsAvisen Sala á erfðabreyttri lúsernu stöðvuð í Bandaríkjunum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.