Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200712 „Við Árni keyptum jörðina af óskyldum aðila og mörgum þótti skrýtið að við skyldum fara út í þetta. Við bjuggum á Akureyri og höfðum komið okkur þar vel fyrir, vorum bæði í ágætum störfum og líkaði í raun vel. Ég vann á þeim tíma sem blaðamaður á Degi sál- uga en hafði áður verið banka- starfsmaður árum saman. Árni er múrari og starfaði við iðn sína. Við áttum ljómandi gott einbýlis- hús á syðri brekkunni, vorum með hesta og áttum gott hesthús, svo það var sannarlega ekki yfir neinu að kvarta, en við vildum takast á við nýja áskorun,“ segir Linda. „Mörgum þótti það að kaupa kúabú í fullum rekstri á markaðsverði glæfralegt og það var ekki spáð gæfulega fyrir okkur; menn töldu að þetta myndi aldrei ganga og að við myndum hætta þessu á fyrstu árunum.“ Samt var eitthvað við sveitina sem laðaði að. Sjálf er Linda alin upp í sveit, ólst upp í Hjarðarholti í Fnjóskadal, þar sem var stórt blandað bú á æskuárum hennar, og Árni var á yngri árum mörg sumur í sveit á Lækjarvöllum í Bárðardal. „Þannig að við vissum bæði nokk- uð vel út í hvað við vorum að fara og í raun hefur allt gengið betur en við reiknuðum með,“ segir Linda. Hún segir að þau hjónin hafi um tveggja ára skeið, áður en þau keyptu Miðhvamm, „haft augun opin“ og verið að leita að góðri jörð í nágrenni Akureyrar og Þingeyjarsveitar. „Við settum það á oddinn að vera í viðráðanlegri akst- ursfjarlægð frá fjölskyldum okkar til að við og börnin okkar gætum haldið tengslum við okkar fólk sem starfandi kúabændur. Svæðið náði því yfir Skagafjörð, Eyjafjörð og Suður-Þingeyjarsýslu.“ Kúabændur reka krefjandi fyrirtæki „Það var nú svolítið skondið að Miðhvammur var auglýstur til sölu í helgarblaði Dags í mars 1995, en ég var þá umsjónarmaður blaðsins. Þá, eins og oft bæði fyrr og síðar þegar fasteignir og fyrirtæki eiga í hlut, ekki síst í sveitum landsins, komu upp umræður um að búið væri of dýrt og óðs manns æði að kaupa en við fengum ráðgjöf frá fyrrum samstarfsmönnum mínum í bankanum og það var ekkert í veg- inum,“ segir Linda. Hún nefnir að umræðan um að það sé erfitt fyrir nýtt fólk að hasla sér völl í búskap hafi lengi verið lífseig en reynsla síðustu ára sýni þó að fjöldi dugmikils fólks hafi komið inn í atvinnugreinar landbúnaðarins. „Það er krefjandi verkefni að reka fyrirtæki eins og kúabú og að sjálfsögðu umtalsverð fjárfesting, eins og algengt er þegar um er að ræða fyrirtæki. Það er því alveg eðlilegt að það sé ekki hrist fram úr erminni að kaupa fyrirtækin í sveitum landsins, frekar en önnur fyrirtæki svo sem verkstæði, versl- anir eða iðnfyrirtæki, svo dæmi séu tekin.“ Virðum allar leiðir Linda segir að mikilvægast sé að virða til jafns allar þær leiðir sem rekstraraðilar í landbúnaði kjósa að fara. Allt frá stórum búum sem opna á störf launþega í landbúnaði, sem hún telur hiklaust afar jákvæð- an þátt í greininni. Þar skapast möguleiki bæði til að eigendur geti nýtt samlegðaráhrif fjárfestinga og eigendur og allir starfsmenn geti notið lífsgæða sem fylgja störfum á fjölmennum vinnustöðum, svo sem sérhæfingar, félagsskapar og frídaga, og ekki síður til að opna þann möguleika að geta starfað við landbúnað án þess að axla þá ábyrgð sem fylgir stöðu eigand- ans. „Það er fráleit umræða, sem því miður hefur stundum bólað á, að launþegar í landbúnaði eigi ekki rétt á sér. Gefum fólki tækifæri til að starfa við landbúnað sem launþegar til skemmri eða lengri tíma, alveg eins og að starfa sem launþegar við akstur vörubíla, sem verslunarstjórar eða iðnaðarmenn. Allt eins þarf að mínu mati að virða minnstu búin, og í raun allar mis- munandi einingar, tæknilausnir og leiðir. Það er t.d. alveg sjálfsagt að vera kúabóndi í hlutastarfi eins og sumir kúabændur kjósa um þessar mundir. Aðstæður, vilji einstakl- inga og val er mismunandi og hver og einn rekstraraðili verður að hafa frelsi til að velja þá bústærð og gerð sem hann kýs þar sem gæðakröfum og kröfum um velferð dýra, náttúru og fólks er mætt.“ Samheiti yfir ólíkar atvinnugreinar Linda segir landbúnað samheiti yfir margar ólíkar atvinnugreinar, með svipuðum hætti og t.d. bygg- ingariðnaður þar sem menn fást við t.d. smíðar, múrverk og raf- og pípulagnir. „Það sama má segja um okkur bændur; við erum að fást við margvísleg störf þótt þau falli undir skilgreininguna land- búnaður. Bændur búa með kýr, kindur, minka og svín, rækta kart- öflur, gúrkur og blóm og þannig má lengi telja. Þegar ég ólst upp voru flestir bændur í sveitinni í svip- aðri aðstöðu með blönduð bú en nú er himinn og haf á milli rekstr- araðstæðna og daglegra verkefna á bæjunum í sveitinni, búin sérhæfð- ari eftir búgreinum og framleiðslu og tæknistig, rekstur og stærð afar misjöfn,“ segir hún. Þekking þéttbýlisbúa á landbún- aði hefur að hennar mati minnkað til muna síðustu árin vegna breyt- inga í þjóðfélaginu. „Og það er í raun eðlilegt en það sama má á vissan hátt segja um bændur sjálfa. Skilningur þeirra á störfum hver annars hefur líka minnkað því það er ekki eins auðvelt og áður var fyrir bændur að setja sig hver inn í annars kjör. Verkefnin eru ólík og hagsmunirnir liggja ekki endilega saman. Við höfum hins vegar sömu hagsmuni og skilning þegar kemur að því sem snýr að okkur sem íbúum í dreifbýli en það á nú líka við um þá sem búa í sveitunum og starfa við allt annað en landbúnað.“ Líka hægt að stökkva á tækifærin úr dreifbýli Það er Lindu nauðsynlegt að búa við góðar samgöngur og eins að fjarskiptamálin séu í lagi, að hún hafi aðgang að háhraðanetteng- ingu og geti komist ferða sinna. Hún hefur nefnilega síðastliðin þrjú ár ritstýrt Húsfreyjunni, tíma- riti Kvenfélagasambands Íslands. „Húsfreyjan er 57 ára og þetta er í fyrsta sinn sem ritstjórinn býr og starfar utan höfuðborgarsvæðisins. Það fannst mér sýna og sanna að kvenfélagskonur væru nútímalegar í hugsunarhætti, þegar ég var beðin um að ritstýra blaðinu þó svo að ég byggi á kúabúi í Þingeyjarsýslu,“ segir Linda, sem hefur komið sér upp góðri vinnuaðstöðu heima í Miðhvammi en segir að vissulega þurfi hún að vera á nokkrum þeyt- ingi þegar kemur að efnisöflun og prentun. „Ég hef óskaplega gaman af því að flétta þetta saman, starfa sem ritstjóri á kúabúi,“ segir hún hlæjandi. Linda heldur að auki úti vefsíð- unni kjot.is – heimasíðu Lands- sambands kúabænda fyrir neytend- ur um nautakjöt – og hefur haft um- sjón með síðunni frá upphafi. „Ég vona að þetta virki sem hvetjandi dæmi fyrir aðra sem búa í dreifbýli því það er í raun auðvelt að sinna margs konar krefjandi verkefnum, sem vanalega eru unnin í þéttbýli, úr sveit. Tækifærin er ótrúlega mörg ef fólk er til í að stökkva yfir lækinn og grípa þau með sér til baka,“ segir Linda. Kusu kasólétta konu í stjórn Hagsmunagæsla og félagsmál hafa einnig vakið áhuga Lindu. Í Kristín Linda Jónsdóttir, kúabóndi og ritstjóri í Miðhvammi í Aðaldal: Ótrúlega mikil frelsistilfinning fólgin í því að vera bóndi „Ég skil ekki að fólk skuli láta sér detta í hug að bændur framleiði mat fyrir íslenska neytendur og börn framtíð- arinnar nema rekstrargrundvöllur og launagreiðslugeta framleiðslufyrirtækjanna, búanna í sveitunum, sé viðun- andi.“ Þetta segir Kristín Linda Jónsdóttir, kúabóndi, rit- stjóri, sveitarstjórnarmaður, frambjóðandi og móðir þriggja sona, í Miðhvammi í Aðaldal. Bændablaðið tók hús á þessari kraftmiklu konu og yfir snarpheitu Grýlu- kaffi og rommkúlum sagði hún fyrst frá tildrögum þess að fjölskyldan tók saman allt sitt hafurtaski á Akureyri og tók að stunda búskap af miklum móð í Suður-Þing- eyjarsýslu. Kristín Linda og eiginmaður hennar, Sigurður Árni Snorrason, keyptu Miðhvamm fyrir röskum áratug, árið 1995, og hafa búið þar síðan með sonum sínum þremur; Ástþóri Erni 22 ára, sem nú er kúabóndi í Fremstafelli í Þingeyjarsveit, Halldóri Loga, 17 ára nema í VMA, og Jóni Fjalari, 7 ára. Kristín Linda í ólíkum hlutverkum, hér að ofan við tölvuna að ritstýra Hús- freyjunni, til hægri að huga að kúnum í fjósinu í Miðhvammi í Þingeyjar- sveit.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.