Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200715 Mengun í íslenskum jarðvegi er mun meiri og algengari en ætla mætti og ljóst að mörg verkefni er varðar jarðvegsmengun bíða fag- manna í framtíðinni. Umfang er þó ekki að öllu leyti þekkt. Hreinsun er kostnaðarsöm og felur í sér mörg stig, svo sem áhættugrein- ingu, hreinsunaraðgerðir, lokamat, vöktun, auk mats og bóta fyrir skaða eða tjón sem mengunin veld- ur, beint eða óbeint. Landbúnaðarháskóli Íslands og University of Aberdeen í sam- starfi við Umhverfisstofnun standa að námskeiðinu Mengun í jarðvegi og mótvægisaðgerðir dagana 7. til 9. maí næstkomandi í húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Keldna- holti og verður Graeme Paton frá Háskólanum í Aberdeen leiðbein- andi ásamt fleirum frá þeim skóla. Námskeiðið er ætlað fyrir fagfólk, eftirlitsaðila, sérfræðinga á verk- fræðistofum og ráðgjafa sem koma að umhverfismálum og aðra sem fjalla um mengunarmál. Ólafur Arnalds hjá Landbúnað- arháskóla Íslands segir að jarðvegs- mengun sé sérstakt og stórt fræðasvið í Evrópu og í álfunni sinni því margir fræðimenn, „Við Íslendingar höfum ekki þurft að sinna þessu málefni af sömu hörku og þar er gert, landið er strjálbýlt og við höfum sem betur fer búið við minni vandamál af völd- um jarðvegsmengunar en nágrannar okkar í Evrópu,“ segir Ólafur. Bendir hann þó á að landið sé ekki alveg laust við jarðvegsmengun, en hún sé staðbundnari en í Evrópulöndum. Jarðvegsmengun sé t.d. þekkt hér á svæðum þar sem bandaríski herinn hafði umsvif, í kringum olíubrennslur, sorpeyðingarstaði og víðar. Brýnt að huga að þessum málum Hann vekur athygli á því að nú sé væntanleg sérstök Evróputilskipun um varnir gegn mengun í jarðvegi. Reglur varðandi mengun í jarðvegi og hreinsun séu sífellt að aukast í Evrópu, sem og rannsóknarskyldur og kvaðir í þessum efnum, þannig megi til að mynda núorðið víða ekki byggja á svæðum fyrr en athugað hefur verið með hugsanlega mengun í jarðvegi. Reglur Evrópusambandsins í þessum efnum hafa í auknum mæli verið teknar upp hér á landi, segir Ólafur og því brýn þörf á að menn hugi að þessum málum í tíma. Ólafur nefnir að töluverð mengun í jarðvegi geti fylgt landbúnaði sem m.a. geti safnast fyrir í lækjum, ám og vötnum. Hann segir að einnig geti safnast fyrir mengun í jarðvegi út frá áburðarnotkun og þá hafi menn í nokkrum mæli áður fyrr brennt plasti heima við bæi. „Það er lítið vitað um hvaða áhrif þetta hefur haft, því það hefur ekki verið rannsakað, en vissulega er um að ræða staðbundna mengun ef hún er fyrir hendi.“ Nýjar aðferðir að ryðja sér til rúms Sérfræðingarnir sem væntanleg- ir eru frá Háskólanum í Aberdeen hafa mikla reynslu við greiningu á mengunarvandamálum í jarðvegi. „Þeir hafa sérhæft sig á þessu sviði og vita hvernig bregðast á við og leysa úr málum sem upp koma,“ segir Ólafur. Nýjar aðferðir hafa verið að ryðja sér til rúms segir hann og nefnir í því sambandi ör- veirur sem notaðar eru til að safna saman mengunarefnum í jarðvegi. „Það hafa orðið miklar framfarir á þessu sviði undanfarin ár og full ástæða til að okkar sérfræðingar fái tækifæri til að fylgjast með þróun mála,“ segir Ólafur. Námskeiðinu er skipt í tvo hluta, í þeim fyrri er sjónum beint að sýna- töku og mati á mengunarhættu en fjallað verður um lögfræðilegar hlið- ar jarðvegsmengunar, helstu meng- unarefni og mat á mengun, sýnatöku af jarðvegi og jarðvegsvatni, meng- unarlíkön og túlkun gagna sem og um mengunarhættu og búsetu. Í síðari hluta námskeiðsins er svo fjallað um möguleika á líffræðileg- um mótvægisaðgerðum, og þá tekið fyrir mælitækni og aðgerðir, örveir- ur í mótvægisaðgerðum og líkön og skipulag mótvægisaðgerða. Frestur til að skrá sig á nám- skeiðið rennur út 18. apríl, en hægt er að skrá þátttöku hjá Ólafi Arnalds í Landbúnaðarháskólanum og einnig á vefsíðu skólans, lbhi.is undir nám- skeið sem og með tölvupósti á net- fangið endurmenntun@lbhi.is. Síminn stækkar GSM-kerfi sitt á hringveginum Fyrsta áfanga verkefnis sem felst í því að klára GSM-væð- ingu hringvegarins lauk 16. mars þegar starfsmenn Sím- ans kveiktu á nýjum sendum sem þekja 33,5 kílómetra vegarkafla. Þau svæði sem um er að ræða eru Streiti, Álftafjörður, Hvalnesskriður, Papafjörður-Almannaskarð á Austurlandi og Vatnsdalur í Húnaþingi. Verkefnið hófst 12. jan- úar þegar Fjarskiptasjóður og Síminn undirrituðu samning, að undangengnu útboði, um að klára GSM-væðingu hringveg- arins og fimm fjölfarinna fjall- vega. Verkefnið í heild sinni mun taka 12 mánuði og á þeim tíma verður 500 kílómetra veg- arkafli kominn í GSM-sam- band. Einnig verður settur upp sendir í Flatey á Breiðafirði. Næsti áfangi er Norðurár- dalur-Öxnadalur og Vatnsnes- fjall sunnanvert. Stefnt er að því að þeim áfanga ljúki í júlí. Ráðstefna um háhraðafjarskipti í dreifbýli á Íslandi Skýrslutæknifélag Íslands stend- ur fyrir ráðstefnu á Akureyri föstudaginn 4. maí n.k. þar sem umfjöllunarefni verður háhraða fjarskipti í dreifbýli á Íslandi. Ráðstefnan fer fram á Hótel KEA og stendur frá 9:30-15:30. Hluti íslensku þjóðarinnar hefur ekki átt kost á háhraða fjarskipt- um en við sölu Símans ákvað rík- isstjórnin að verja hluta af sölu- andvirðinu til að bæta fjarskipti til íbúa í dreifbýlinu. Markmiðið með þessari ráð- stefnu er að upplýsa um stöðu mála út frá sjónarhóli notenda, fjarskiptafyrirtækja og ráðamanna. Meðal fyrirlesara verða full- trúar frá fjarskiptafyrirtækjunum, fulltrúi frá fjarskiptasjóði, fulltrúar stjórnmálaflokkanna og fulltrúar notenda. Skráning verður auglýst síðar. Nánari upplýsingar má fá á vefsíðu Skýrslutæknifélags Íslands (www. sky.is), netfanginu sky@sky.is eða í síma 553 2460 Námskeið um jarðvegsmengun og mótvægisaðgerðir Mengun í íslenskum jarðvegi meiri en ætla mætti

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.