Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200720 Uppsetningin er alvarlegt verk og ekki sama hvernig hún er framkvæmd. Guðmundur Hallgrímsson slökkviliðs- stjóri í Borgarbyggð og Kjell Tore Wanvik hinn norski eru ábyrgir á svip. Formaður Búnaðarsamtaka Vesturlands, Guðný H. Jakobsdóttir í Syðri- Knarrartungu, kom til að skoða verkið. Eiður bóndi, Guðmundur slökkvi- liðsstjóri og Kjell hinn norski ánægðir með verkið. Eiður Ólason bóndi á Glitstöðum athugar hvort kerfið virkar. Til þess er notuð túpa með reyk. Kjell Tore fylgist með. Búið er að setja upp fyrsta bruna- varnarkerfið í fjósi hér á landi en það var gert á dögunum á bænum Glitstöðum í Norðurárdal í Borg- arfirði. Vonast er til að þetta framtak efli eldvarnir á bæjum landsins til muna í náinni fram- tíð. Brunavarnarátak er hafið á svæði Búnaðarsamtaka Vestur- lands. Félagið samþykkti tillögu á liðnu ári þar sem stjórn þess er falið í samvinnu við búnaðarfélög að gangast fyrir brunavarnarátaki á starfssvæði samtakanna og skuli það taka til nýtingar á haugsugum, viðhalds handslökkvitækja og jafn- vel til kaupa á viðvörunarkerfum í gripahúsum. Í byrjun árs var hafist handa við að vinna að framgangi tillögunnar og hafa Búnaðarsamtökin kynnt áform sín fyrir sveitarfélögum og tryggingafélögum sem almennt hafa tekið vel í erindið. Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að gert sé ráð fyrir að á þeim bæjum þar sem ábúendur óska þess verði farið yfir brunavarnir, svo sem flóttaleiðir, slökkvibúnað og aðgengi að vatni og, þar sem það á við, viðbúnað vegna sinubruna. Hann sagði að þetta væri starf sem bændur hefðu haft frumkvæði að og miðaðist verkefnið við að auka velferð manna og dýra á bændabýl- um til sveita. Umtalsverðar upphæðir Umtalsvert tjón verður árlega vegna eldsvoða í útihúsum hér á landi. Þannig greiddi til að mynda Vátryggingafélag Íslands út tjóna- bætur að upphæð ríflega 160 millj- ónir króna frá ársbyrjun 2001 og til loka síðastliðins árs. TM greiddi ekki út bætur vegna brunatjóna í útihúsum á tímabilinu og engar upplýsingar fengust frá Sjóvá. Auk hins áþreifanlega fjárhagslega tjóns sem bændur verða fyrir við eldsvoða er ótalið hið tilfinninga- lega tjón, að þurfa að horfa upp á bústofn sinn verða eldi að bráð. Engar reglur eru til um bruna- varnir í útihúsum hér á landi en ýmsar lausnir bjóðast bændum engu að síður. Margar þeirra eru þó, að sögn Reynis Guðjónssonar, forvarnar- og öryggisfulltrúa VÍS, nokkuð dýrar og eflaust ástæða þess að fáir bændur hafa sett slík kerfi upp. Geta komið í veg fyrir stórtjón Trausti Harðar, forstöðumaður sölusviðs Securitas, segir að fyr- irtækið bjóði upp á lausnir fyrir útihús. Um sé að ræða fullkomið brunavarnarkerfi, sérhannað fyrir aðstæður eins og t.d. í fjósum og fjárhúsum. Búnaðurinn kostar um 300 þúsund krónur án uppsetning- ar. Brunavarnarkerfin samanstanda af stjórnstöð, brunabjöllum, neyð- arhandboðum og sérstökum reyk- skynjurum sem halda frá sér ryki og drullu sem vænta má í lofti útihúsanna. Þá er unnt að tengja brunakerfin við fleiri reykskynjara úr öðrum nálægum húsum og setja þannig upp samhæfða, fullkomna brunavörn í öll hús á býlinu. Trausti segir að brunavarnarkerfi af þessu tagi geti komið í veg fyrir stórtjón og þau hafi verið sett upp í hundruðum húsa hér á landi, en af einhverjum ástæðum aðeins í örfá- um útihúsum. Nýja kerfið öruggara Guðmundur Hallgrímsson, eld- varnaeftirlitsmaður í Borgarfirði, segir að áður fyrr hafi reyk- og hitaskynjarar verið í útihúsum en þeir hafi oft ekki virkað sem skyldi, m.a. vegna raka, hitastigs í hús- unum og óhreininda. Nýja kerf- ið sogar stöðugt loft eftir rörum í skynjara. Þeim er komið fyrir á góðum stað í skáp sem ekki er inni í gripahúsinu og loftið fer í gegnum síur áður en það fer í skynjarann. Þess má geta að Búnaðarsamtök Vesturlands hafa hrundið af stað átaki þar sem farið er á alla bæi og þeir kortlagðir með tilliti til brunavarna. Slökkviliðsmenn fá síðan möppur með teikningum og upplýsingum um húsakost og allar aðstæður og hvar hægt sé að nálg- ast vatn til slökkvistarfa. Á ráðstefnu Lagnafélags Íslands og landbúnaðarráðuneytisins, sem haldin verður á Hvanneyri á morg- un, verður m.a. fjallað um bruna- varnir í landbúnaðarbyggingum, hvernig þeim sé háttað, hvort þau séu hönnuð af löggiltum aðilum og hvort teikningar þeirra séu lagðar inn til byggingarfulltrúa, svo eitt- hvað sé nefnt. MÞÞ Fyrsta brunavarnarkerfið sett upp í fjósi hér á landi Eykur öryggi til mikilla muna Aukasía. Ef myndin prentast vel sést rörið við loftið. Það lætur ekki mikið yfir sér. Nýr samningur um fjárveitingar til Vesturfaraseturs- ins á Hofsósi Fyrir skömmu var undirrit- aður samningur sem tryggir Vesturfarasetrinu á Hofsósi 137 milljónir í fjárframlag úr rík- issjóði á næstu árum. Það voru Geir Haarde forsætisráðherra og Valgeir Þorvaldsson, for- stöðumaður Vesturfarasetursins, sem undirrituðu samninginn að viðstöddum gestum. Með þess- um samningi var verið að steypa tveimur eldri samningum saman í einn. Sá nýi gildir fyrir árin 2007 til 2011 og verður framlag- ið 28 milljónir á ári nema í ár, þá verður það 25 milljónir. Þessum fjármunum verður varið til áframhaldandi uppbygg- ingar setursins ásamt rekstri þess og viðhaldi. Forsætisráðherra sagði við undirritun samnings- ins að á undanförnum árum hefði átt sér stað mikil uppbygging á Vesturfarasetrinu. Það hefði verið ánægjulegt að upplifa það að með starfsemi þess hefðu skapast mikil og góð tengsl við hina fjar- stöddu ættingja okkar íslendinga í Vesturheimi. Þetta hefði honum orðið ljóst í heimsókn sinni á svæðið í kringum Winnipeg og til Norður-Dakota. Valgeir Þorvaldsson sagði, þegar hann ávarpaði gesti við þetta tækifæri, að starfsemi Vesturfarasetursins hefði vaxið ár frá ári og hann teldi að setrið sem stofnun hefði sannað að það væri mikilvægt í samskiptum Íslands,Kanada og Bandaríkjanna og hvergi yrði hvikað frá því að þjónusta það ágæta fólk sem leit- aði til Setursins í þeim tilgangi að finna uppruna sinn. Hann sagði enn fremur að meiningin væri að sækja fram. Áætlað væri að setja upp tvær sýningar á næstu einu til tveimur árum sem báðar yrðu tals- vert umfangsmiklar og myndi fólk í Vesturheimi aðstoða við uppsetn- ingu þeirra. ÖÞ Geir Haarde forsætisráðherra og Valgeir Þorvaldsson forstöðumaður undirrita samninginn. Mynd ÖÞ.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.