Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200716 ,,Þetta nýja og glæsilega hesthús ásamt reiðhöll og nemendagörð- um með áttatíu íbúðum mun leiða til þess að starfið hér mun rísa í nýjar hæðir í þjónustu við íslenska hestinn. Háskóli í héraði er eitt af grundvallaratriðum í uppbygg- ingu þróaðs samfélags. Menntun og rannsóknir eru undirstaða þess að landbúnaður í víðum skilningi fái dafnað þannig að íbúar dreyf- býlisins geti þróað þá möguleika sem felast í nýtingu landsins. Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum eru þau orku- ver þekkingar sem munu leiða þá þróun í framtíðinni,“ sagði Guðni Ágústson landbúnaðarráðherra þegar nýtt og glæsilegt hesthús ásamt reiðkennsluaðstöðu var tekið í notkun á Hólum í Hjaltadal þann 23. fyrra mánaðar. Mikið fjölmenni var samankom- ið við þetta tækifæri og margar ræður haldnar. Húsinu var gefið nafn og varð Brúnastaðir fyrir val- inu. Það voru Hesthólar ehf., sem eru í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og byggingafyrirtækisins Friðriks Jónssonar ehf., sem byggðu húsið. Það er 3.350 fermetrar að grunn- fleti og var byggingartíminn um átta mánuðir. Kostnaður við húsið er 250-300 millj. króna en arki- tekt þess er Björn Kristleifsson á Egilsstöðum. Við þetta tækifæri voru undirritaðir samningar um leigu á húsinu til skólans. ,,Ég hef komið hingað að Hólum oft á undanförnum arum, allt frá því ég gerði mína fyrstu dýralæknisaðgerð í hesthúsinu hér fyrir löngu. Síðan hef ég komið hér sem hestamaður og áhugamaður í hrossarækt og síðar sem sjáv- arútvegsráðherra. Það hefur vakið alveg sérstaka athygli mína hvað Skagfirðingar hafa verið samhent- ir við að byggja upp starfið hér á Hólum. Allt frá því hafist var handa hér árið 1982 og til þessa dags hefur verið hér stöðug og markviss uppbygging undir hand- leiðslu þeirra Jóns Bjarnasonar og síðar Skúla Skúlasonar,“ sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra þegar hann óskaði Hólamönnum og öllum Skagfirðingum til ham- ingju þessa glæsilegu aðstöðu. ÖÞ Hesthúsið Brúnastaðir á Hólum í Hjaltadal formlega tekið í notkun Fjölmenni var saman komið á Hólum í boði landbúnaðarráðherra við vígslu hússins. Jón Aðalsteinn, vígslubiskup á Hól- um, blessaði nýja húsið og þá starf- semi sem þar verður. Ólafur Sigmarsson, stjórnarformaður Hesthóla,Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, Guðni Águstsson landbúnaðarráðherra og Árni Mathiesen fjár- málaráðherra undirrituðu samkomulag um afnot Hólaskóla af hesthúsinu. Karlakórinn Heimir söng við upphaf og lok samkomunnar. Tveir innfæddir Króksarar,Vilhjálmur Egilsson og Jón E. Friðriksson, framkvæmdastjóri Fisk-Seafood. Búið að gefa húsinu nafn. Frá vinstri: Guðni, Margrét Hauksdóttir, Sólrún Harðardóttir, Skúli Skúlason rektor og Ólafur Friðriksson byggingameist- ari.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.