Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 20076 Er allt vænt sem vel er grænt? Það heyrir til tíðinda að breska vikuritið Economist skuli sam- einast Fidel Castro Kúbuleiðtoga í fordæmingu á forseta Banda- ríkjanna, George W. Bush. Þetta gerðist þó nú á dögunum og merkilegt nokk var það land- búnaðarstefna Bandaríkjaforseta sem varð til að sameina hjörtu ritstjóranna bresku og forsetans kúbverska. Orðin sem Castro viðhafði og leiðarahöfundur Economist var svo sammála voru á þá leið að hann gagnrýndi Bush fyrir dálæti hans á eþanóli og þá ósvinnu að breyta matvælum í eldsneyti. Tilefni ummælanna voru fréttir sem við höfum flutt hér í Bænda- blaðinu af þeirri vafasömu þróun að æ meira land er tekið undir ræktun maíss sem notaður er til framleiðslu á eþanóli. Þetta hefur valdið verulegum verðhækk- unum á korni sem meðal annarra íslenskir bændur hafa fundið fyrir. Í þriðja heiminum hefur þetta hitt bændur fyrir á tvennan hátt: annars vegar skerðist landið sem þeir hafa til ráðstöfunar til að rækta korn til fóðurs dýra og manna. Hins vegar veldur þessi þróun miklum verðhækkunum á algengustu fæðu almennings. Afskipti Bush forseta af þess- ari þróun eru þau að stjórn hans styrkir og niðurgreiðir innlenda eþanólframleiðslu en beitir á sama tíma refsitollum á þá sem vilja flytja inn eþanól frá öðrum löndum. Hvatinn að þessum ráðstöfunum er sá að þær njóta mikilla vinsælda allra sem málið varða í Bandaríkjunum: bændur þéna vel á framleiðslunni, bíla- og olíuiðnaðurinn andar léttar því notkun eþanóls sem viðbót- areldsneytis losar þá undan þeirri kvöð að gerbreyta rekstri sínum og framleiðslu – bensínbíllinn lifir áfram góðu lífi. Þetta er líka ágæt leið til að þagga niður í þeim sem hafa gagnrýnt Bush og stjórn hans hvað harðast fyrir umhverfisspjöll og sinnuleysi gagnvart gróðurhúsaáhrifunum. Notkun maíss í eþanólfram- leiðslu er hins vegar afar vafasöm aðferð til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Hún er bæði dýr og orkufrek. Það þarf að eyða jafnmikilli ef ekki meiri orku í að framleiða eþanól úr maís en sam svarar þeirri orku sem eþanólið gefur. Það leysir því engan vanda í orkuhungruðum heimi. Það gerir hins vegar eþanól sem framleitt er úr öðrum hráefn- um, ekki síst sykurreyr. Í slíka framleiðslu fer miklu minni orka en verður til. Sykurreyr vex hins vegar best sunnan við Bandaríkin svo þarlendir eiga erfitt með að gera sér pening úr honum. Brasilía á nóg af sykurreyr og er einn stærsti framleiðandi eþanóls í heimi. Þá framleiðslu er hins vegar ekki hægt að selja til Bandaríkjanna, þar sem þörf- in er mest, vegna verndartolla. Sykurreyr keppir heldur ekki um land við hefðbundna kornrækt, auk þess sem auðvelt er að auka ræktun sykurreyrs án þess að ganga á regnskógana. Rannsóknir standa yfir á því hvort mögulegt sé að umbreyta trjákvoðu (sellulósa) í eþanól. Ef það tekst verður framtíð orku- iðnaðarins afar björt. Það væri því mun vænlegra til árangurs að Bush-stjórnin eyddi peningunum í slíkar rannsóknir í stað þess að hlaða undir tækni sem augljós- lega skapar jafnmörg eða fleiri vandamál en hún leysir. –ÞH Málgagn bænda og landsbyggðar LEIÐARINN LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Árgangurinn kostar kr. 5.100 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.300. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Í aðdraganda kosninga fer mikið fyrir fram- boðum og frambjóðendum, enda væri annað óeðlilegt. Tiltölulega skammur tími er tek- inn fyrir kosningabaráttuna. Fyrir bændur og aðra íbúa dreifbýlis skiptir máli að setja sig vel inn í stefnu framboða í þeim mála- flokkum sem helst snerta hagsmuni þeirra. Stærð kjördæma á landsbyggðinni hefur minnkað nálægð kjósenda við frambjóðend- ur. Frambjóðendum og síðar alþingismönn- um, sem vilja sinna því sambandi vel, er gert það nánast ógerlegt vegna vegalengda. Frambjóðendur eru ekki öfundsverðir af þeim miklu ferðalögum sem fylgja starfinu. Þess vegna skiptir það máli að geta fengið góða þjónustu frá fjölmiðlum til að koma málefn- um og áherslum á framfæri. Ljósvakamiðlar hafa gert sitt til að brúa þetta bil og færa okkur þessar umræður heim. Það er hins vegar ekki sama hvernig það er gert. Ekki get ég fundið annað á því fjölmiðlafólki sem ég hef samskipti við en að það sé þokkalega vel að sér um þjóðfélagsmál, almennt. Þekking þeirra á málefnum landbúnaðar og sveita er líka í flestum tilfellum ágæt. En verra er þegar fjölmiðlafólk fellur í þá gryfju að reyna að snúa útúr þekktum staðreyndum og koma umræðu á plan sem ekki skilar neinu. Því miður má ætla að margir hafi slíkt á til- finningunni eftir þá umræðuþætti sem þegar hafa verið sendir út og hafa átt að fjalla um málefni bænda og landsbyggðar. Nú má vel vera að það sem truflar okkur sé talið nauð- synlegt til að ná fram líflegri umræðu. Um viðhorf og þekkingu frambjóðenda er ekki margt annað hægt að segja en að meiri þekking væri frekar til bóta, í mörgum tilfell- um. Það má svo sem telja eðlilegt að fram- bjóðendur sem aldir eru upp í þéttbýli séu fjarlægari veruleika sveitarinnar en þeir sem þar hafa alist upp. Sú tíð er liðin að flest börn séu send í sveit og þar af leiðandi eru vaxnar upp heilu kynslóðirnar af Íslendingum sem hafa miklu minni bein tengsl við bændur og sveitafólk en áður var reglan. Þessu verður ekki snúið við en það er hins vegar eðlilegt að gera þá kröfu til þeirra sem bjóða sig fram til þingmennsku að þeir setji sig inn í kjör fólksins í landinu, ekki bara í sínu nánasta umhverfi heldur íbúa landsins alls, til sjávar og sveita. Bændur boða nú til funda í öllum lands- byggðarkjördæmum með frambjóðendum. Tímans vegna er ekki skipulagður nema einn fundur í hverju kjördæmi. Þannig er ljóst að margir bændur eiga um langan veg að fara ætli þeir að taka þátt í fundunum. Þeim mun mikilvægara er að þeir mæti vel sem um styttri veg eiga að fara. Á fundunum verður farið yfir með frambjóðendum hver staðan í íslenskum landbúnaði er árið 2007 og hvern- ig best verður komið til móts við hagsmuni sveita og bænda á næstunni. Ekki síst eru fundirnir til að efla og mynda tengsl á milli bænda og þeirra sem gefa kost á sér til starfa í stjórnmálum, því eins og við öll vitum eru tengslin þar á milli mikilvægustu brýr sem við byggjum til að koma áherslum okkar á framfæri og auka þekkingu. Eins og áður er nefnt um fjölmiðlafólk þá eru það þessi tengsl og gagnkvæmur skilningur sem þarf stöðugt að vinna að og bæta. Vinnan við að efla skilning á hagsmun- um sveita og bænda byrjar heima á hverjum bæ. Þetta skilja margir bændur og hafa átt frumkvæði að því að bjóða frambjóðendum heim til sín. Þar hafa bændur getað aukið þekkingu frambjóðenda á högum sínum og sveitarinnar. Við slíkar heimsóknir myndast tengsl og gagnkvæmur skilningur sem báðir aðilar búa að í framtíðinni. Þá er meiri von til þess að hinir verðandi þingmenn bregð- ist við af þekkingu og fagmennsku þegar málefni landbúnaðar og landsbyggðar ber á góma á alþingi. Fleiri bændur þurfa að leggja hönd að því verki að styrkja þessi bönd. Tengsl bænda og neytenda verða ekki eingöngu bætt og styrkt með starfi Bændasamtakanna, svo sem fund- arhöldum og útgáfu Bændablaðsins, heldur þurfum við fleiri bændur sem eru tilbúnir að opna bæi sína til að taka á móti fólki, ekki síst til að kynnast viðhorfum fólks til okkar. Ef við skiljum það ekki, getum við tæplega ætlast til að aðrir hafi skilning á aðstæðum okkar. HB Styrkjum tengslin og aukum skilninginn Viðskipti með matvæli og aðrar búvörur eru um þessar mund- ir eitt mesta átakaefnið innan Alþjóða viðskiptastofnunarinnar, WTO. Framtíðarmarkmið þeirra sem þar ráða er nánast algert viðskiptafrelsi með þessar afurð- ir. Ef undan eru skilin örfá lönd, með Ástralíu og Nýja-Sjáland í broddi fylkingar, eru lönd upp til hópa andvíg þessari stefnu. Hvers vegna? Fríverslun með mat hefur að heita má hvergi verið reynd í heim- inum. Opinber stjórnvöld hafa alla tíð stjórnað henni og skipulagt hana þar sem þau hafa haft burði til þess. Fyrstu samfélög manna á jörðinni voru byggð upp kringum skipulagn- ingu á landbúnaði og þá einkum um byggingu á áveitukerfum sem matvælaframleiðslan var algjörlega háð. Jafnvel ríki og ríkjasambönd, sem boða frelsi í efnahagsmálum, svo sem Bandaríkin og ESB, verja stórfé til að styðja landbúnað sinn. Það er m.ö.o. löng hefð fyrir því að framleiðsla matvæla og viðskipta með þau lúti sínum eigin lögmál- um. Á frjálsum markaði er það fram- boð og eftirspurn sem stjórnar verðinu. Þannig leiðir offramboð á vöru til lægra verðs sem aftur eykur söluna. Þörf okkar fyrir mat er hins vegar tiltölulega föst stærð og fram- boði á matvælum fram yfir það, þar sem fæðuframboði er fullnægt, er ekki unnt að stjórna með verð- lækkunum. Hins vegar er alþekkt að offramboð leiði til verðhruns á mörkuðum. Um það má nefna nýlegt dæmi þar sem var offram- leiðsla á kakóbaunum sem leiddi til verðhruns á heimsmarkaði. Stjórn á verðmyndun búvara hefur því lengi verið mikilvæg og er kjarnaatriðið í WTO-viðræðun- um þar sem hópur landa, sem getur framleitt matvæli ódýrt, berst fyrir því að innflutningstollar, sem önn- ur lönd hafa komið á hjá sér, verði lækkaðir. Það er einnig eðli búvörufram- leiðslu að hún er breytileg vegna þess að uppskera gróðurs er breyti- leg frá ári til árs. Það er hins vegar kappsmál stjórnvalda að halda verðlagi stöðugu og það gera þau með því að hafa afskipti af búvöru- verði. Þá er birgðahald, einkum á korni, mikilvæg leið til að jafna vöruframboð og halda verði á mat- vælum stöðugu. Það einkennir matvörumarkað- inn að bændur eru margir og flestir smáir (taldir um 1,3 milljarðar á jörðinni) en verslunin er á hönd- um fárra fyrirtækja. Hver fyrir sig hafa bændur afar veika stöðu gagnvart sterku sölukerfi og þar með töldum stórum verslanakeðj- um. Afleiðingin er sú að fram- leiðendaverðið er afar lágt. Árleg verðlækkun á búvörum á heims- markaði var 2,6% á tímabilinu 1977-2002. Á hinn bóginn er hagn- aður verslunarinnar mikill. Matur er forgangsatriði í lífi hvers manns. Í flestum löndum líta yfirvöldin á það sem mikilvægt hlutverk sitt að tryggja þjóðum sínum nægan mat. Niðurgreiðsla á undirstöðumatvælum er þar mik- ilvægt stjórntæki. Með fjölgun fólks verður það enn stærra verk- efni að sjá þjóðum fyrir mat. Af því leiðir að æ meira ræktunar- land þarf til matvælaframleiðslu. Nýr WTO samningur, sem veikir möguleika einstakra landa á að styðja eigin landbúnað og til að leggja toll á innflutning matvæla, er víða ógnun við eigin matvæla- framleiðslu þeirra. Nú þegar er þetta mikið vanda- mál. Hátæknivædd matvælafram- leiðsla ryður burt smáframleiðend- um í fátækum löndum. Dæmi um það er Kamerún í Afríku. Landið flutti inn 978 tonn af kjúklinga- kjöti frá ESB árið 1996 en árið 2003 var innflutningurinn kominn upp í 26.500 tonn og 92% af inn- lendri kjúklingarækt var horfin. Smásöluverð innfluttu kjúkling- anna var undir einni evru á stykki en innlendir bændur þurfa 1,80 til 2,40 evrur til að komast af. Á síðustu árum hefur athyglin sífellt meira beinst að umhverf- ismálum. Krafan um frjáls við- skipti og ódýr matvæli stuðlar að framleiðsluaðferðum sem menga umhverfið og rányrkja jarðveginn, jafnframt því sem flutningavega- lengdir aukast stórlega. Það sem heimurinn þarfnast hins vegar nú er sjálfbær matvælaframleiðsla sem tryggir öllum jarðarbúum mat. Fríverslun veldur ekki því hlutverki. Bonde og Småbruker nr. 3/2007, stytt og endursagt Skipulag á viðskiptum með matvæli

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.