Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 20074 Á fundi ríkisstjórnarinnar síðast- liðinn þriðjudag voru samþykkt tvö erindi frá Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra. Annað þeirra varðaði aðgerðir til lækk- unar á verði loðdýrafóðurs og hitt gripagreiðslur til nautgripa- framleiðenda. Í fyrra tilvikinu var samþykkt að framlengja þær aðgerðir sem verið hafa í gangi til ársins 2011. Guðni sagði í spjalli við Bændablaðið að ákvörðunin um að framlengja stuðning við fóðurfram- leiðslu í loðdýrarækt væri tekin í ljósi þess hve mikil gróska hefði verið í greininni, enda væri frammi- staða loðdýrabænda með því besta sem þekktist í Evrópu. Hins vegar væri enn þörf á að auka hagræðingu í fóðurgerðinni í því skyni að lækka fóðurkostnað. Hefur stefnan verið sett á að fóðurverð verði áþekkt og á Norðurlöndum. Það mark- mið er innan seilingar því áætlað verð á fóðri frá fóðurstöðvunum þremur hér á landi er á bilinu 20,8- 22,5 kr. á kíló í ár en meðalverð á Norðurlöndum er áætlað um 20 kr. Samþykkti ríkisstjórnin að veita 22 milljónum króna ár hvert á árunum 2009-2011, þar af verður heimilt að nota 30 milljónir til að úrelda aðstöðu þeirra fóðurframleiðenda sem þess óska. Eflir gæðaframleiðslu á nautakjöti Hvað gripagreiðslurnar varðar sagði Guðni að það mál snerist um jafnræði milli þeirra sem fram- leiða nautakjöt. „Þegar mjólk- ursamningurinn var gerður árið 2005 voru teknar upp svonefndar gripagreiðslur til þeirra sem stunda nautgriparækt. Þeir sem stunda þá framleiðslu eingöngu töldu sig hins vegar hlunnfarna, samanborið við þá sem stunda bæði mjólkur- og kjötframleiðslu. Þeir síðarnefndu nytu beingreiðslna sem nýttust þeim við kjötframleiðsluna. Málið var kært til Samkeppniseftirlitsins sem úrskurðaði þeim fyrrnefndu í hag. Beindi eftirlitið þeim til- mælum til landbúnaðarráðherra að jafna samkeppnisstöðu þessara hópa og það höfum við nú gert,“ sagði Guðni. Samþykkt ríkisstjórnarinnar felur í sér að gripagreiðslur á holda- kýr verði tvöfaldar á við gripa- greiðslur samkvæmt mjólkursamn- ingi en þær eru nú tæplega 20.000 krónur á hvern grip á ári. Áætlaður kostnaður við þessa tvöföldun er áætlaður um 25 milljónir króna á ári frá og með 2007 til ársloka 2012 þegar mjólkursamningur rennur út. Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands fagnar þessum samþykktum, einkum hvað varðar gripagreiðsl- urnar því samtökin hefðu beitt sér fyrir þessari lausn. „Samtökin telja nauðsynlegt að taka þessar greiðsl- ur upp með það að markmiði að efla gæðaframleiðslu á nautakjöti,“ sagði hann. Hann áætlaði að þessi breyting snerti um 30 framleiðend- ur með samtals á annað þúsund holdakýr. „Þróunin hefur verið í þátt veru að hundaeign þéttbýlis- búa er sífellt að aukast,“ segir Þorsteinn Kristjánsson á Jökulsá í Borgarfirði eystra en á Búnaðarþingi í liðnum marsmán- uði var samþykkt ályktun þar athygli sveitarfélaga og bænda er vakin á því að í lögum um holl- ustuhætti og mengunarvarnir er sveitarfélögum veitt vald til að takmarka eða banna lausagöngu hunda á ákveðnum svæðum. Eftir því sem hundum í þéttbýli fjölgar eykst að sama skapi að þeir fylgi eigendum sínum á ferðalög- um um landið. „Fólk er mikið að ferðast um landið og tekur hunda sína með, þegar stoppað er á áning- arstöðum vítt og breitt er hund- urinn viðraður og það vill stundum gerast að þéttbýlishundar bregði á leik þegar þeir komast í víðátt- una. Fyrir kemur að þeir eltist við búfénað, valdi usla í fjárhópum og geti jafnvel skapað hættu rjúki þeir í hesta þar sem fólk er í reiðtúr. Það ræðst illa við þessa hunda, þeir eru óvanir víðáttunni og skepnunum og gegna engu þó á þá sé kallað,“ segir Þorsteinn Hann segir menn hafa velt þessu máli upp á Búnaðarþingi, fram hafi komið sjónarmið um að gera eitthvað í málum strax, en eins hafi verið bent á að hægt væri að bíða og sjá, „sumir vildu bíða þar til þetta verður að verulegu vandamáli, þetta er enn ekki orðið umtalsverð- ur vandi, en þróunin stefnir í þá átt sýnist mér.“ Höfuðvandann segir Þorsteinn vera þann að ekki ráðist við þétt- býlishunda þegar þeir komast í tæri við búpening. Þeir haldi áfram að atast í honum oft þar til þeir gefist upp, en hlýði í engu fyrirmælum eigenda sinna. „Við höfum meira orðið vör við þetta síðustu miss- eri, enda hefur hundum fjölgað og menn eru meira á ferðinni, þannig að það er spurning í mínum huga að grípa inn áður en eitthvað rót- tækt þarf að gera í málum.“ Fífilbrekkuhátíð Í haust verða 200 ár liðin frá fæðingu Jónasar Hall- grímssonar og þess verður minnst með ýmsum hætti á árinu. Fífilbrekkuhátíð 2007 er orðin fastur liður og verður að þessu sinni haldin síðdegis föstudaginn 15. júní í sumar. Þá verður m.a. tekin í notkun fræðimannsíbúð á Hrauni í Öxnadal og fyrsti gesturinn flytur þar inn. Sama dag er gert ráð fyrir að opna fólkvang í landi Hrauns. Þá er einnig vonast til að lokið verði við gerð glæsilegs áning- arstaðar við þjóðveginn gegnt Hrauni. „Þetta hefur verið afskaplega skemmtilegt, mikil vinna en gaman að standa í þessu,“ segir Steinn Logi Guðmundsson í Neðri-Dal í Rangárþingi eystra. Þessa dagana er hann að taka í notkun einkavirkjun sína, Ljósárvirkjun. Undirbúningur hefur staðið um nokkurt skeið, en Steinn Logi segir að hann hafi um nokkurra ára skeið dælt vatni úr bæjarlækjum ofan bæjarins, „svona í rólegheit- unum og til að sjá hvort eitthvert vit væri í þessu,“ eins og hann segir. Það var svo fyrir um einu og hálfu ár sem skriður komst á málin, hafist var handa við gerð rekstraráætlunar vegna fyrirhug- aðrar virkjunar, samningur gerður við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á orku og þá var gengið frá samningum við banka vegna fjár- mögnunar mannvirkjanna, en að sögn Steins Loga nemur kostn- aður um 150 milljónum króna. „Það var svo í fyrrasumar sem við byrjuðum á framkvæmdum hér, hófumst handa við jarðvegs- vinnu og síðan að byggja stíflu og stöðvarhús,“ segir hann. Sjálfur vann hann ötullega að bygging- unni, enda smiður að mennt og hamarinn aldrei langt undan. „Ég er nú alltaf af og til að grípa í hamarinn, ég tek að mér hin ýmsu verkefni fyrir sveitunga mína eftir því sem tóm gefst til. Ég hef mín föstu viðskiptavini,“ segir hann en að auki rekur Steinn Logi minkabú á jörðinni, er með um 850 læður, þannig að verk- efnin eru næg. „Það hefur geng- ið ágætlega í loðdýraræktinni að undanförnu, það er frekar bjart yfir henni um þessar mundir, en ég er nú ekki með stórt bú,“ segir hann. Bæjarlækirnir sameinaðir Nú um liðna helgi voru á ferð- inni menn frá Austurríki, en þaðan keypti Steinn Logi vélbúnað og það sem til þarf vegna virkjunar- innar. „Við erum að stilla þetta allt saman, ég vonast til að geta prufukeyrt virkjunina nú síðar í þessum mánuði og svo er draum- urinn að hún verði bara komin í fulla keyrslu í lok mánaðar,“ segir hann. Aðstæður geta vart verið betri, segir hann en ofan bæjarins renna margir litlir lækir, sem eiga upp- tök sín í hlíðinni ofan bæjarins. Þeir hafa verið sameinaðir, vatni úr þeim safnað saman á einn stað, það virkjað og þannig eru bæjarlækirnir nýttir til rafmagns- framleiðslu. Vonir standa til að samanlögð aflgeta virkjananna geti orðið allt að 850kW, „ef í ljós kemur að hún er minni þá verður bara svo að vera og ef hún verður meiri þá verð ég virkilega kátur,“ segir Steinn Logi. Ómögulegt væri um að það að segja á þessari stundu hversu mikið afl virkjunin gæfi. Samið hefur verið um sölu á öllu rafmagni til Orkuveitu Reykjavíkur, en Steinn Logi segir það forsendu þess að farið var af stað með þetta verkefni, „ég skoð- aði þetta vel áður en hafist var handa og var með mælingar hér heima við í um tvö ár áður en farið var að kanna með hugsanlega sölu á rafmagni og þær leiddu í ljós að þetta var raunhæft verkefni,“ segir Steinn Logi. Hann nefndi að það hafi auðveldað sér málið að allt sem til þarf er innan hans lands, „þannig að ég stend vel að vígi hvað það varðar,“ segir hann. Hnúturinn fer fyrir 10 kaffið! „Nú er ég kominn með hnút í mag- ann í fyrsta sinn. En hann verður örugglega farinn fyrir tíu kaffi!,“ segir hann spurður þar sem hann stóð í ströngu við að koma virkj- uninni í gagnið í lok liðinnar viku. „Þetta er allt að smella saman nú, þetta eru vissulega ákveðin tíma- mót og maður bíður bara spenntur eftir að sjá hver árangurinn verð- ur. Markmiðið með öllum þessum framkvæmdum segir hann vera að nýta svæðið til vistvænnar raf- orkuöflunar með sem minnstu jarðraski og þannig renna styrk- ari stoðum undir áframhaldandi búsetu á jörðinni „og svo skap- ast vissulega einnig möguleikar á fleiri atvinnutækifærum með nýt- ingu vatnshlunninda jarðarinnar,“ segir hann. MÞÞ Þéttbýlishundar vilja bregða á leik í víðáttunni og gegna engu Geta valdið usla innan um búpening Bæjarráð Blönduósbæjar gerir alvarlegar athugasemdir við áform um að færa hringveginn suður fyrir Blönduós þannig að hann liggi norðan Svínavatns. Þessi áform voru sett fram í tillögu til samgönguáætlunar fyrir árin 2007 til 2018, sem lögð var fram á Alþingi nú í mars en ekki afgreidd áður en þingi var frestað. Í umsögn, sem bæjarráð Blöndu- óss sendi samgöngunefnd Alþingis, eru ítrekuð fyrri mótmæli bæj- arstjórnarinnar og áréttað mik- ilvægi þess að þjóðvegur nr. 1 tengi saman byggðarkjarna eins og kost- ur er enda geti hann einungis með því móti þjónað hlutverki sínu sem lífæð samfélagsins. „Það er bjargföst skoðun Húnvetninga að færsla vegarins hefði í för með sér neikvæð samfélagsleg áhrif á svæðinu. Að gera ráð fyrir framkvæmdinni er því að okkar mati í hróplegu ósamræmi við eitt af meg- inmarkmiðum áætlunarinnar sjálfrar um jákvæða byggðarþróun,“ segir í umsögn bæjarráðsins. Einnig er bent á að hugmynd- ir um færslu vegarins falli engan veginn að gildandi svæðisskipu- lagi Austur-Húnavatnssýslu. Slíkt skipulag sé unnið á héraðsvísu og ekki séu uppi nein áform um breyt- ingar til þeirrar áttar að færa hring- veginn frá Blönduósi. Bæjarráð Blönduóss mótmælir því harð- lega að framkvæmdin skuli sett á samgönguáætlun þvert á gildandi skipulag, án samráðs og í andstöðu við sveitarfélög á svæðinu. Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar Fimm tilboð í Norðausturveg Fimm tilboð voru nýverið opnuð í endurbyggingu Norðausturvegar, en um er að ræða rúmlega 5 kílómetra langan kafla frá Magnavíkurási að slitlagsenda við Brekku. Áætlaður kostnaður við verkið er 98,7 millj- ónir króna. Lægst bauð Ístrukkur og Sandöx, tæplega 80,2 milljónir króna. B.J. vinnuvélar áttu næstlægsta tilboðið, 88,8 milljónir, og þá bauð Árni Helgason ehf. 89,4 milljónir króna. Tvö tilboðanna voru yfir áætluðum kostnaði, frá Icefox og Vökvaþjónustu Kópaskers. Ljúka á við þetta verk 1. september nú í ár. Endurbygging Djúpvegar Tvö verktakafyrirtæki buðu í nokkuð stórt verkefni við endurbyggingu tæplega 11 kílómetra vegarkafla Djúpvegar í vestanverðum Ísafirði, en um er að ræða verk sem nær frá slitlagsenda við Eyrarhlíð að slitlags- enda við Svörtukletta úti undir Svansvík í Súðavíkurhreppi. Áætlaður kostnaður við verkið er 306,3 milljónir króna. Vélgrafan ehf. og Borgarvirki ehf. buðu 276,1 milljón króna og KNH ehf. átti lægra til- boðið, tæplega 207,9 milljónir króna. Verkinu á að skila 1. nóvember á næsta ári. Fjögur tilboð í hringtorg Nú nýlega voru opnuð tilboð í gerð hringtorgs á hringvegi 1 við Þingvallaveg en að auki þarf að færa til lagnir og jarðstrengi á svæðinu og ljúka landmótum. Fjögur tilboð bárust í þetta verkefni; þrjú voru undir áætluðum kostnaði og eitt yfir. Lægst buðu Jarðvélar, 82,5 millj- ónir króna, þá Ístak sem bauð rúmar 89,4 milljónir króna og tilboð Loftorku í Reykjavík hljóðaði upp á 91,8 milljónir króna. Heimir og Þorgeir buðu 123,2 milljónir króna tæplega, en áætlaður kostnaður við verkið er 106 milljónir króna. Blönduósingar mótmæla færslu hringvegar Loðdýrabóndinn og smiðurinn í Neðri Dal hefur virkjað bæjarlækina Vonast til að virkjunin fari í fulla keyrslu innan skamms Ríkisstjórnin samþykkir aukinn stuðning við bændur Styður fóðurgerð í loðdýra- rækt og framleiðslu nautakjöts Stíflumannvirkin í Ljósárvirkjun. Næsta Bændablað kemur út þriðjudaginn 1. maí

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.