Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 20078 Nýrrar ríkisstjórnar bíður það verk- efni að taka til hendinni í byggða- málum. Sá málaflokkur hefur verið munaðarlaus í stjórnartíð Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks. Tími þeirrar ríkisstjórnar er tími svikinna loforða og van- efnda hvað varðar jöfnunaraðgerðir í byggðamálum. Er þar nærtækt að benda á svikin loforð um aðgerðir til jöfnunar flutningskostnaðar og niðurskorna vegaáætlun allt þetta kjörtímabil um 1,5 til 2 milljarða kr. á ári. Byggðastofnun hefur verið fjársvelt og stjórnsýsla í mála- flokknum einkennst af miklum hringlandahætti. Landsbyggðin hefur verið sér- stakur þolandi stóriðjuþenslunnar, verðbólgu, hárra vaxta og geng- is sem verið hefur afar óhagstætt útflutnings- og samkeppnisgrein- um. Ekki bætir spenna á vinnu- markaði á suðvesturhorninu og versnandi samkeppnisstaða lands- byggðarinnar um vinnuafl og bú- setu úr skák. Afleiðingarnar eru m.a. þær að áfram dregur í sundur með meðallaunastigi á landsbyggð- inni og höfuðborgarsvæðinu. Það sem til þarf eru róttækar og einbeittar aðgerðir til þess að breyta hugarfarinu og endurskapa trú á framtíðina í byggðunum. Það er hægt. Dæmið frá 8. áratug síðustu aldar sýnir það. Þegar landhelgin var færð út, keyptir skuttogarar, byggður upp frystiiðnaðurinn, heilsugæslu- stöðvar og skólar risu og lagt var stóraukið fé í samgöngubætur, fór allt á fulla ferð á landsbyggðinni. Íbúðabyggingar tóku mikinn kipp og bjartsýni og trú á framtíðina ein- kenndi andrúmsloftið. Við Vinstri græn viljum snúa vörn í sókn í byggðamálum. Ástæður þess eru margþættar. Má þar nefna að byggðaröskun er sárs- aukafull félagslega og menning- arlega, hún er dýr og sóun á fjár- munum, en einnig ávísun á glötuð tækifæri og vannýtta möguleika til framtíðar litið. Það er hluti af eðlilegum lýðréttindum að fólk geti valið sér búsetu þar sem rætur þess liggja og hugur þess kýs. Loks má nefna mikilvægi þess frá sjón- arhóli umhverfismála og t.d. hvað hagsmuni ferðaþjónustu varðar að byggð haldist sem víðast þannig að landið allt og auðlindir þess nýtist í þágu atvinnusköpunar, uppbygg- ingar og velmegunar á komandi áratugum. Það sem við viljum gera er m.a. eftirfarandi: 1. Bæta verulega afkomu sveit- arfélaganna og gera þeim kleift að snúa vörn í sókn. Óviðunandi afkoma og hallarekstur velflestra sveitarfélaga landsbyggðarinn- ar er vanmetinn orsakavaldur byggðaröskunar. 2. Gera stórátak á sviði samgangna og fjarskipta, einkum með mun meiri almennum vegafram- kvæmdum og úrbótum í fjar- skipta- og gagnaflutningamögu- leikum. 3. Bjóða út strandsiglingaþjónustu strax í haust. 4. Stórbæta aðgengi landsbyggð- arinnar og einkum hinna afskiptari byggðarlaga að menntun og jafna þann gríðarlega kostnaðarmun sem menntun er samfara fyrir fólk víða á landsbyggðinni. 5. Við viljum skilgreina lágmarks- þjónustustig sem tryggt verður með opinberum stuðningi eða aðgerðum í öllum byggðum landsins; þjónustu sem lýtur að menntun, heilbrigðisþjónustu og nauðsynlegri almannaþjónustu og jafna ferðaskostnað vegna sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu og annars sem sækja verður um lengri veg. 6. Jafna flutningskostnað með end- urgreiðslukerfi í samræmi við fyrirliggjandi tillögur. 7. Jafna raforkuverð þannig að hækkanir samfara markaðsvæð- ingu kerfisins og með tilkomu sérstakrar dreifbýlisgjaldskrár gangi að fullu til baka. 8. Stórefla stuðning við svæð- isbundna atvinnusköpun og nýsköpun sem byggir á mögu- leikum og úrræðum byggð- anna, ekki síst í ferðaþjónustu og tengdum umsvifum, sem og að efla hvers kyns sprota- og nýsköpunarstarfsemi. 9. Auðvelda úrvinnslu og mark- aðssetningu upprunamerktra framleiðsluvara af mismunandi svæðum. 10. Auðvelda vel menntuðu fólki búsetu á landsbyggðinni m.a. með afslætti af endurgreiðslu námslána. Markmiðið er að með samstilltu átaki heimamanna og stjórnvalda verði framkölluð hugarfarsbreyt- ing og tiltrú endurvakin á framtíð og möguleikum byggðanna. Bættar samgöngur og fjarskipti sem gera stærri svæði að atvinnu- og sam- skiptaheild og auðvelda öllum aðgengi að sérhæfðari þjónustu eru lykilatriði. Hagstætt rekstrarum- hverfi höfuðatvinnugreina lands- byggðarinnar, sjávarútvegs, land- búnaðar, ferðaþjónustu og bætt skilyrði til nýsköpunar í atvinnu- málum er undirstöðuatriði. Sama má segja um fullnægjandi almenn- ingssamgöngur, aðstöðujöfnun, fjármagn til nýsköpunar, endurnýj- un og nýbyggingar íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Allt þarf þetta og auðvitað fleira að koma til þannig að landsbyggðin og kostir þess að búa þar fái að njóta sín til jafns við kosti þess að búa á höfuðborg- arsvæðinu eða erlendis. Aðalatriðið er að viðurkenna að það er ekki skortur á möguleikum sem háir landsbyggðinni nú um stundir held- ur ónýt byggðastefna og ónógur metnaður til þess að tryggja að fólk njóti undirstöðuþjónustu, velmeg- unar, tækifæra og möguleika án tillits til búsetu hvar sem er á land- inu. Tími hálfkáksaðgerða í byggðamálum er liðinn Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sjs@althingi.is Byggðamál Í nýlegu Bændablaði er að finna umfjöllun Þórólfs Sveinssonar um rekstur Hótel Sögu ehf. árið 2006 sem gefur tilefni til nánari greiningar á raunverulegri rekstr- arafkomu félagsins. Fyrst skal nefnt að fyrir fáum árum var breytt skattalegum reikningsskilaaðferðum á þann veg að uppfærslu fyrnanlegra eigna í takt við verðbólgu var hætt en uppfærsla verðtyggðra lána hélst gjaldamegin í rekstri. Þetta hefur væntanlega verði gert í þeirri trú að verðbólgan yrði sambærileg og í nágrannlöndum eða innan við 3 % á ári. Í meiri verðbólgu hverfa fyrnanlegar eignir fljótt. Sífelld þörf er því á að fram fari endurmat eigna til að fá réttari mynd af raunverulegum efnahag fyrirtækja. Við skoðun á rekstrar- og efnahagsreikningi Hótel Sögu ehf. í þessu ljósi er rétt að rifja upp að verðmæti eigna fyrirtæk- isins var í ársbyrjun 2006 um 4.000 milljónir króna ef marka má það kauptilboð sem lagt var fyrir Búnaðarþing. Sé sú upphæð framreiknuð með 7 % verðbólgu ársins 2006 hafa eignirnar hækk- að um 280 milljónir. Réttara væri ef til vill að nota vísitölu bygg- ingarkostnaðar sem hækkaði á árinu 2006 um 12,5 % sem sýnir hækkun eignanna um 500 millj- ónir. Sé horft til fasteignamats eigna Hótel Sögu ehf. eins og það birtist í skýringum við ársreikn- ing félagsins hefur það hækk- að úr 3.749 milljónum í árslok 2005 í 4.483 milljónir í árslok 2006 eða um 734 milljónir. Engin þessarra þriggja talna sem meta eignabreytingar mældar í krónum kemur fram í rekstrarreikningi Hótel Sögu ehf. enda hefur end- urmat eigna ekki farið fram. Samkvæmt bókhaldi félags- ins án ofangreindra verðbreytinga eigna en með uppfærslu skulda samkvæmt veðlags- og geng- isbreytingum hefur eigið fé lækkað um 223 milljónir. Að teknu tilliti til verðbreytinga eigna virðist því ljóst að eignaaukning hefur orðið af rekstri hótelanna á árinu 2006. Hve mikil hún er og hvort hún skil- ar eigendum hótelanna viðunandi ávöxtun eigin fjár er vandmetið og auðvitað hefðu þeir viljað sjá betri niðurstöðu rekstrarreiknings. Að lokum má nefna að sjóðstreymisyf- irlit samstæðunnar sýnir að hreint veltufé frá rekstri er 179 milljónir kr. sem einnig styður að veruleg eignamyndun hafi orðið í rekstri hótelanna. Erfitt er að meta hvers vegna Þórólfur Sveinsson sendir frá sér þá rangsnúnu og villandi umfjöll- un um rekstur Hótel Sögu ehf. sem lesa má í Bændablaðinu, en sýni umfjöllunin raunveruleg- an skilning hans á fjármálum og rekstri hlýtur það að vera alvar- legt umhugsunarefni þeim sem ábyrgð báru á langri setu ÞS í stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins. Hrísum í páskaviku 2007 Um rekstur Hótel Sögu ehf. Ari Teitsson fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands ariteits@simnet.is Málefni Bændasamtakanna Stóriðja og erfðatækni eru dæmi um stórmál á þjóðarvísu sem gold- ið hafa vafasamrar stefnumótunar. Núverandi ríkisstjórn hefur hampað hvoru tveggja sem vaxtarsprotum fyrir þjóðarbúið, en sterk rök hníga í þá átt að þessum valkostum sé beitt þannig að hagsmunir Íslands séu fyrir borð bornir, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Stóriðjan – Hvar er stefnumótunin? Þegar ungur maður andmælti stór- iðjustefnunni í samtali við stjórn- arþingmann, svaraði þingmaðurinn því til að „við munum byggja þess- ar verksmiðjur, en þegar þið vaxið úr grasi getið þið rifið þær niður“. Þetta segir líkast til meira um þá pólitísku hugsun sem liggur á bak við stefnumótun stjórnvalda um þessar mundir heldur en margur vill viðurkenna. Að minnsta kosti virðist það dæmigert fyrir aðkomu stjórnmálamanna að stóriðjumál- um. Umræður um það eru orðnar flokkspólitískt bitbein. Engin sátt virðist um hver eigi að stýra þess- um málaflokki, en stóriðjuboltinn heldur áfram að vinda utan á sig án þess að grundvallarspurningum hafi verið svarað: Hver á að bera ábyrgð á stefnu þjóðarinnar í stór- iðjumálum? Er það ríkisstjórnin á hverjum tíma, landshlutasamtök eða sveitarfélög, eða þarf þver- pólitískt samkomulag allra flokka á þingi að koma til skjalanna? Ef ákvörðunum er að hluta vísað til landshluta og sveitarstjórna, er samt ekki þörf á lágmarks sam- ræmingu þeirra í heildarstefnu fyrir þjóðina? Ef sveitarfélög njóta opinberra styrkja eða ívilnana til að setja upp stóriðjuver, ber þeim þá ekki að greiða þjóðinni bætur fyrir þá mengun sem þau valda? Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að stjórna kolefnislosun Íslands og hvaða reglugerðir hafa verið settar sem skilgreina hlutverk Íslands í baráttu ríkja heims gegn loftslags- vandanum? Þar til þjóðarsátt hefur náðst um framtíð stóriðju er sjálf- sagt að frekari uppbygging á því sviði sé stöðvuð. Erfðatækni – Slæm stefna og stefnuleysi Erfðabreyttar plöntur hafa valdið mengunarslysum í hverju einasta landi þar sem þær hafa verið rækt- aðar, hversu vel sem erfðabreyting- arnar voru úthugsaðar og þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sett lög og reglur sem áttu að „afmarka“ plönturnar. Þótt opinber umræða hafi hvorki átt sér stað meðal stjórnmálamanna né almennings hafa yfirvöld veitt leyfi til útiræktunar erfðabreyttra lyfjaplantna (í stað þess að láta rækta þær í gróðurhúsum), og það í tegund (byggi) sem notað er til manneldis og fóðrunar. Aðvaranir um áhættu samfara slíkri útirækt- un hafa verið að engu hafðar, þótt erfðabreyttar plöntur kunni að valda gríðarlegum usla í vistkerfi og efnahag landsins. Íslensk stjórnvöld hafa árum saman vitað um áhættu sem fylgir neyslu erfðabreyttra matvæla, en hafa engu að síður látið óátalið að heil kynslóð barna hafi neytt inn- fluttra og ómerktra erfðabreyttra matvæla. Árum saman hafa staðið deilur um áhrif erfðabreytts fóð- urs á búfé, en samt leyfa stjórn- völd áframhaldandi innflutning á ómerktu erfðabreyttu fóðri. Sér til afsökunar hafa stjórnvöld sagt samningaviðræður innan EES standa í vegi aðgerða, en samt er langt um liðið síðan Norðmenn (sem einnig eru í EES) vernduðu almenning þar í landi með reglu- gerðum um erfðabreytt matvæli og fóður. Ótrúverðug stefna Bændasamtakanna Nýafstaðið Búnaðarþing samþykkti ályktun um að fella beri niður tolla af innfluttu kjarnfóðri, bændum til hagsbóta. Ályktunin var samþykkt í fullri vitund þingfulltrúa um að vaxandi hlutfall innflutts kjarnfóð- urs er erfðabreytt, einkum ódýrt soja og maís, og að afnám tolla muni einungis auka hlut innflutts fóðurs og þar með erfðabreytts fóð- urs í fóðurnotkun til búfjárræktar hér á landi. Bændasamtökunum er fullkunnugt um hversu umdeilt erfðabreytt fóður er og að hvarvetna í Evrópu og víða annars staðar er þess krafist að erfðabreytt fóður sé merkt. Þrátt fyrir það kallaði Búnaðarþing ekki eftir umræðu um öryggi erfðabreytts fóðurs; þing- ið lét einnig hjá líða að verja rétt bænda til að velja með því að krefj- ast merkinga á erfðabreyttu fóðri. Hver er ástæðan? Gæti skýringin legið í því að lækkun fóðurverðs sé vænleg til fylgisöflunar – og að upplýst umræða gæti sprengt blöðr- ur hinna „jákvæðu“ tíðinda? Íslenskur landbúnaður og raun- ar þjóðin öll mun gjalda þess að Bændasamtökin skuli ekki hafa tekið erfðabreytt fóður til ræki- legrar umræðu. Stjórnvöld hafa á undanförnum áratug varið veru- legum fjármunum skattgreiðenda til þróunar á mörkuðum erlendis fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Bandaríska verslanakeðjan Whole Foods Market kaupir íslenskt skyr og lambakjöt en hefði tæpast gert það ef forráðamönnum hennar hefði verið ljóst að afurðir þess- ar eru af búfé sem alið er á erfða- breyttu fóðri. Sú krafa gerist nú æ almennari í löndum ESB að búfjár- afurðir séu framleiddar án erfða- breytts fóðurs og allir fimm stærstu stórmarkaðir Bretlands leita uppi birgja á kjöti, mjólk og eggjum úr búfé sem ekki hefur verið fóðrað á erfðabreyttu fóðri. Framtíð matvæ- laútflutnings frá Íslandi byggist á því að vörur séu framleiddar í sam- ræmi við ímynd um hreinleika og náttúrulegar aðferðir. Erfðabreytt fóður getur engu hlutverki gegnt í því starfi. Þörf á nýrri tegund stefnumótunar Stefnumótun um mál sem skipta þjóðina í heild gríðarlegu máli er í vaxandi mæli hönnuð á flokksskrif- stofum í því skyni að afla atkvæða og felur alltof oft í sér of litlar eða villandi upplýsingar til almennings. Þegar nýjasta eða stærsta hugmynd- in er kynnt til sögunnar sem lausn til „framtíðar“ og „framfara“ er oft verið að selja okkur pólitískar sýnd- arbætur en ekki raunverulega lausn. Stefnumótun krefst framtíðarsýnar, upplýstrar umræðu, skapandi hugs- unar og langtíma fjárfestingar. Stóriðja, erfðatækni og ótrúverðug stefnumótun Sandra B. Jónsdóttir Sjálfstæður ráðgjafi slbest@heima.is Umhverfismál

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.