Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 18
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200718 Þann 1. apríl sl. voru liðin tutt- ugu ár síðan fyrsti vísnaþáttur- inn birtist í héraðsfréttablaðinu Feyki sem gefið er út á Sauðár- króki. Síðan hafa vísnaþætt- ir verið fastur liður og birst í öðru hverju blaði. Þessir þættir hafa verið með svipuðu sniði frá upphafi enda sami maður ann- ast þáttinn öll þessi ár. Það er Guðmundur Valtýsson bóndi á Eiríksstöðum í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Guð- mundur er sjálfur hagmæltur en hefur lítt flíkað sínum kveðskap á síðum Feykis. Hann leitar gjarn- an í smiðju til annarra og verður oft vel til fanga. Tíðindamaður Bændablaðsins heimsótti Guð- mund í tilefni þessara tímamóta á dögunum og spurði hann fyrst um ástæðuna fyrir því að hann tók vísnaþáttinn að sér á sínum tíma. „Já, upphafið að þessu var að mér var boðið á árshátíð hjá hesta- mannafélaginu Stíganda í Skaga- firði. Samkoman var haldin 21. mars 1987 og á henni hitti ég Ara Jóhann Sigurðsson þáverandi rit- stjóra Feykis. Ég fór að finna að því við hann að ekki væri neinn vísnaþáttur í blaðinu, en þá höfðu að vísu stund- um birst ein og ein vísa óreglulega í blaðinu. Hann sagðist bara ekki fá neinn til að sjá um svona þátt en spurði jafnframt hvort ég væri ekki til í að taka þetta að mér. Ég hafði nú ekki farið að impra á þessu með sjálfan mig í huga en niðurstaðan varð samt sú að ég lét til leiðast. Og í fyrsta þáttinn tók ég einmitt nokkrar vísur sem urðu til þarna á samkomunni því þarna var að sjálf- sögðu fullt af góðum skagfirsk- um hagyrðingum samankomið, menn eins og Árni frá Flatartungu, Hjörleifur á Gilsbakka, Kristján frá Gilhaga og Sverrir í Efra-Ási.“ En hefurðu alltaf nóg af vísum? „Ég hélt nú í upphafi að ég myndi ekki endast mjög lengi. Vísurnar mundu fljótlega klárast. En það hefur farið öðruvísi. Ég kunni reyndar mikið af vísum, átti létt með að læra þær strax sem strákur en svo er bara mikið ort. Mér finnst tækifærisvísur hafa náð vinsældum á ný. Þetta var í lægð um tíma en svo var farið að halda þessi hag- yrðingakvöld sem hafa orðið mjög vinsæl þannig að hin svokallaða lausavísa hefur verið hafin til vegs og virðingar á ný. Þarna eiga að sjálfsögðu margir hlut að máli, ekki síst alþingismenn því þeirra kveð- skapur hefur oft átt greiðari leið til þjóðarinnar í gegnum fjölmiðla en annarra. En varðandi vísur í þáttinn þá fæ ég stundum nokkrar vísur á blaði frá ýmsum hagyrðingum. Það eru margir liðlegir að senda mér kveðskap og svo næ ég náttúrlega miklu í gegnum síma. Ef ég heyri af einhverju skemmtilegu reyni ég að ná því í þáttinn. Oft er einhver ástæða fyrir að vísa verður til og þá læt ég tilefnið að sjálfsögðu fljóta með. Ég læt höfundar ávallt getið sé hann vís en stundum birti ég vísur og auglýsi jafnframt eftir höf- undi. Yfirleitt fæ ég svör um það frá lesendum.“ Þegar blaðamaður hitti Guðmund var hann með þátt nr. 450 í smíðum en hann birtist í fyrsta blaði eftir páska. „Já, fljótlega eftir að þættirn- ir fóru að koma í Feyki fórum við að hafa þá númeraða. Það kom til af því að oft var fólk að hringja í mig út af þætti sem búið var að birta. Var jafnvel að koma með ein- hverjar upplýsingar um höfund eða leiðrétta vísuna og þá gat stundum verið vont að átta sig á hvaða þátt fólk var að tala um. Þess vegna var farið að númera þættina. En ég fæ oft góð viðbrögð frá fólki við þessum þáttum. Mér finnst á mörg- um að þetta efni vilji það alls ekki missa úr blaðinu. Ég held þessu öllu til haga og á hvern einasta þátt sem birst hefur.“ Er mikil vinna á bakvið svona þátt? „Það er nú misjafnt. Oftast fara tvö kvöld í þetta. Ég reyni að vera búinn með þetta á miðvikudegi. Ég handskrifa þetta allt, hef aldrei lært að vinna á tölvu. Svo er þetta slegið inn á blaðinu. Vegna þess að alltaf geta orðið mistök í innslætti á texta læt ég lesa þáttinn fyrir mig áður en hann fer í blaðið. Þetta er alveg nauðsynlegt því ekki þarf nema að eitt orð sé rangt til að vísan verði torskilin og missi jafnvel marks. Það er alltaf leiðinlegt þegar það kemur fyrir. En auðvitað er þetta fyrst og fremst áhugamál hjá mér sem auðgar sálina, en ég hef ekki orðið ríkur af hinum svokallaða veraldarauði á þessu og reiknaði aldrei með því,“ sagði Guðmundur Valtýsson að lokum. ÖÞ Ingvar Guðmundsson, lögreglumaður á Selfossi, hefur aðstoðaö starfsfólk og nemendur skólans í umferðar- fræðslunni. Hér er hann ásamt hópi af krökkum úr skólanum. Flóaskóli í Flóahreppi: Leiðtogaskóli í umferðar- fræðslu á Suð- urlandi Flóaskóli í Flóahreppi er leiðtoga- skóli í umferðarfræðslu á Suður- landi. Haldin var hátíð í skólanum á dögunum í tilefni af því að nem- endur og starfsfólk hafa unnið hörð- um höndum að því að efla umferð- arfræðslu innan skólans. Á næst- unni verður afrakstur þeirrar vinnu tekinn saman og m.a. dreift sem fræðsluefni til annarra grunnskóla á Suðurlandi. Meðfylgandi myndir voru teknar á hátíðinni. MHH Skólabílstjórar Flóahrepps fengu allar góðar umferðarmerkingar í bíla sína. Hér eru þeir með merkingarnar, talið frá vinstri: Kristján Einarsson frá Vatnsholti, Guðrún Jónsdóttir frá Sandbakka, Guðmundur Sigurðsson frá Súluholti, Sigurður Ólafsson frá Hjálmholti og Jón Ragnar fyrir hönd Hópferðabíla Guðmundar Tyrfingssonar. Guðmundur Bjarnason, nemandi í 7. bekk Flóaskóla, við eitt umferðarskilt- ið sem búið var til í tilefni af umferðarhátíðinni. Hefur séð um vísnaþáttinn í Feyki í tuttugu ár Guðmundur Valtýsson bóndi á Eiríksstöðum virðir fyrir sér fyrsta vísnaþáttinn sem hann gerði fyrir tuttugu árum. mynd ÖÞ Styrkir til end- urbóta á vest- firskum húsum Húsafriðunarnefnd sam- þykkti fyrir skömmu styrki vegna fjölda verkefna á þessu ári. Styrkir til húsa á Vestfjörðum í ár nema rétt tæpum 50 milljónum króna. Stærstu styrkirnir voru ákvarðaðir af Fjárlaganefnd ríkisins í samráði við Húsa- friðunarnefnd í nóvember á liðnu ári. Þá fengu úthlutað styrkj- um Barnaskólinn í Reykja- nesi, Einarshús í Bolungarvík, Miðstræti 3 í Bolungarvík, Íbúðarhúsið í Eyrardal, Álfta- firði, Verslunin Bræðurnir Eyjólfsson á Flateyri, Vatn- eyrarbúð á Patreksfirði, Pakk- húsið á Vatnseyri, Gamla prests- setrið á Brjánslæk, Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar og Síldarverksmiðjan í Djúpavík. Í þeirri úthlutun fengu einnig Patreksfjarðarkirkja, Staðar- kirkja, Aðalvík og Bíldudals- kirkja styrki, en sú síðastnefnda fékk hæsta styrkinn eða 5 millj- ónir. Þessir styrkir nema rúmum 40 milljónum króna. Minni styrkir til húsa á Vestfjörðum fóru til Vertshúss í Flatey, verslunarhússins í Hæstakaupstað á Ísafirði, Her- kastalans á Ísafirði, Mjallargötu 5 á Ísafirði, Dunhaga á Tálknafirði, gamla bæjarins á Sveinseyri, Brekkugötu 8, Fjarðargötu 5 og Fjarðargötu 8 á Þingeyri, Steinhússins á Hólmavík og hákarlahjalls á Reyðarhlein. Lægstu styrkir í þessum flokki námu 200 þús- undum króna og sá hæsti var 600 þúsund. Nokkrar friðaðar kirkjur að auki fengu styrki frá Húsa- friðunarnefnd en þar fékk stærstan styrkinn Hólskirkja í Bolungarvík eða 900 þúsund krónur. Aðrar kirkjur sem fengu styrki eru: Gufudalskirkja, Eyr- arkirkja í Seyðisfirði, Staðar- kirkja Staðardal og Bænhúsið í Furufirði. Nokkur friðuð hús á Vest- fjörðum fengu að auki styrki en þau eru: Jónassenshús í Miðkaupstað á Ísafirði, Gamla faktorshúsið í Neðstakaupstað, Edinborgarhúsið, Gamla salt- húsið á Þingeyri og Riis-hús á Borðeyri sem fékk hæsta styrk- inn eða 1 milljón króna.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.