Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 7
Landssamtök sauðfjárbænda héldu aðalfund sinn í Bændahöll- inni í lok nýliðinnar viku. Þar urðu líflegar umræður um ýmis hagsmunamál stéttarinnar og bar það að sjálfsögðu hæst nýgerðan sauðfjársamning. Töluverður tími fundarins fór í umræður um útfærslu á ýmsum nýjungum sem fylgja samningnum, svo sem endurskoðun gæðastýr- ingar, ákvæði um nýliðun og afnám útflutningsskyldu. Þegar kom að stjórnarkjöri lét Jóhanna Pálmadóttir á Akri af embætti en í hennar stað var kjör- inn Þórarinn Pétursson í Laufási. Aðrir stjórnarmenn eru Jóhannes Sigfússon, Gunnarsstöðum, formað- ur, Sikgurgeir Sindri Sigurgeirsson í Bakkakoti, Baldur Grétarsson í Kirkjubæ og Fanney Ólöf Lárus- dóttir á Kirkjubæjarklaustri. Að loknum fundi á föstudags- kvöld var efnt til árshátíðar sem tókst afar vel og var fjölmenn, hátt í 300 manns tóku þátt í henni. Bændablaðið mætti að sjálfsögðu á staðinn og tók myndir sem birtast hér á síðunni. Þar má sjá forystu- menn, óbreytta bændur og framá- menn úr samfélaginu ræða málin og skemmta sér, sumir tóku meira að segja geislabauginn með sér. Úr ýmsum áttum Stefán Eggertsson sendi mér þennan skemmtilega pistil: Snemma á sl. öld var á Skál- um á Langanesi fiskimannaþorp, með árstíðabundinni umsetningu. Þar var verslun rekin af Jóni Guðmundssyni útgerðarmanni. Hólmsteinn Helgason frá Ásseli gerði út frá Gunnólfsvík, við þriðja mann. Hásetarnir voru Jónas bróðir hans og Sigurður Árnason, Raufarhöfn. Þetta út- hald var eitthvað búið að koma við á Skálum og versla í búð Jóns bónda. Þegar þeir voru al- farnir þaðan, stóð eftirfarandi á skemmuþili málað skírum stöf- um. Rínarbáli safnar sér syndum rjálar nærri. Jón á Skálum öllum er okursálum stærri. Hólmsteinn sagði frá þess- um kveðskap, gamall maður í útvarpsviðtali og sagði háseta sína hafa staðið saman að vísna- gerðinni sem vel getur stað- ist. Báðir sönnuðu þessir menn síðar hagmælsku sína. T.d. hafði Sigurður á Raufarhöfn fyrir sið að yrkja eina vísu á dag, sam- anber Strákarnir allir stunda sitt fag og starfsöm er sérhver píka. Þetta er vísa dagsins í dag og dagsins á morgun líka. Stefán sendi líka vísur eftir séra Helga Sveinsson í Hveragerði. Ég heyrði sögu af því er séra Helgi tók Kristján Einarsson frá Djúpalæk með sér í bíltúr niður Ölfusið og stoppaði hjá aðventistunum í Hlíðardalsskóla. Hitti þar fyrir skólastjórafrúna í útidyrum og heilsaði allvel en Kristján beið í bílnum og gerði vísu: Lengi kyssti kennd við fjör kempan listum búna. Allt frá rist og upp á vör aðventistafrúna. Þessi vísa var endurgjald fyrir áður gerðar vísur frá prestinum, Með svo kláran þroska og þrár þekki ég sára fáa. um hans brár og hökuhár hjúpast áran bláa. Jóhannes úr Kötlum kom þar að sem séra Helgi var að mála þakið rautt og orti. Hvítþvo víst mun hjarta mitt hirðirinn okkar góði. Fyrst hann þannig þakið sitt þvær úr lambsins blóði. Séra Helgi svaraði Þig að fegra þýðir lítt þú ert ljóti kallinn. Nú er ekkert orðið hvítt á þér nema skallinn. Og að endingu þessi aldýra sem sögð er eftir Jóhannes úr Kötlum Maður flums er mjög svo drums matinn brums að slumsa. Lekur gums um höku hrums hann er sumsé klumsa Tilefni þessarar vísu var að skáldið kom inn í matstofu nátt- úrulækninganna og sá þar mann sem hann þekkti af flumbrugangi vera að eta káljafning. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is Í umræðunni Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 20077 MÆLT AF MUNNI FRAM Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda Útfærsla sauðfjársamnings í brennidepli

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.