Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 22
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200722 Með aukinni tæknivæðingu og sjálfvirkni í mjólkurframleiðslu hafa kviknað efasemdarraddir um það hvort það sé sjálfsagt mál að hleypa kúm út yfir sumarið. Eflaust finnst mörgum þetta vera út í hött, ekki síst vegna þess að í íslenskum lögum eru skýr ákvæði um að kúm skuli hleypa út dag- lega í átta vikur á ári. Menn hafa líka vanist því að sjá kýr á beit yfir sumarið og finnst annað óeðlilegt. Nú eru hins vegar ýmis teikn á lofti um að útibeit kúa sé ekki eins sjálfsagt mál og flestir telja. Undirritaður átti þess kost á dögunum að hlýða á erindi þriggja kunnáttumanna um mjólkurfram- leiðslu á fundi sem haldinn var í Hollandi á vegum fyrirtækisins Lely sem hefur sérhæft sig í fram- leiðslu véla og tækjabúnaðar fyrir kúabú. Þar kom fram að þeim evr- ópsku kúm sem aldrei koma undir bert loft hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum. Í Hollandi var um 5% kúa ekki hleypt út árið 2000 en í fyrra var þetta hlutfall komið í tæp 15%. Hjá frændum okkar Dönum er þetta hlutfall enn hærra því tæplega þriðja hver dönsk kýr kemur aldrei út úr fjósi. Í Bretlandi er hlutfallið lægra, eða um 10%, en í Þýskalandi er það mjög mishátt eftir landshlut- um. Í norðurhlutanum er það lægst, eða um 10%, en í austurhlutanum er það á bilinu 40-50% og syðst í landinu er 80-90% allra kúa aldrei hleypt út undir bert loft. Svíþjóð mun vera eina landið utan Íslands þar sem skylt er að hleypa kúm út á beit hluta úr árinu. Sjálfvirknin hefur áhrif Eflaust eru ýmsar staðbundnar ástæður fyrir því hversu ólíkt er farið að í þessum löndum. Í sumum tilvikum eru það landshættir, litlar jarðir eða af öðrum ástæðum óhægt um vik við að setja kýr á beit. En það sem hefur aukið þrýstinginn mest á innigjöf kúa á síðustu árum er án nokkurs vafa sjálfvirknin sem innleidd hefur verið í fjósum hvarvetna í álfunni. Þar sem búið er að setja upp mjaltaþjóna virkar það beinlínis truflandi á daglega rútínu að þurfa að reka kýrnar út. Kýrnar afgreiða sig sjálfar hvað varðar mjaltir og fóður og þess vegna minni ástæða til að setja þær út á beit. Það kemur fleira til. Í flestum löndum Evrópu hafa búin verið að stækka og eftir því sem hjarðirnar verða fjölmennari verður erfiðara að setja þær út á beit á hverjum degi. Sumir hafa farið þá leið að koma upp gerði nærri fjósinu en þar er ekki um eiginlega útibeit að ræða heldur frekar verið að hleypa kúnum út til þess að þær geti andað að sér fersku lofti og teygt úr skönkunum. Umferð stórra kúahjarða veld- ur töluverðri áníðslu lands. Kýrnar traðka allt út svo hætt er við að bæði stígar og gerði breytist í drul- lusvað þegar blautt er á. Erlendis hafa margir bændur brugðið á það ráð að malbika eða malarbera stíga á milli fjóss og beitarhólfa en ekki hefur frést af slíku hér á landi enn. Við þetta bætist sá vandi sem mykj- an veldur en til dæmis í Hollandi og Danmörku gilda mjög strangar reglur um meðferð dýraúrgangs af umhverfisástæðum. Þarfirnar breytast Framfarirnar hafa ekki eingöngu verið á sviði sjálfvirkni við mjaltir. Tölvustýrð og sjálfvirk fóðurkerfi breiðast ört út. Þá eru ótaldar þær breytingar sem orðið hafa á fjósum en þær eru víða svo miklar að jafna má við byltingu í aðbúnaði kúa. Um þetta var fjallað nýlega í danska blaðinu Politiken þar sem kúabóndinn Oluf Bøgh skipt- ist á skoðunum við Peter Sandøe formann Siðfræðiráðs dýra (Det Dyreetiske Råd). Þar benti sá fyrr- nefndi á að þörf kúa fyrir útiveru sem bundnar eru á bás í gömlum fjósum þar sem loftræsting og hrein- læti er kannski af skornum skammti hlýtur að vera meiri en þeirra sem eru í nýlegum lausagöngufjósum með tölvustýrðri loftræstingu sem tryggir að loftgæðin eru svipuð inni og úti allan ársins hring. Þótt dýrafræðinga greini á um hversu mikil áhrif útivistin hafi á kýrnar virðast flestir sannfærðir um að þeim líði betur ef þær komast út undir bert loft. Þess vegna er það sett sem skilyrði fyrir því að mjólk Fundurinn sem sagt er frá í greininni hér að ofan var liður í kynningu hollenska fyrirtæk- isins Lely á nýju tæki sem gæti fækkað verulega sporum bænda um tún sín í framtíðinni. Þar er um að ræða lítið vélmenni, róbót, reyndar tvo frekar en ein, sem hefur það hlutverk að stjórna randbeit kúa. Og á kvöldin rekur hann þær heim svo kannski er hægt að kalla þessi tæki rafræna kúasmala. Tækið sem hlotið hefur heitið Voyager er knúið áfram af sól- arrafhlöðum. Þetta eru í raun tveir róbotar á fjórum hjólum með örmum til beggja handa. Til þess að útskýra notkun þeirra þurfum við að ímynda okkur aflangt tún eða akur þar sem ætlunin er að beita kúm með svonefndri rand- beit, það er að kýrnar éta alltaf í sömu stefnu fram fyrir sig og þeim er skammtað átsvæði með hjálp rafmagnsgirðingar. Sparar marga snúninga Spildan sem ætlunin er að beita er afmörkuð með rafstrengjum til hliðanna. Róbótarnir eru tengdir við rafstrengina og á milli þeirra er strengdur þriðji strengurinn sem liggur þá þvert yfir túnið. Róbotarnir eru forritaðir með fjarstýringu og þeim sagt hversu breiða skák þeir skuli opna hverju sinni og hve langt eigi að líða á milli þess að þeir hreyfa sig. Þeir færa sig síðan í takt en sín á milli hafa þeir samskipti með aðstoð svonefndrar Bluetooth-samskipta- tækni. Þegar dagur er að kvöldi kominn og tími til að kýrnar snúi heim á leið færa vélmennin sig hægt og rólega til baka og reka kýrnar á undan sér. Breiddin á spildunni getur verið allt að 300 metrar en þá þarf að setja upp statíf á hjólum með 75 metra millibili til að strengurinn haldist í sömu hæð alla leiðina. Vélmennin þræða sig eftir hlið- arstrengjunum og ef þörf er á að krækja fyrir einhverja fyrirstöðu er hægt að færa strenginn til, tækin fylgja öllum hlykkjum og beygjum sem strengurinn kann að taka. Við þetta sparast töluverður vinnukraftur sem fylgir randbeit. Eins og staðan er nú þurfa bænd- ur sem vilja nota þessa aðferð að fara út á tún oft á dag og færa raf- strenginn sjálfir. Svo hafa þeir að sjálfsögðu þurft að sækja kýrnar á kvöldin. Þetta veldur því líka að beitin verður mun skipulegri og nýting fóðursins er eins og best verður á kosið. Kýrnar bíta alltaf í sömu átt og hvorki traðka niður né skíta í óbitið gras. Kom á óvart Greinilegt var á þeim sem við- staddir voru kynninguna á Voyager að tækið kom þeim í opna skjöldu. Lely hefur til þessa framleitt tæki til jarðvinnslu og heyskapar, auk þess að vera leiðandi í gerð mjalta- þjóna. Því til viðbótar framleiðir fyrirtækið ýmsan búnað í fjós, svo sem sjálfvirkar flórsköfur, klórur og fleira. Flestir áttu von á því að nú væri röðin komin að fóðurgjöf- inni. Það má segja að sú hafi orðið raunin, en þó með allt öðrum hætti en menn áttu von á. Í stað þess að setja á markað sjálfvirkt heil- fóðurkerfi eins og nú þykja hvað merkilegust nýjunga á kúabúum ákvað fyrirtækið að fara inn á nýtt svið. Eflaust taka flestir bændur undir það að þörf sé á tækjum til að auðvelda stjórnun útibeitar, þeir höfðu bara ekki haft ímyndunarafl til þess að sjá fyrir hvernig hægt væri að leysa þann vanda. Umboðsfyrirtæki Lely hér á landi er Vélaborg og var blaða- maður á ferð með tveimur starfs- mönnum þess. Auk þess var í för með okkur bóndi af Snæfellsnesi, Jóhannes Eyberg á Hraunhálsi. Ef marka má viðbrögð hans ætti að vera markaður fyrir Voyager meðal íslenskra bænda. Það kemur í ljós á næsta ári þegar tækið kemur á markað hér á landi. Þeim óþolinmóðustu skal bent á að hægt verður að berja tækið augum á Agromek-sýningunni í Danmörku í janúar á næsta ári. Á að hleypa kúnum út á tún? Vaxandi tilhneiging í Evrópu til þess að halda kúm inni allan ársins hring – Á Íslandi er lögboðið að hleypa þeim út Rafrænn kúasmali frá Lely Neytendur vilja sjá kýr á beit og flestir eru á því að það sé betra fyrir kýrn- ar að fá að koma út, í það minnsta yfir sumartímann. Vélmennin tvö kennd við geimfarið Voyager stjórna randbeit með hjálp rafstrengja. Sólarrafhlöðurnar halda þeim gangandi og gera tækin óháð öðrum orkugjöfum. Með fjarstýringunni er hægt að gefa Voyager fyrirskipanir um fyrir- komulag beitarinnar. Alexander van der Lely forstjóri kynnti Voyager-vélmennin. Innigjöf er á margan hátt þægilegri fyrir bóndann, ekki síst þar sem búið er að reisa ný og vistleg fjós og koma upp sjálfvirkni í mjöltum og fóðrun.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.