Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200731 Næsta Bændablað kemur út þriðjudaginn 1. maíEinar Atli Helgason búfræð- ingur frá Snartarstöðum við Kópasker hefur í vetur dundað sér við að hanna og smíða búnað til að vinna með sauðfé og létta bændum þannig störfin. Hann hefur útbúið svonefndan klauf- snyrtistól og smíðað tíu svoleiðis stykki. „Það eru til þar til gerðir básar. Kindunum er þá velt á hrygginn á meðan þær eru snyrtar en þetta er mun þægilegra; bæði djöflast ærnar minna í þessari stellingu og eins er þetta mun betri vinnuaðstaða fyrir þann sem snyrtir þær,“ segir Einar Atli. Hann segir ærnar yfirleitt róleg- ar á meðan á aðgerð stendur, eins og þeim líði betur „þegar þær sitja á rassgatinu, svo við tölum nú bara íslensku. Þær eru bara eins og konur í dekri á snyrtistofu,“ segir hann. Einar Atli segir að hann hafi um nokkurra ára skeið hugsað um hvernig unnt væri að létta bændum störfin við klaufsnyrtinguna og afraksturinn hafi litið dagsins ljós í vetur. Kindinni er lyft upp í stólinn og þar situr hún í þægilegri stell- ingu á meðan klaufir eru snyrtar. „Þetta verklag flýtir mikið fyrir og vinnuaðstaðan er mun þægilegri fyrir bóndann sem gerir það að verkum að hann lýist síður, hann endist lengur,“ segir Einar Atli. Nefndi hann að á dögunum hefði faðir hans verið við klaufsnyrtingu heima á Snartarstöðum, þar sem eru 500 hausar í húsi. „Og hann var lík- lega tvo til þrjá daga að, tók um 200 kindur á dag, sem aldrei hefði náðst með gamla laginu þegar bogra þarf yfir hverri kind,“ segir hann. Einar Atli hefur smíðað tíu klaufsnyrtistóla og er helming- ur þeirra í notkun í heimabyggð hans og nærsveitum, Öxarfirði og Þistilfirði. Þá hafa tveir verið teknir í notkun í Húnavatnssýslum. „Nei, það er ekki draumurinn að verða ríkur,“ segir Einar Atli spurður um hvort hann sjái í uppfinningu sinni fé og frama. „Það er betra að una glaður við sitt og gott ef þessi stóll kemur bændum að gagni, léttir þeim störfin,“ segir hann, en um til- drög þess að hann hóf smíði þeirra segir hann: „Ég sá gott tækifæri til að vera heima, á Hótel mömmu, á meðan ég væri að dunda mér við þetta verkefni.“ Einar Atli Helgason á Snartarstöum hannaði klaufsnyrtistól Þægilegri vinnuaðstaða og kindunum líður betur Fjármála- ráðgjöf. Bændur ! Undirritaður kynnir gjaldeyristengd lán bankana. Engar veðbætur og mun lægri vextir, jákvæð eignamyndun, lánstími eftir vali. Ýtarleg ráðgjöf, leitun tilboða hjá bönkunum og eftirfylgni vegna skuldbreytinga og nýrra lána. Hef 2 ára reynslu af því að vinna fyrir bændur. Hafðu samband og leitaðu þér upplýsinga hjá mér, það gæti sparað þér milljónir á ársgrundvelli ! Framtíð Fjármálaráðgjöf ehf Tölvupóstur :tomlenka@ simnet.is og 660-7748. CanDig Frá Kanada léttar og stöðugar. Tvær stærðir, nokkrar útfærslur. CD11 = Þyngd 385kg 5.5Hp togkraftur ca. 1300 kg. Dýpi 137cm CD21 = Þyngd 544kg 9HP togkraftur ca.1500 kg. Dýpi 183cm / 6fet Eigum til eina CD21 til sýnis og sölu. Aukahlutir: Staurabor, ripper, þumall/ Nánari upplýsingar: www.candig.is sala@candig.is og í síma: 697-4900 Umboðsaðili á Íslandi : Svansson ehf Eina sambyggða vélin sem er hlutlaust prófuð á Íslandi - Búvélaprófun á Hvanneyri 2005 Norskir gæða- sturtuvagnar Rollsinn í rúlluvélum Combi 1302R

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.