Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200729 McCormick MC 135 Árg 2006 Með miklum aukabúnaði Verð 5.700.000 + vsk McCormick 105 C-Max Árgerð 2006, 250t. Verð 3.100.000 + vsk Krone 10-16 Árg 1996 Snyrtileg vél Verð 600.000 + vsk Krone 1500 Vario Pack Árgerð 2000 Verð 1.000.000 + vsk Árgerð 2004 3 m. vinnslubreidd, þyngd 2000kg Verð 950.000 + vsk Nýjar og notaðar Vélar Árgerð 1999 Verð 990.000 + vsk McCormick CX 105 Árg. 2004, 1400 tímar Verð: 3.250.00 + vsk Í samræmi við ákvæði 13. gr. laga nr. 66/1998 setti landbúnaðarráð- herra reglur um greiðslur rík- isins á aksturs- og ferðakostnaði vegna vitjana dýralækna, sem tóku gildi 1. janúar 2000. Reglur þessar gilda eingöngu um þjón- ustu dýralækna vegna búfjár sem haldið er í atvinnuskyni á lögbýl- um. Þær ná því ekki til greiðslna ferðakostnaðar vegna opinberra eftirlisstarfa og sjúkdómavarna. Bændasamtök Íslands annast framkvæmd þessara greiðslna samkvæmt sérstöku samkomu- lagi. Upphaflega var greitt fyrir akstur umfram 30 km frá aðsetri dýralæknis, eða með öðrum orðum akstur umfram 60 km í hverri ferð. Fljótlega kom í ljós að fjárveitingar nægðu ekki til greiðslu nema hluta úr ári. Var því í ársbyrjun 2005 gripið til þess ráðs að auka þá vega- lengd sem ekki var greitt fyrir úr 60 í 100 km í hverri ferð. Leiddi það til þess að greiðslur lækkuðu verulega og reikningar hættu að mestu að berast úr ákveðnum landshlutum. Fjárveitingar í verkefnið hafa nú verið auknar auk þess sem afgang- ur varð af fjárveitingu síðasta árs. Reglum hefur því verið breytt á ný og er nú greitt fyrir akstur umfram 40 km frá aðsetri dýralæknis eða umfram 80 km í hverri ferð. Þrátt fyrir þessa breytingu hefur lítið sem ekkert borist af reikning- um frá dýralæknum í vissum lands- hlutum og getur ekki verið því um að kenna að starfandi dýralækn- ar viti ekki af henni, þar sem þeir eiga að hafa fengið tilkynningu um breytinguna frá fleiri en einum aðila. Til þess að fá þessa nið- urgreiðslu á aksturs- og ferðakostn- aði þurfa dýralæknar að útfylla eyðublöð sem þeir fá endurgjalds- laust og láta bóndann eða annan heimilismann staðfesta heimsókn með undirskrift sinni. Bændur sem telja sig þannig staðsetta að þeir eigi að njóta nið- urgreiðslu eru hvattir til að fylgjast með því að því sé framfylgt og ganga eftir því hjá sínum dýralækni að hann útfylli eyðublaðið og láti staðfesta heimsókn sína. Hér er um að ræða umtalsverðan sparnað fyrir bændur, einkum þá sem búa langt frá föstu aðsetri dýralæknis. JÓ Aksturs- og ferðakostnaður dýralækna

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.