Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 26
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200726 Á markaði Áætlað er að mjólkurfram- leiðsla í Bretlandi geti minnkað um 900 milljón lítra, eða 7%, á næstu tveimur árum. Það er spá stofnunarinnar Milk Developement Counsil, (MDC). Ástæða þessa er sú að þess er vænst að 16% mjólkurframleið- enda í Bretlandi hætti, á sama tíma og einungis fimmtungur þeirra stefnir að því að stækka bú sín. Að baki skýrslu MDC er við- horfskönnun meðal breskra kúa- bænda. Í henni kemur einnig fram að margir þeirra telja að staða þeirra í framtíðinni sé óviss og að þeir sjái fram á erfiðari tíma. Margir bændanna telja sig þurfa að endurnýja búrekstur sinn verulega á sama tíma og þeir sjá fram á tekjusamdrátt á næstu árum, að sögn Helen Eustace, hagfræðings hjá MDC í viðtali við Farmers Weekly. Viðhorfskönnun MDC sýndi að öðru leyti eftirfarandi: • 12% af mjólkurframleiðend- um, með yfir 1,2 milljón lítra mjólkurframleiðslu að jafnaði, stefna að því að hætta búskap. • Meira en helmingur bænda telja sér ekki fært að búa eftir að ný lög um umhverfismál tóku gildi. • Meira en þrír af hverjum fjór- um bændum stefna að því að fjárfesta fyrir minna en 275.000 d.kr., um 3 millj. ísl. kr., í búrekstri sínum á næstu fimm árum en einungis 3% hyggjast fjárfesta fyrir meira en 1,1 millj. d.kr., um 12 millj. ísl. kr. á sama tíma. LandbrugsAvisen Spáð samdrætti í mjólk- urframleiðslu í Bretlandi Innflutningur á kartöflum og grænmeti í febrúar 2007 magn, kg fob, kr cif, kr Kartöflur 50.900 2.970.110 3.270.996 Tómatar 4.577 532.779 693.501 Nýtt blómkál og hnappað spergilkál 27.097 2.512.096 3.174.791 Nýtt hvítkál 60.150 1.028.160 1.395.133 Nýtt spergilkál 18.581 1.941.429 2.661.488 Jöklasalat 86.830 8.721.741 12.476.442 Annað nýtt salat 198.258 27.459.970 40.036.411 Gulrætur og næpur 68.841 5.246.634 8.250.937 Nýjar gulrófur 12.519 433.990 487.380 Gúrkur 43.643 7.590.219 9.753.683 Ný paprika 104.998 18.060.393 21.917.360 Ný jarðarber 23.020 11.362.796 14.430.877 Nýir sveppir 8.923 2.499.873 3.628.303 Árið 2002 var fyrsta fram- kvæmdaár samnings um starfs- skilyrði garðyrkjunnar. Myndin sýnir að neysla á íslenskum gúrk- um og tómötum á íbúa hefur aukist umtalsvert en framleiðsla og neysla á innlendri papriku hefur heldur dregist saman. Á sama tíma hefur innflutning- ur dregist saman á tómötum en aukist á gúrkum og papriku. Innvigtun mjólkur febrúar 2007 Bráðabirgðayfirlit Breyting frá fyrra ári, % Mjólkurstöðvar/ samlög febrúar síðustu mánuðir síðustu 12 mánuðir febrúar 3 mánuðir 12 mánuðir MS Reykjavík 1.157.926 3.538.729 13.820.306 1,97 1,71 5,38 MS Búðardal 556.730 1.808.670 7.051.136 3,51 8,26 30,53 MS Ísafirði 102.432 337.364 1.527.038 13,02 13,84 9,56 MS Blönduósi 319.787 974.312 4.012.628 3,97 6,26 2,16 Ms. Kaupfélags Skagfirðinga 904.366 2.729.673 10.889.338 6,88 8,92 6,09 MS Akureyri 2.370.014 7.299.137 29.784.909 14,09 15,14 10,14 Ms. Vopnafirði 0 0 115.078 -100,00 -100,00 -84,94 MS Egilsstöðum 376.057 1.121.866 4.327.666 38,77 32,93 23,77 MS Selfossi 4.051.654 12.361.672 47.165.463 7,66 7,89 9,47 SAMTALS 9.838.966 30.171.423 118.693.562 8,34 9,02 8,15 Af vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar Reynt að koma Doha-viðræðunum í gang á ný Lítið hefur verið um formlega fundi innan WTO síðan sl. sumar. Þó var fundur í landbúnaðarnefndinni nú í lok mars. Aftur á móti hefur mikið verið fundað í ýmsum ríkjahópum og eins hafa forystumenn WTO farið um heiminn. Svokallaður Osló 6 hópur kom saman í fyrsta skipti í haust en hefur alls fundað þrisvar sinnum. Í honum eru Noregur, Kanada, Kenya, Chile, Indonesía og Nýja-Sjáland. Þetta eru ríki með mjög mismunandi hagsmuni en þau munu vinna, eftir því sem næst verður komist, að því að auka skiln- ing á mismunandi sjónarmiðum í viðræðunum. ESB og USA eru sögð vinna að samkomulagi. Mandelson framkvæmdastjóri ESB hefur látið þau orð falla að ESB geti fallist á 4% af tollalínum sem viðkvæmar vörur og 54% meðaltollalækkun. Þetta er þó ekki formlegt boð að hálfu ESB. Niðurskurður á beinum framlögum til landbúnaðar stendur verulega í Bandaríkjamönnum sem hafa nýlega afgreitt „Farm bill“ sem er þeirra landbúnaðarsamning- ur. Mikill kosningaskjálfti er þar í landi fyrir komandi forsetakosning- ar virðast þeir mjög ósveigjanlegir. Tillögur G10 eru langt frá því sem þessir aðilar eru að ræða sín í milli en þau kynntu sín sjónamið m.a. á fundi G33 landa í Indónesíu í mars. Þar var enn undirstrikað að G10 muni ekki fallast á tollaþak. Þessu til viðbótar eru ýmsar breytingar í G10 löndunum. Fyrst má auðvitað nefna samning Íslands og ESB um tollalækkun og aukna tollkvóta. S-Kórea er á lokasprett- inum að gera fríverslunarsamning við Bandaríkin, sem tekur einnig til landbúnaðarvara. Sá samningur mun gerbreyta rekstrarumhverfi bænda þar í landi, helst að græn- metisframleiðsla geti staðist sam- keppni við Bandaríska framleiðslu en aðrar afurðir ekki. Japanir munu hefja fríverslunarviðræður við Ástralíu á þessu ári. Án efa munu þær taka til landbúnaðarafurða, óvíst hve víðtækt það verður þó. Þessi tvö lönd eru núna greinilega á fullu að keppa um stöðu á mörk- uðum heimsins við Kína. Talið er að stjórnvöld í Banda- ríkjunum muni með vorinu leggja fyrir þingið fjölda tvíhliða viðskipta- samninga við önnur lönd til sam- þykktar. Jafnframt munu þau biðja þingið um framlengingu á samn- ingsumboði fram á haust, en form- lega fellur það niður í júní nk. Þessi frestun samninganna hentar ESB vel en þar vilja menn bíða fram yfir forsetakosningar í Frakklandi, þar sem kosið verður 22. apríl og 6. maí, áður en vinna við tvíhliða viðskiptasamninga fer á fullan skrið. WTO hefur einnig mátt horfa upp á að tímafrestir hafa ekki stað- ist. Hvað Doha-viðræðulotuna varðar er staðan hins vegar sú að náist ekki samningar í sumar eða haust þá eru nýir samningar innan WTO úr sögunni að þessu sinni og þá verða nýjar ríkisstjórnir og nýir samningamenn á vegum aðild- arlanda WTO að byrja upp á nýtt um áramótin 2009-2010. (Úr Internationella Perspektiv og frá fundi fulltrúa bænda í G10 löndum í mars sl). EB&ME Prýðileg páskasala Prýðileg sala var á vörum Norðlenska núna fyrir pásk- ana og gildir það t.d. bæði um grillkjöt og hangikjöt, að sögn Sigmundar Hreiðarssonar, vinnslustjóra Norðlenska á Húsavík. Salan á kjöti um páska tekur yfirleitt mið af veðrinu. Ef góð- viðri er um páska er mikil sala í grillkjöti, en páskahret þýðir meiri sölu í hangikjöti. Um nýliðna páska var hvorttveggja uppi á teningnum. Veður hefur verið fádæma gott að undan- förnu um allt land og margir hafa þegar tekið fram grillin. En góð sala í grillkjöti hefur þó ekki dregið úr áhuga landsmanna á hangikjötinu, nema síður sé. „Páskasalan hefur verið mjög góð og við getum ekki annað en verið vel sáttir,“ segir Sigmundur á vef félagins og bætir við að sala Norðlenska í nýliðnum mars hafi verið tölu- vert meiri en í sama mánuði í fyrra. Innflutningur á grænmeti, tonn 2002 2006 Tómatar 642 521 Gúrkur 193 273 Paprika 641 1110 Innflutningur á kjöti og ostum frá áramótum, kg Nautakjöt 35.270 Alifuglakjöt 41.414 Svínakjöt 3.393 Aðrar kjötvörur af áðurtöldu 196 Samtals 80.273 Ostur 21.255 Meðal cif-verð á innfluttu nautahakki er 302 kr/kg og á ostum 744 kr/kg. Stórfelld hækkun á fiskimjöli Samkvæmt verslunarskýrslum Hagstofu Íslands hefur útflutnings- verð á fiskimjöli hækkað mikið frá áramótum 2005/2006. Í janúar 2006 var meðal fob-verð á öllu fiskimjöli (kolmunnamjöli, síld- armjöli, loðnumjöli, rækjumjöli og öðru mjöli úr fiski, krabbadýrum og lindýrum) 42 kr/kg. Loðnumjöl var þá á 48 kr/kg. Í janúar 2007 var meðal fobverð komið í 98 kr/kg. Verð á loðnumjöli var þá komið í 97 kr/kg. Hækkunin frá sama tíma árið í fyrra nemur því 130%. Kr./kg fob kg/íbúa Breytingar á grænmetismarkaði frá 2002 2006 2002 Heildarneysla grænmetis 2002 og 2006 Japanskir bændur krefjast þess að fá að framleiða sinn eigin mat.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.