Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 11
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200711 Sonur minn sem býr fyrir sunn- an hringdi fyrir rúmu ári og sagði sig langa í svið. Það var verið að elda svið í næstu íbúð, sonur minn veit að það eru hvorki salmonella né kílapestarhausar sem vaxa á fénu hér fyrir austan, þó merkingar umbúða gefi annað til kynna. Þetta hafði ég í huga, rétt fyrir jólin var ég í búð og viti menn, sé ég þá ekki í kæliborðinu hausinn af honum Kjamma mínum undan henni Kápu. Ég þekkti strax vanga- svipinn og ákvað að nú skyldi sonur minn svið fá. Ef ég hefði keypt heimsendingu á hausnum þá hefði það kostað 3600 kr. Þegar ég sendi Kjamma í slát- urhús fékk ég fyrir slátrið af honum 90 kr., en slátur af lambi er: a) hausinn, b) lappirnar, c) blóðið ca. 1 lítri, d) mörinn ca. 1 kg, e) pung- urinn, f) hjartað, g) lifrin, h) nýrun, i) þindin, i) hálsæðar ofl. Ég áætla að hausinn sé 1/3 af slátrinu og er það ríflega áætlað. Ég bóndinn hef þá fengið 30 kr fyrir hausinn af Kjamma, mér reiknast til að minn hlutur sé 3,2% af verði haussins út úr búð. Ef ég tek flutn- ings- og umbúðakostnað með þá er minn hlutur 1,56% af heildarverð- inu en hlutur ríkisins í vsk 16%. Einnig fékk ég beingreiðslur frá ríkinu til að framleiða hausinn af Kjamma, í mínu tilfelli voru það 32 kr. Ef ég hefði gefið hausinn af Kjamma og ríkið ekki lagt á vsk, þá hefði hann samt kostað 788 kr. út úr búð. Oft sér maður eitt lambslæri í búðarborði og það í lágvöruverðs- verslunum sem kostar nánast jafn- mikið og bóndinn fær fyrir lambið allt með húð og hári. Ég tel það hljóti að vera Hagfræði Andskotans (nafn á grein um sama efni er birtist í Morgunblaðinu 22. desember 2005) að komast að því að hátt matvælaverð sé bara bænd- um að kenna, þó að það sé að sjálf- sögðu alltof hátt. Smáhugleiðingar að lokum. Eins og sjá má af framansögðu þá er hlutur flutningsaðila í pakkanum hátt í helmingur af heildarverðinu . Stjórnvöld gerðu okkur á lands- byggðinni ljótan grikk þegar þau lögðu niður Skipaútgerð ríkisins, þar spöruðu þau fimmeyringinn en hentu krónunni með því að setja alla flutninga á vegina. Einnig er hlutur sláturleyfishafa og verslunar nokkuð hátt hlutfall í heildarverði haussins, en taka verður tillit til þess að ekki má slátra kind til sölu nema í hátækni sláturhúsi sem aðeins er notað smá hluta úr árinu. Vafalaust er ég haldinn skítlegu eðli, slíkt eðli er vel þekkt í minni ætt, en ég ætla stjórnvöldum svo illt að þessar ströngu kröfur séu ekki vegna umhyggju stjórnvalda um neytendur heldur skal ekki ein einasta kind fara framhjá þessum snarvitlausu fjárfestingum. Ég tel að stjórnvöld hafi langa reynslu í slæmum lagasetningum, má þar nefna píningsdóm frá 1490. Átti ekki tilgangurinn að vera sá að stemma stigu við förumönnum og flökkulýð? En í raun var verið að setja megnið af þjóðinni í ánauð til mörg hundruð ára. Hvað um þjóð- lendulögin, var þeim ekki ætlað að skerpa landamerki jarða inn til landsins gagnvart væntanlegum þjóðlendum? En í raun er verið að hirða þinglýstar eignir af jarðeig- endum í stórum stíl. Ekki má gleyma lögunum um stjórn fiskveiða, var ekki tilgang- urinn að vernda fiskistofna og treysta á byggð í landinu? Hvorugt hefur gengið eftir, í raun snerust lögin um markaðsvæðingu sjáv- arútvegsins og þjófnað, þar sem veiðirétturinn er tekinn af jörðum og settur á báta, án allra heimilda. Sigurður Filippusson bóndi Dvergasteini Allt að 90% fjármögnun *Verð miðast við beina sölu Nýjum vörulista verður dreift í næstu viku Ég keypti hausinn hann kostaði 933 kr. þar af vsk 115 kr. Ég keypti pakka til að senda hann í hann kostaði 145 kr. þar af vsk 29 kr. Ég keypti flutning með bíl suður hann kostaði 847 kr. þar af vsk 167 kr. Samtals 1925 kr. þar af vsk 311 kr. Kjammi undan henni Kápu Opið hús á Reykjum! Á Sumardaginn fyrsta verð- ur hið árlega opna hús hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi. Þessi dagur á Reykjum hefur verið af sumum kallaður þjóðhátíð garðyrkjunn- ar á Íslandi. Í ár eru það nem- endur garðyrkjubrauta skólans sem standa fyrir þessum degi. Öllum er boðið að heimsækja skólann frá kl. 10:00 – 18:00 og fjölbreytt dagskrá verður í boði. Í aðalbyggingu kynna ýmis fyrirtæki starfsemi sína og hægt verður að njóta gróðursins í garðskálanum og bananahúsinu. Í verknámshúsi kynna nokkur fyrirtæki starfsemi sína og pottaplöntuhúsið með hinu glæsilega pottaplöntusafni skólans verður opið. Þá verða kaffiveit- ingar í matsal skólans og mark- aðstorg með garðyrkjuafurðir, svo sem grænmeti, plöntur og fleira. Skátaleiktæki verða á útisvæð- inu. Nám við Landbúnaðarháskóla Íslands verður einnig kynnt í máli og myndum. Kl. 14:30 hefst hátíðardag- skrá í garðskálanum, en þar verð- ur nýr samstarfssamningur um Grænni skóga undirritaður, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afhendir Garðyrkjuverðlaunin 2007 og forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir umhverfis- verðlaun Hveragerðisbæjar. Boðið verður upp á tónlistaratriði. Dag- urinn er haldinn í samvinnu við Hveragerðisbæ. Takið daginn frá og fagnið sumr- inu á Reykjum og í Hveragerði, bæ grósku og gróðurs. Frekari upplýsingar: Ingimar Ingimarsson formaður nemenda- félagsins á svæðinu, í síma 693 3929.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.