Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 17.04.2007, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Þriðjudagur 17. apríl 200732 „Þetta er óskaplega gaman,“ segir Áslaug Guðbrandsdóttir, bóndi í Mýrdal í Borgarbyggð (Kolbeinsstaðahreppi, en hún hóf á liðnu hausti fjarnám í búfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hún segir að sig hafi lengi dreymt um að ljúka búfræðinámi, hún sé því að láta gamlan draum rætast. Áslaug rekur ásamt eiginmanni sínum sauðfjárbú í Mýrdal. Þar eru þau með rúmlega 700 fjár en í Mýrdalnum hafa þau búið síð- astliðin 18 ár. Tvö börn eru heima við, 5 og 8 ára, en tvö farin að heiman að mestu leyti, í vinnu og framhaldsskóla. Hún ólst upp á þessum slóðum, á Staðarbakka, og kann vel við sig í sveitinni. Áslaug segir að hún hafi alla tíð ætlað sér í bændaskóla. „Ég sótti um á Hólum um leið og ég lauk grunnskólanum, 16 ára, en þá fékk ég ekki inngöngu, var of ung,“ segir hún, og annað tók við, „strákar og eitthvað svoleiðis sem ruglaði mann í ríminu.“ „Mig hefur alltaf langað að læra meira og nú var bara svo komið, fannst mér, að það var að hrökkva eða stökkva,“ segir hún en úr varð að sótt var um fjarnámið á liðnu hausti og engin vandkvæði á að hefja námið. „Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, það er gott að geta svolítið ráðið ferðinni, tekið til við lærdóminn þegar það hentar best og svo líka hversu hratt farið er yfir. Ég hef ekki verið að flýta mér neitt núna í vetur en ætla svo bara að sjá til hvernig þetta geng- ur hjá mér, þá er hægur vandinn að auka við sig fögum eða fækka þeim eftir því hvernig vindarnir blása,“ segir Áslaug. Sauðburður og próf fram undan Nú fer sauðburður í hönd og á sama tíma þarf að taka próf. „Þetta verður sennilega smá törn en við reynum að skipuleggja okkur vel, höfum girðingar klárar og allt til í fjárhúsunum á meðan ég verð í prófunum,“ segir hún. Áslaug segir námið skemmti- legt og hún er ánægð með að hafa drifið sig af stað. „Sumt er auðvit- að ekki alveg nýtt fyrir mér en annað kemur á óvart, það er alltaf gagnlegt að læra meira og auka við færni sína,“ segir hún. Þá nefnir hún að eiginmaðurinn hafði lokið námi frá Hvanneyri og tveir bræður henni líka. „Svo að mér fannst bara endilega að ég þyrfti að drífa mig líka,“ segir hún. „Þetta er auðvitað dálítil vinna, að vera í námi með búskapnum, en hún er skemmtileg og vel þess virði.“ MÞÞ Áslaug Guðbrandsdóttir í Mýrdal dreif sig í fjarnám í búfræði Það var að hrökkva eða stökkva! Hagstofa Íslands hefur tekið saman seldar gistinætur hjá ferðaþjónustubændum þannig að hægt sé að meta umfang og veltu í ferðaþjónustu í dreifbýli. Þar kemur ýmislegt áhugavert fram en ber sjálfsagt hæst að nefna töluverða aukningu milli ára. Samtals töldust gistinæturnar árið 2006 vera 321.370 sem skiptast í þessa gistiflokka: Hótel og gisti- heimili (64%), tjaldstæði (19,6%), svefnpokapláss ásamt sumarhúsum og skálum (12,3%) og heimagisting (4,1%). Nokkur aukning er á milli ára, eða um 6,4%, og er hún mest á Norðurlandi vestra, um 16%, og á Suðurlandi, um 9,4%. Athyglivert er að sjá að hlutdeild útlendinga er 64% og hafði aukist um 9,3% á meðan Íslendingum fjölgaði aðeins um 1,5%. Ef aðeins eru skoðaðar tölur fyrir hótel og gistiheimili, en í þann flokk falla um 70% allra gistirýma hjá ferðaþjónustubændum, er hlut- fall útlendinga þar 78% og hafði aukist um 18,4% á milli ára. Í heimagistingarflokknum fækkaði gistinóttum um 17% milli ára og var fækkunin nokkuð jöfn milli Íslendinga og útlendinga. Þegar nýting gistirýmis hjá ferðaþjónustubændum er reiknuð út sést að ársnýting hjá hótelum og gistiheimilum er um 19% en til samanburðar er hún um 43% hjá hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Ársnýting á gistirými í heimagistingu er um 11% hjá ferðaþjónustubændum. Til hótel- og gistiheimilaflokks- ins teljast 89 gististaðir innan Ferðaþjónustu bænda og eru gisti- rými um 3.000 talsins. Til annarra gistiflokka telst 61 staður með um 1.300 gistirými. Leitað var til Þorleifs Þórs Jónssonar, hagfræðings Samtaka ferðaþjónustunnar, til að meta umfang og veltu í rekstri ferðaþjón- ustubænda. Hægt er að gefa sér forsendur varðandi verð á gistingu, morgunmat og kvöldverði í mis- munandi flokkum gististaða. Þegar þeir þættir eru lagðir saman má ætla að veltan árið 2006 sé um 1,7 milljarðar króna án vsk. Þá er ekki reiknað með veltu vegna annarrar þjónustu, svo sem afþreyingar eða þjónustu innan og utan ferðaþjón- ustubæja. Við veltum fyrir okkur spurn- ingunni hvort meiri virðisauki væri í ferðaþjónustu í dreifbýli en á höf- uðborgarsvæðinu. Svo kann að vera, sérstaklega ef aðföng í rekstri eins og hráefni í mat koma frá eigin framleiðslu eða úr næsta nágrenni og héraði. Það hefur því töluverð jákvæð þjóðhagsleg áhrif að auka notkun á heimaunnum afurðum í ferðaþjónustu. Einnig má fullyrða að aukinn fjöldi ferðamanna á landsbyggð- inni skili mun meiri þjóðhagsleg- um ábata þar sem fyrir er nýtingin á fasteignum lítil og hlutfall fasts kostnaðar er hátt í rekstrargjöldum. Nýting á innviðum samfélagsins myndi aukast við fleiri ferðamenn og nægir að nefna ýmsar fjárfest- ingar opinberra aðila og einkaaðila í því samhengi. Ef litið er til þess að hlutdeild útlendinga sé 78% af keyptum gistinóttum hjá hótelum og gisti- heimilum ferðaþjónustubænda má segja að ferðaþjónusta í dreifbýli sé að stórum hluta gjaldeyrisskapandi útflutningsgrein. Tekjur frá erlend- um ferðamönnum koma úr öðru hagkerfi en okkar og einnig má segja að aukin ferðalög Íslendinga innanlands hafi sömu áhrif. Við erum með því að halda gjaldeyri innanlands í stað þess að missa hann úr landi við ferðalög erlendis. Flókið er að reikna út fjölda þeirra ársverka sem verða til við starfsemi ferðaþjónustubænda en heildarfjöldi ársverka í ferðaþjón- ustu á Íslandi er um 6.000. Þegar tekjur á hverja gistinótt hjá ferða- mönnum eru skoðaðar eru þær um 6 þúsund krónur utan þétt- býlisstaða, en um 15 þús. krónur í þéttbýli á landsbyggðinni. Tekjur á gistinótt á höfuðborgarsvæðinu eru að meðaltali 31 þúsund krónur. Af þessu má draga nokkrar álykt- anir og einnig af þeirri staðreynd að 60% gistinátta útlendinga eru á landsbyggðinni en 75% tekna af ferðalögum þeirra falla til á höf- uðborgarsvæðinu. (Heimild Ásgeir Jónsson.) Það er því mikil ástæða til að auka vöxt ferðaþjónustu í dreifbýli og leggja áherslu á notkun aðfanga úr nánasta umhverfi eða úr eigin rekstri. Fjöldi ársverka í ferðaþjón- ustu í dreifbýli er töluverður og áhrif frumþjónustugreinar mikil á aðrar atvinnugreinar. Velta hjá ferðaþjónustubændum um 1,7 milljarðar á ári Ferðamenn hvíla lúin bein í heitum potti á meðan hagur ferðaþjónustubænda batnar stöðugt. Marteinn Njálsson bóndi Suður-Bár, formaður Félags ferðaþjónustubænda ffb@sveit.is Ferðaþjónusta Með heyi geta menn borið riðuveiki og garnaveiki milli staða. Beint til manna, sem þurfa að kaupa hey og flytja milli staða að huga að þessari hættu. Enginn vill dreifa smitsjúk- dómum um landið viljandi. Riðuveiki er alvarlegur smit- sjúkdómur í sauðfé og geitum og erfiður við að fást. Hún hefur valdið miklu tjóni hér á landi. Sjúkdómar, sem líkjast riðuveiki hafa fundist í öðrum dýrategundum erlendis, þó ekki ennþá í hestum. Mikið hefur verið lagt í að bæla niður veik- ina hér á landi. Henni virðist hafa verið útrýmt af 60-70% þeirra varnarhólfa, sem sýkt voru, þegar veikin var í hámarki fyrir 20 árum. Ein vörnin gegn dreifingu smitsins er að sýna aðgát við flutning á heyi og flutning landbúnaðartækja um landið hvort heldur er við samnýt- ingu tækja eða verslun með notaðar vélar. Aðalvörnin felst niðurskurði á öllu fé, þar sem veikin finnst, hús sótthreinsuð rækilega og heyjum eytt. Veikin er samt að koma aftur og aftur í ljós á stöku bæjum á viss- um svæðum í Árnessýslu, einnig norðanlands og austan. Erfitt er að finna, hvað veldur oft og ein- att, því að veikin kemur ekki fram fyrr en löngu eftir að smit var borið að. Smitefnið getur loðað við allt sem óhreinkast af sauðfé og geitum og taði þeirra, loðað í hári hesta, sem verið hafa í húsi eða réttum með smituðu og sýktu fé og undir hófum hestanna, í hlífðarfötum hestamanna, ekki síst skófatnaði. Sterkar bendingar eru um að riðus- mit geti fylgt heyi. Riðusmit getur leynst víðar en á riðubæjunum sjálfum vegna þess hve hún er lengi að koma fram. Þess vegna þarf til flutnings á heyi frá riðusvæðum til annarra varnarsvæða og flutningur á heyi frá riðubæjum er bannaður eða ströngum takmörkunum háður. Flutningur á heyi er fortakslaust bannaður yfir sumar arnarlínur t.d. austur yfir Þjórsá. Hestamenn geta hjálpað til við þessa baráttu með því að kynna sér málin og sýna aðgát. Hafið aldrei hesta í fjárhúsum á riðusvæðum, hreinsið undan hófum og hafi hestarnir óhreinkast af sauðfé, þvoið þá óhreinindi af þeim, áður en þeir eru teknir til flutnings. Fræðist um það hjá héraðsdýra- læknum eða öðrum starfsmönnum Landbúnaðarstofnunar, hvar smit- hætta er, hugið að varnarlínum og lokið hliðum á þeim. Flytjið ekki hey með ykkur í ferðalögum um landið. Kaupið það heldur á viðkomandi svæði frá öruggum bæjum með samþykki viðkomandi héraðsdýralæknis eða yfirdýralækni og fáið hey til vetr- arfóðurs af ósýktum(friðuðum)sv- æðum. Vegna hættu á dreifingu smits um landið og vandasamrar sótt- hreinsunar ættu hestamenn alls ekki að flytja sauðfé í hestakerr- um. Óæskilegt er að hafa sauðfé í hesthúsum eða hross í fjárhúsum og slíkt ætti hvergi að sjást nema rækilega aðskilið. Leggið okkur lið hestamenn til að verjast útbreiðslu riðuveiki. Til þess þarf aðeins að hafa augun opin, láta okkur vita eða koma vitinu fyrir menn og afstýra hættu, þar sem unnt er að vara menn við. Með heyi og tækjum er hægt að dreifa smitandi búfjársjúkdómum Til hestamanna og annarra sem kaupa hey og flytja milli svæða (klippið út og geymið þennan pistil) Sigurður Sigurðarson dýralæknir, Landbúnaðarstofnun ss@lbs.is Sjúkdómavarnir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.