Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 6
20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR6 FRÉTTASKÝRING: Frávísun á máli Geirs H. Haarde Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is Allt bendir til þess að máls- gögn saksóknara Alþing- is komi ekki fyrir sjónir almennings í langan tíma, fari svo að landsdómsmál- ið verði fellt niður. Alþingi hefur því í hendi sér hvort uppgjör stjórnmálanna við hrunið fer fram eður ei. Á það hefur verið bent að með því að draga ákæruna til baka væri Alþingi að bregðast fyrirheitum um rannsókn og uppgjör eftir hrun. Með efnislegri meðferð Lands- dóms muni fást svör við fjölmörg- um spurningum sem brenna á þjóð- inni; því gefist aðeins þetta eina tækifæri til að greina mikið magn gagna um aðkomu stjórnmála- manna í aðdraganda hrunsins, og þá í samhengi við vitnisburð Geirs H. Haarde og annarra lykilmanna í þeirri atburðarás. Því er knýjandi spurning hvað verður gert við málsgögnin ef Alþingi fellur frá málsókninni, þar sem það virðist ekki augljóst. Sigríður Friðjónsdóttir, saksókn- ari Alþingis, segist ekki hafa íhugað það hvernig farið verði með gögn- in. Að stofni til séu þau sömu gögn og rannsóknarnefnd Alþingis hafði undir höndum, enda málið grund- vallað á niðurstöðu hennar. „Þetta yrði þá sakamál sem fellt væri niður og það þyrfti að skoða það hvort í gildi séu reglur um hvort aðgangur að þeim gögnum sé heimill eða hvort þau yrðu þá komin úr augsýn í ákveðinn tíma á grund- velli upplýsingalaga,“ segir Sigríð- ur. „Ef þetta væri venjulegt mál fyrir Hæstarétti yrðu málsgögn hjá réttinum í ákveðinn tíma og svo færu þau á Þjóðskjalasafnið.“ Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra telur, samkvæmt upplýs- ingum sem hann aflaði sér vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins, að „þau gögn sem fengist hafa til vinnslu við meðferð málsins [séu] þegar orðin opinber gögn“. Opinber gögn í hvaða skilningi? Þeirri spurningu hefur Ögmund- ur ekki haft svigrúm til að svara, þegar þetta er skrifað. Um 3.700 síður af gögnum Það má teljast öruggt að öll máls- gögn sem saksóknari Alþingis hefur safnað saman vegna málareksturs- ins fyrir Landsdómi verði lokuð almenningi í áratugi, fari svo að sakamál á hendur Geir H. Haarde verði fellt niður. Í lögum um lands- dóm nr. 8/1963 segir ekkert um meðferð málsgagna sem falla til við málareksturinn. Hins vegar segir í 51. grein að lög um meðferð saka- mála skuli gilda um þau atriði sem ekki eru sérstaklega skýrð í Lands- dómslögunum. Um er að ræða tíu hefti með máls- gögnum sem nema 3.683 blaðsíðum. Skjalaskrá gagnanna er 122 blaðsíð- ur að lengd, eins og kemur fram á heimasíðu saksóknara Alþingis. Meðal þeirra gagna sem sak- sóknari aflaði, og er þá stiklað á stóru, áður en ákæra var gefin út 10. maí 2011 er tölvupóstur Geirs á tímabilinu 15. júní 2006 til 1. febrú- ar 2009 ásamt fundargerðum og minnisgreinum frá ráðherrafund- um ríkisstjórna Geirs á sama tíma- bili. Eins önnur gögn úr forsætis- ráðuneytinu; frá rannsóknarnefnd Alþingis og þingmannanefndinni sem fjallaði um störf hennar. Upplýsingalögin gilda bara um starfsemi stjórnvalda, ekki dóm- stóla eða Alþingis. Gögn í lands- dómsmálinu eru væntanlega gögn í samspili á milli Alþingis og dóm- stóla og erfitt að ímynda sér að þau teljist gögn frá stjórnvöldum. Gögn sem saksóknari Alþingis hefur fengið frá Þjóðskjalasafn- inu, sem eru stærsti hluti máls- gagnanna, verða væntanlega hluti málsskjala hans í málinu; yrðu hluti rannsóknargagna. Þau eru svo hluti af skjalasafni saksóknara Alþing- is. Hvenær þau koma til Þjóðskjala- safns er óvíst; gögnum er jafnan ekki skilað strax til Þjóðskjala- safns. Þau munu hins vegar verða vistuð þar í fyllingu tímans. Aðgangur takmarkaður Um aðgang að skjölum og öðrum gögnum sem varðveitt eru í Þjóð- skjalasafni Íslands er fjallað í 9. grein laga nr. 66/1985 um Þjóð- skjalasafn Íslands. Þar segir að um aðgang að gögnum í safninu gildi ákvæði upplýsingalaga. Um aðgang að öðrum gögnum og skjölum, sem upplýsingalög og lög um upplýsingarétt um umhverfis- mál taka ekki til, skal mælt fyrir í reglugerð gefinni út af ráðherra mennta- og menningarmála að fengnum tillögum þjóðskjalavarðar. Það á meðal annars við um gögn frá dómstólum. Það flækir málið hins vegar að slík reglugerð hefur ekki verið sett. Þar sem slík reglugerð er ekki fyrir hendi fer líklega um aðgang að þessum gögnum samkvæmt ákvæðum laga nr. 88/2008 um með- ferð sakamála, eins og áður segir, en í 16. grein er fjallað um aðgang að gögnum í sakamálum. Af því ákvæði verður ráðið að aðgangur að þeim gögnum sem eru í vörslu safnsins er takmarkaður við aðila máls. Rétt er að geta þess að gögn sem rannsóknarnefndin safnaði heyra undir lög um Þjóðskjalasafn, en allt sem saksóknari Alþingis aflar sjálfur fellur undir lög um með- ferð sakamála. Því ber þetta allt að sama brunni. Án efnislegrar með- ferðar málsins fyrir Landsdómi er þess langt að bíða að frekari upp- lýsingar um aðkomu stjórnmálanna að hruninu rati fyrir sjónir fólksins í landinu. Í reglum um notkun og aðgengi að opinberum skjalasöfnum kemur fram að gögn sem undanþegin eru upplýsingarétti séu meðal annars fundargerðir ríkisstjórna, bréfa- skipti stjórnvalda og vinnuskjöl. Almennt eru þau lokuð í 30 ár, jafn- vel lengur. Gögnin um Geir gætu endað í skjalageymslu TVÍHENT Á MÁLSGÖGNIN Starfsmenn Hæstaréttar bera inn hluta málsgagna þegar málið var þingfest fyrir Landsdómi 7. júní í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Frávísunartillaga kemur fram í dag vegna tillögu Bjarna Benediktsson- ar um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde. Margir þingmenn telja að verði málinu ekki vísað frá þurfi þingnefnd að ganga í störf Landsdóms. Skýrt kemur fram í skýringum með lögum um Lands- dóm að með ákæru sé málið úr höndum Alþingis. Tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að Alþingi falli frá ákæru á hendur Geir H. Haarde, verður tekin fyrir á Alþingi í dag. Tillagan hefur valdið miklum titringi innan þingsins og óvíst er hver afdrif hennar verða, en ljóst er að hún verður tekin til umræðu í dag. Rökstudd dagskrártillaga hefur verið í smíðum en, líkt og greint er frá hér til hliðar, felur hún í sér að umræða fer fram um málið en ekkert meira verður gert við það. Heimildir Fréttablaðsins herma að stuðn- ingur við þá málsmeðferð hafi aukist. Svo virðist sem fjölmargir þingmenn hafi talið að frávísun málsins hefði það í för með sér að ekki færi fram umræða um málið, heldur yrði því vísað frá áður en til hennar kæmi. Það hugnaðist mörgum lítt, en meiri stuðn- ingur er við það að fara þá leið sem rökstudd dagskrártillaga felur í sér. Í hlutverk Landsdóms Verði dagskrártillagan felld og málið fái þinglega meðferð verður því vísað í nefnd á mili umræðna. Þá þurfa þeir þingmenn sem í nefndinni sitja að taka efnislega afstöðu til ákærunnar á hendur Geir; það er hvort ástæða sé til að draga hana til baka. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, segir það umhugsunarefni og veigamikil rök fyrir frávísun. Sjálfur sé hann þó ekki endanlega búinn að gera upp hug sinn. „Ég sé ekki betur en að nefnd væri að ganga í störf landsdóms ef hún færi að taka efnis- lega afstöðu til þess hvort Geir sé sekur eða saklaus. Ef þingmannanefnd færi að fjalla um málið væri hún í raun og veru einnig að fjalla um spurninguna um sekt eða sakleysi. Þannig gengur hún í störf Landsdóms og það er eitt- hvað sem við eigum ekki að gera.“ Guðmundur bendir einnig á að málið sé komið á allt annan stað nú en þegar afstaða var tekin til ákærunnar í september. Guð- mundur kaus þá gegn ákæru á hendur öllum fjórum ráðherrunum fyrrverandi. „…engin skipti af málinu …“ Mikil umræða hefur farið fram um hvort málið sé löglegt. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, forseti Alþingis, lét fara fram mat á tillögunni og niðurstaða þess var að hún væri þingtæk. Það hafa þó fjölmargir gagnrýnt og Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur gengið svo langt að segja að hafi forseti ekki döngun í sér til að vísa málinu frá eigi ein- faldlega að skipta um forseta. Lögin um Landsdóm eru frá árinu 1963 og eru samin af Ólafi Jóhannessyni, einum helsta lagaspekingi landsins, sérstaklega hvað varðar stjórnsýslurétt. Bjarni Bene- diktsson, þá formaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir málinu. Í athugasemdum með frumvarpinu segir frá því að Alþingi skipi fimm manna sak- sóknarnefnd, til að gefa Alþingi, sem fer með ákæruvaldið, kost á að fylgjast með sak- sókninni. Þá kemur setning sem virðist býsna afgerandi um hug löggjafans: „En eins og nú er, hefur Alþingi engin skipti af málinu, eftir að það hefur kjörið sóknara.“ Lögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við töldu því einboðið að tillaga Bjarna bryti í bága við vilja löggjafans. Seinni tíma skýr- ingar, sem til að mynda Róbert Spanó hefur talað fyrir, hafi ekki tekið á því máli. Þess ber þó að geta að enginn þeirra vildi koma fram undir nafni. Málið gert pólitískt Afstaða Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra, sem ætlar að styðja tillögu Bjarna, hefur farið illa í margan stjórnarliðann. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinn- ar, segir hins vegar fráleitt að láta eins og málið snúist um heilsu og lífvænleika ríkis- stjórnarinnar. Að minnsta kosti tveir af níu ráðherrum, Ögmundur og Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra, hyggist styðja málið og því sé slíkur málatilbúnaður út í hött. „Það er líka stóralvarlegt mál að gera umræðu um sakamál gegn einstaklingi að flokkspólitísku máli og það stórskaðar mála- tilbúnað þeirra sem stóðu að ákærunni á sínum tíma. Það skapar þá augljósu hættu að menn telji að um pólitísk réttarhöld sé að ræða. Yfirlýsingar flokksfélaga gera heldur ekk- ert annað en að styðja varnir sakbornings- ins og fjölga áfrýjunarmöguleikum hans og veikja þannig málatilbúnaðinn af hálfu ríkis- ins,“ segir Árni Páll, en nokkur flokksfélög Vinstri grænna hafa ályktað um að halda ætti ákærunni til streitu. Enn er óvissa um lögmæti tillögunnar VILDU EKKI ÁKÆRA Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Bjarni Benediktsson greiddu öll atkvæði gegn því að nokkur ráðherra yrði ákærður. Líklegt er að Jóhanna samþykki frávísunartillögu á tillögu Bjarna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rökstudd dagskrártillaga felur einfaldlega í sér að næsta mál verður tekið á dagskrá, en ekkert gert með það mál sem til umræðu er. Hún felur því í raun í sér að málinu er vísað frá, að umræðu lokinni. Hjá skrifstofu Alþingis fengust þær upplýsingar að slík málsmeðferð þekktist. Í nefndaráliti 2. minnihluta utanríkis- málanefndar vegna ábyrgðar á Icesave- reikningum, sem lagt var fram í desember 2008, var með rökstuddri dagskrártillögu lagt til að málinu yrði vísað frá. Steingrímur J. Sigfússon stóð að álitinu. Jón Magnússon, þá þingmaður Frjálslynda flokksins, lagði einnig til í áliti í sama máli að málinu yrði vísað frá. Fordæmi fyrir málsmeðferðinni Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.