Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 26
2 föstudagur 20. janúar núna ✽ Gleðjið bóndann Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin H elga Lilja Árnadóttir, Berg-lind Hrönn Árnadóttir og Rakel Sævarsdóttir opnuðu verslunina og galleríið 20Bé í desember. Þar fæst íslensk fata- hönnun í bland við íslenska grasrótarlist. Fatahönnuðirnir Helga Lilja og Berglind Hrönn ráku saman popup-verslunina Work Shop síðastliðið sumar. Það tókst svo vel að þær ákváðu að endurtaka leikinn og opnuðu verslun við Laugaveg 20b. Rakel Sævarsdótt- ir og Þórdís Árnadóttir sem reka vefgalleríið Muses.is bættust svo í hópinn og fæst því bæði íslensk fatahönnun og íslensk myndlist í versluninni. „Við seljum föt á konur og myndlist fyrir alla. Samstarfið hefur gengið mjög vel fram að þessu og búðin er mjög heimil- isleg vegna listaverkanna sem hanga á veggjunum,“ segir Helga Lilja. „Hingað hefur fólk komið til að skoða föt til að kaupa og gengið út með listaverk, sem er mjög skemmtilegt.“ Helga Lilja hannar kven- fatnað undir nafninu Helicop- ter en Berglind Hrönn hann- ar undir heitinu Begga Design. Að sögn Helgu Lilju hanna þær helst kjóla og boli auk fylgihluta. „Berglind er með fallega siffonk- jóla og kögurhálsmen en ég er mest með kjóla og boli. Svo selj- um við einnig fylgihluti eins og belti, kraga og veski frá Áróru.“ Aðspurð segir Helga Lilja þær allar skiptast á að standa vakt- ina í versluninni samhliða því að sinna hönnunarstarfinu. „Það er auðvelt að sameina búðarkonu- starfið og hönnunina því ég get nýtt tímann í búðinni í tölvu- vinnu og ýmis bréfasamskipti,“ segir Helga glaðlega. 20Bé er opin alla virka daga frá 11 til 18 og á laugardögum frá 11 til 16. - sm Verslunin 20Bé selur íslenska fatahönnun og myndlist: HÖNNUN OG LIST UNDIR SAMA ÞAKI Fjölbreytt verslun Helga Lilja Magnúsdóttir, til hægri, og Rakel Sævarsdóttir reka saman verslunina 20Bé ásamt tveimur öðrum. Þar fæst íslensk hönnun í bland við íslenska myndlist. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDA BÓNDANUM Energy nefnist nýji ilmurinn frá Davidoff og er hann tilvalin gjöf handa ástinni í tilefni bóndadagsins. Til heiðurs Janis Söngkonan Bryndís Ásmundsdótt- ir flytur lög eftir Janis Joplin ásamt hljómsveit sinni á Gauk á Stöng 19. janúar næst- komandi. Bryn- dís söng lög Janis Joplin í rokksöngleikn- um Janis 27 sem var settur upp í Íslensku óperunni árið 2009. Hún var tilnefnd til Grímunnar sem besta söngkona ársins sama ár. Tónleikarnir fara fram á 69. afmæl- isdegi söngkonunnar sem lést að- eins 27 ára að aldri. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og kostar 1.500 krónur inn. Íslensk Hollywood-mynd Contraband, fyrsta Hollywood- kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, var frumsýnd á miðviku- daginn. Myndin er byggð á hinni íslensku Reykjavík Rotterdam og skartar sjálfum Mark Wahlberg í aðalhlutverki. Með önnur stór hlut- verk fara Kate Beckinsale, Giov- anni Ribisi og Lukas Haas. Mynd- in er spennumynd af bestu gerð og heldur áhorfandan- um í heljargreipum frá upphafi til enda og ekki skemm- ir fyrir að sjá leik- aranum Ólafi Darra bregða fyrir í mynd- inni í hlutverki sjóara. 50% afsláttur af öllum vörum Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur Kaia Gerber, tíu ára gömul dóttir ofurfyrirsætunnar Cindy Craw- ford, er nýtt andlit barnafata línu tískuhússins Versace. Dóttirin fetar þar með í fótspor móður sinnar sem var í miklu upp- áhaldi hjá hönnuðinum Gianni Versace. „Kaia er mjög fótógenísk líkt og móðir hennar og það var yndis legt að hafa Cindy með okkur í stúdíóinu á meðan tökur fóru fram. Það var skemmtilegt að sjá Kaiu feta í fótspor móður sinnar,“ var haft eftir Donatellu Versace, yfirhönnuði tískuhúss- ins. Gerber er ekki eina stjörnu- afkvæmið sem leggur fyrir sig fyrirsætustörf á barnsaldri því Anais Gallagher, dóttir tónlistar- mannsins Noels Gallagher, sat nýverið fyrir hjá ljósmyndaran- um Mario Testino. - sm Dóttir Cindy Crawford andlit Versace: Fetar í fótspor móður sinnar Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni Kaia Gerber fetar ung í fótspor móður sinnar, fyrirsætunnar Cindy Crawford. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.