Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 10
20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR10 ORKUSJÓÐUR Í 2. grein reglugerðar um Orkusjóð nr. 514/2003 eru tilgreindar eftirtaldar heimildir til styrkveitinga úr Orkusjóði: Umsóknum skal skila til Orkusjóðs, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins og á www.os.is. Frekari upplýsingar eru veittar í símum 569 6083 og 894 4280. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið jbj@os.is. Auglýsir rannsóknarstyrki 2012 ^ að veita styrki eða áhættulán til hönnunar eða smíði frumgerðar tækja og búnaðar til rannsóknar og nýtingar orkulinda ^ að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði hagkvæmrar orkunotkunar, þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi ^ að veita styrki til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í stað jarðefnaeldsneytis og styrkja alþjóðasamvinnu um slík verkefni Við úthlutun styrkja 2012 verður sérstök áhersla lögð á: ^ hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað ^ innlenda orkugjafa ^ vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis ^ öflun þekkingar á þessum sviðum og miðlun hennar ^ rannsóknir, þróun og samstarf sem að þessu miðar ^ atvinnusköpun Umsóknarfrestur er til 1. mars 2012 ORKURÁÐ STJÓRNMÁL Mögulega er orðið of seint að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosn- ingum í júní, að mati Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra. Þetta sagði hún á Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, innti Jóhönnu eftir því hvenær hún sæi fyrir sér að slík þjóðarat- kvæðagreiðsla færi fram, hvernig að henni ætti að standa og um hvað skyldi greiða atkvæði. Hann kvaðst telja algjörlega óraunhæft að frumvarp að nýrri stjórnar- skrá yrði samið upp úr tillögum stjórnlaga- ráðs á næstu vikum, þannig að unnt yrði að leggja það fyrir þjóðina. Jóhanna svaraði því til að stjórnskipun- ar- og eftirlitsnefnd þingsins væri nú með tillögur stjórnlagaráðs til meðferðar og væri að fara yfir umsagnir. Hún vonaðist til að sú vinna gengi hratt og vel og málinu yrði lokið í sátt á næstu vikum. Breyttar tillögur yrðu sendar stjórnlagaráði til loka- umsagnar. „Og síðan – ef ég mætti ráða ferðinni – yrði útbúin þingsályktunartillaga um að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Jóhanna. Hún sæi jafnvel fyrir sér að fólk gæti greitt atkvæði um tillögurnar kafla- skipt og að því loknu kæmu þær í frum- varpsformi inn í þingið. Vonandi tækist að afgreiða það fyrir lok kjörtímabils. - sh Forsætisráðherra segist opinn fyrir kaflaskiptri þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá: Tæpt að kjósa í einu um forseta og stjórnarskrá EF ÉG MÆTTI RÁÐA Jóhanna Sigurðardóttir segir að ef hún mætti ráða ferlinu yrði ný stjórnarskrá tilbúin fyrir lok kjör- tímabils. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÍTALÍA Francesco Schettino, skip- stjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framferði sitt á strandstað fyrir viku. Hann er enn í stofufangelsi á heimili sínu, en segist hafa bjarg- að þúsundum manna. Nokkur hundruð manns voru enn um borð í skipinu þegar hann fór frá borði. Hann sinnti engu ítrek- uðum og hvössum skipunum björg- unarmanns um að koma sér aftur um borð til að taka þátt í björgun- arstörfum. Þess í stað sagðist hann ætla að stjórna björgunaraðgerðum frá landi. „Þetta var fyrirlitlegur heiguls- háttur,“ segir Craig Allen, kennari við skóla strandgæslunnar í Lond- on, sem fordæmir framferði skip- stjórans. „Björgunarfólk í landi getur sinnt öllu samhæfingarstarfi sem á þarf að halda,“ segir Allen í viðtali við AP fréttastofuna. „Það þarf einhvern um borð til að tala við, til að gefa fyrirmæli til fólks sem er um borð og aðstoða farþeg- ana við að fara frá borði og leið- beina björgunarfólkinu.“ Schettino, sem er rúmlega fimmtugur og hefur starfað fyrir skemmtiferðaútgerðina Costa í rúman áratug, segist hafa verið að aðstoða fólk við að komast um borð í björgunarbát þegar hann datt ofan í bátinn og komst ekki aftur um borð í skipið. „Ég yfirgaf ekki skipið með hundrað manns um borð. Skipið hallaðist skyndilega og við köst- uðumst út í sjóinn,“ heyrist á upp- tökum, sem ítalskir fjölmiðlar hafa birt. Fleiri yfirmenn voru um borð í sama björgunarbátnum og nokkr- ir farþegar hafa fullyrt að áhöfn- in hafi meinað öðrum að fara um borð í þennan bát en yfirmönnum skipsins. Grunur vaknaði um að hann hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna þegar skipið strandaði. Hann féllst þó fúslega á að gangast undir blóðprufu til að afsanna það. Hann hefur áður siglt þessu skipi mjög nálægt eyjunni Giglio og segir að leiðin hafi verið fyrirfram ákveðin. Í ágúst síðastliðnum sigldi hann skipinu enn nær en í þessari síðustu ferð. Yfirvöld á Ítalíu nafngreindu í gær átta þeirra sem fórust, en þrjú lík í viðbót höfðu ekki verið nafn- greind. Alls er 21 manns enn sakn- að. gudsteinn@frettabladid.is Skipstjóri segist hafa bjargað þúsundum eftir strandið Framferði skipstjóra skemmtiferðaskipsins Costa Concordia á strandstað síðastliðinn föstudag harðlega gagn- rýnt. „Fyrirlitlegur heigulsháttur“ segir kennari við skóla strandgæslunnar. Alls 21 enn saknað eftir strandið. FRANCESCO SCHETTINO Skipstjórinn umdeildi í lögreglufylgd á laugardaginn var. Hann var látinn laus úr varðhaldi á þriðjudag en er enn í stofufangelsi á heimili sínu. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, sækist ekki lengur eftir því að verða forsetaefni Repú- blikanaflokksins í kosningunum í haust. Hann skýrði frá ákvörðun sinni í gær. Jafnframt lýsti hann yfir stuðn- ingi sínum við framboð Newts Gingrich, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Gingrich hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu daga, og fékk meðal annars stuðningsyfirlýs- ingu frá Söruh Palin, fyrrverandi varaforsetaefni flokksins. Mitt Romney, fyrrverandi ríkis stjóri í Massachusettes, sem hefur tekið forystu í forkosn- ingum flokksins, reyndist hins vegar, þegar endurtalningu var lokið, hafa heldur færri atkvæði en Rick Santorum, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, í for- kosningunum í Iowa, sem haldnar voru 3. janúar. Hvorugur þeirra var þó formlega lýstur sigurveg- ari, því nokkur atkvæði eru enn týnd og því óljóst um endanlegar tölur. Fjórði frambjóðandinn, full- trúadeildarþingmaðurinn Ron Paul, gerði hlé á kosningabaráttu sinni á miðvikudag til að greiða atkvæði á þingi í Washington gegn því að skuldaþak Banda- ríkjanna verði hækkað. Á morgun verða svo forkosn- ingar í Suður-Karólínu, þær þriðju í röð forkosninga Repú- blikanaflokksins þetta árið. - gb Ný talning sýnir að Romney og Santorum voru jafnir: Rick Perry hættir og styður Newt Gingrich ÞÁ ERU EFTIR FJÓRIR Þeir Rick Santorum, Mitt Romney, Newt Gingrich og Ron Paul í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjaryfir- völd í Árborg hafa tekið vel í umsókn kaþólsku kirkjunnar um lóð fyrir kirkju og safnaðarheim- ili á Selfossi. Þetta hefur Sunn- lenska fréttablaðið eftir Gunn- ari Erni Ólafssyni, starfsmanni á skrifstofu kaþólska biskupsins á Íslandi. „Best væri að við gætum farið í þetta sem fyrst,“ hefur blaðið eftir Gunnari, sem kveður aðstöðu orðið skorta á Suðurlandi. Messur safnaðarins hafa til þessa farið fram í kapellu við Riftún á Sel- fossi, en að auki munu pólskar messur hafa verið haldnar einu sinni í mánuði í Selfosskirkju. - óká Messað í kapellu á Selfossi: Kaþólskir vilja lóð fyrir kirkju SELFOSSKIRKJA Pólskar messur hafa fengið inni í Selfosskirkju einu sinni í mánuði, að því er segir í Sunnlenska fréttablaðinu. SIGNIR SIG Í KÖLDU VATNI Rússar skelltu sér margir í ískalt bað í gær, eins og venja er til á þrettándanum, sem Rétttrúnaðarkirkjan hélt hátíð- legan í gær. NORDICPHOTOS/AFP Skipið hallaðist skyndilega og við köstuðumst út í sjóinn. FRANCESCO SCHETTINO SKIPSTJÓRI COSTA CONCORDIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.