Fréttablaðið - 20.01.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 20.01.2012, Síða 10
20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR10 ORKUSJÓÐUR Í 2. grein reglugerðar um Orkusjóð nr. 514/2003 eru tilgreindar eftirtaldar heimildir til styrkveitinga úr Orkusjóði: Umsóknum skal skila til Orkusjóðs, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins og á www.os.is. Frekari upplýsingar eru veittar í símum 569 6083 og 894 4280. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið jbj@os.is. Auglýsir rannsóknarstyrki 2012 ^ að veita styrki eða áhættulán til hönnunar eða smíði frumgerðar tækja og búnaðar til rannsóknar og nýtingar orkulinda ^ að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði hagkvæmrar orkunotkunar, þ.m.t. til fræðslu og upplýsingastarfsemi ^ að veita styrki til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í stað jarðefnaeldsneytis og styrkja alþjóðasamvinnu um slík verkefni Við úthlutun styrkja 2012 verður sérstök áhersla lögð á: ^ hagkvæma orkunýtingu og orkusparnað ^ innlenda orkugjafa ^ vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis ^ öflun þekkingar á þessum sviðum og miðlun hennar ^ rannsóknir, þróun og samstarf sem að þessu miðar ^ atvinnusköpun Umsóknarfrestur er til 1. mars 2012 ORKURÁÐ STJÓRNMÁL Mögulega er orðið of seint að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um drög að nýrri stjórnarskrá samhliða forsetakosn- ingum í júní, að mati Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra. Þetta sagði hún á Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, innti Jóhönnu eftir því hvenær hún sæi fyrir sér að slík þjóðarat- kvæðagreiðsla færi fram, hvernig að henni ætti að standa og um hvað skyldi greiða atkvæði. Hann kvaðst telja algjörlega óraunhæft að frumvarp að nýrri stjórnar- skrá yrði samið upp úr tillögum stjórnlaga- ráðs á næstu vikum, þannig að unnt yrði að leggja það fyrir þjóðina. Jóhanna svaraði því til að stjórnskipun- ar- og eftirlitsnefnd þingsins væri nú með tillögur stjórnlagaráðs til meðferðar og væri að fara yfir umsagnir. Hún vonaðist til að sú vinna gengi hratt og vel og málinu yrði lokið í sátt á næstu vikum. Breyttar tillögur yrðu sendar stjórnlagaráði til loka- umsagnar. „Og síðan – ef ég mætti ráða ferðinni – yrði útbúin þingsályktunartillaga um að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Jóhanna. Hún sæi jafnvel fyrir sér að fólk gæti greitt atkvæði um tillögurnar kafla- skipt og að því loknu kæmu þær í frum- varpsformi inn í þingið. Vonandi tækist að afgreiða það fyrir lok kjörtímabils. - sh Forsætisráðherra segist opinn fyrir kaflaskiptri þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá: Tæpt að kjósa í einu um forseta og stjórnarskrá EF ÉG MÆTTI RÁÐA Jóhanna Sigurðardóttir segir að ef hún mætti ráða ferlinu yrði ný stjórnarskrá tilbúin fyrir lok kjör- tímabils. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÍTALÍA Francesco Schettino, skip- stjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framferði sitt á strandstað fyrir viku. Hann er enn í stofufangelsi á heimili sínu, en segist hafa bjarg- að þúsundum manna. Nokkur hundruð manns voru enn um borð í skipinu þegar hann fór frá borði. Hann sinnti engu ítrek- uðum og hvössum skipunum björg- unarmanns um að koma sér aftur um borð til að taka þátt í björgun- arstörfum. Þess í stað sagðist hann ætla að stjórna björgunaraðgerðum frá landi. „Þetta var fyrirlitlegur heiguls- háttur,“ segir Craig Allen, kennari við skóla strandgæslunnar í Lond- on, sem fordæmir framferði skip- stjórans. „Björgunarfólk í landi getur sinnt öllu samhæfingarstarfi sem á þarf að halda,“ segir Allen í viðtali við AP fréttastofuna. „Það þarf einhvern um borð til að tala við, til að gefa fyrirmæli til fólks sem er um borð og aðstoða farþeg- ana við að fara frá borði og leið- beina björgunarfólkinu.“ Schettino, sem er rúmlega fimmtugur og hefur starfað fyrir skemmtiferðaútgerðina Costa í rúman áratug, segist hafa verið að aðstoða fólk við að komast um borð í björgunarbát þegar hann datt ofan í bátinn og komst ekki aftur um borð í skipið. „Ég yfirgaf ekki skipið með hundrað manns um borð. Skipið hallaðist skyndilega og við köst- uðumst út í sjóinn,“ heyrist á upp- tökum, sem ítalskir fjölmiðlar hafa birt. Fleiri yfirmenn voru um borð í sama björgunarbátnum og nokkr- ir farþegar hafa fullyrt að áhöfn- in hafi meinað öðrum að fara um borð í þennan bát en yfirmönnum skipsins. Grunur vaknaði um að hann hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna þegar skipið strandaði. Hann féllst þó fúslega á að gangast undir blóðprufu til að afsanna það. Hann hefur áður siglt þessu skipi mjög nálægt eyjunni Giglio og segir að leiðin hafi verið fyrirfram ákveðin. Í ágúst síðastliðnum sigldi hann skipinu enn nær en í þessari síðustu ferð. Yfirvöld á Ítalíu nafngreindu í gær átta þeirra sem fórust, en þrjú lík í viðbót höfðu ekki verið nafn- greind. Alls er 21 manns enn sakn- að. gudsteinn@frettabladid.is Skipstjóri segist hafa bjargað þúsundum eftir strandið Framferði skipstjóra skemmtiferðaskipsins Costa Concordia á strandstað síðastliðinn föstudag harðlega gagn- rýnt. „Fyrirlitlegur heigulsháttur“ segir kennari við skóla strandgæslunnar. Alls 21 enn saknað eftir strandið. FRANCESCO SCHETTINO Skipstjórinn umdeildi í lögreglufylgd á laugardaginn var. Hann var látinn laus úr varðhaldi á þriðjudag en er enn í stofufangelsi á heimili sínu. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, sækist ekki lengur eftir því að verða forsetaefni Repú- blikanaflokksins í kosningunum í haust. Hann skýrði frá ákvörðun sinni í gær. Jafnframt lýsti hann yfir stuðn- ingi sínum við framboð Newts Gingrich, fyrrverandi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Gingrich hefur verið að sækja í sig veðrið síðustu daga, og fékk meðal annars stuðningsyfirlýs- ingu frá Söruh Palin, fyrrverandi varaforsetaefni flokksins. Mitt Romney, fyrrverandi ríkis stjóri í Massachusettes, sem hefur tekið forystu í forkosn- ingum flokksins, reyndist hins vegar, þegar endurtalningu var lokið, hafa heldur færri atkvæði en Rick Santorum, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, í for- kosningunum í Iowa, sem haldnar voru 3. janúar. Hvorugur þeirra var þó formlega lýstur sigurveg- ari, því nokkur atkvæði eru enn týnd og því óljóst um endanlegar tölur. Fjórði frambjóðandinn, full- trúadeildarþingmaðurinn Ron Paul, gerði hlé á kosningabaráttu sinni á miðvikudag til að greiða atkvæði á þingi í Washington gegn því að skuldaþak Banda- ríkjanna verði hækkað. Á morgun verða svo forkosn- ingar í Suður-Karólínu, þær þriðju í röð forkosninga Repú- blikanaflokksins þetta árið. - gb Ný talning sýnir að Romney og Santorum voru jafnir: Rick Perry hættir og styður Newt Gingrich ÞÁ ERU EFTIR FJÓRIR Þeir Rick Santorum, Mitt Romney, Newt Gingrich og Ron Paul í sjónvarpskappræðum á mánudagskvöld. NORDICPHOTOS/AFP SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjaryfir- völd í Árborg hafa tekið vel í umsókn kaþólsku kirkjunnar um lóð fyrir kirkju og safnaðarheim- ili á Selfossi. Þetta hefur Sunn- lenska fréttablaðið eftir Gunn- ari Erni Ólafssyni, starfsmanni á skrifstofu kaþólska biskupsins á Íslandi. „Best væri að við gætum farið í þetta sem fyrst,“ hefur blaðið eftir Gunnari, sem kveður aðstöðu orðið skorta á Suðurlandi. Messur safnaðarins hafa til þessa farið fram í kapellu við Riftún á Sel- fossi, en að auki munu pólskar messur hafa verið haldnar einu sinni í mánuði í Selfosskirkju. - óká Messað í kapellu á Selfossi: Kaþólskir vilja lóð fyrir kirkju SELFOSSKIRKJA Pólskar messur hafa fengið inni í Selfosskirkju einu sinni í mánuði, að því er segir í Sunnlenska fréttablaðinu. SIGNIR SIG Í KÖLDU VATNI Rússar skelltu sér margir í ískalt bað í gær, eins og venja er til á þrettándanum, sem Rétttrúnaðarkirkjan hélt hátíð- legan í gær. NORDICPHOTOS/AFP Skipið hallaðist skyndilega og við köstuðumst út í sjóinn. FRANCESCO SCHETTINO SKIPSTJÓRI COSTA CONCORDIA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.