Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 50
20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR38 sport@frettabladid.is EM 2012 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var léttur á brún daginn eftir sigurinn góða gegn Norðmönnum. Algjör lykilsigur hjá íslenska liðinu upp á framhald- ið að gera á mótinu en íslenska lið- inu dugir jafntefli til að komast áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. „Það var mjög gott að sofna eftir Noregsleikinn. Það var góð tilfinn- ing að landa sigri í mjög erfiðum leik gegn Norðmönnum. Menn þurfa líka að fara að átta sig á því að það er þrautin þyngri að vinna Norðmenn. Það hafa síðustu fimm leikir gegn þeim sýnt og það er ekki hægt að tala Norðmenn niður. Öll liðin í þessu móti eru góð og allir leikir hrikalega erfiðir,“ sagði Guðmundur og hann veit manna best að leikurinn í kvöld verður gríðarlega erfiður. Slóvenar leggja allt í sölurnar „Það verður allt vitlaust hérna í þessum leik. Það verður troðfull höll af Slóvenum og þeir munu leggja allt í sölurnar. Þetta er stór- hættulegur leikur og stórhættuleg- ur andstæðingur. Slóvenar hafa sýnt í síðustu leikjum að þeir eru sterkir. Þeir leiddu með sex mörk- um gegn Pólverjum um daginn, gerðu jafntefli við Danmörk og hafa svo heldur betur gert Króöt- um og Norðmönnum lífið leitt hér í Vrsac.“ Landsliðsþjálfarinn segir að margt beri að varast í leik Slóven- anna sem spila eins og stríðsmenn. Þeir hætta aldrei og spila alltaf af fullum krafti. „Þeir spila góða vörn, berjast eins og ljón og eru með virkilega góð hraðaupphlaup. Þeir eru klók- ir sóknarlega með sterkan miðju- mann í Uros Zorman.“ Vörn og markvarsla ekki nógu góð Guðmundur hefur ekki verið sátt- ur við allt í leik íslenska liðsins og segir að ýmislegt þurfi að laga fyrir átök kvöldsins. „Varnarleikurinn og markvarsl- an hefur ekki verið nógu góð. Það verður að laga. Við erum búnir að fara vel yfir varnarleikinn og það þarf að fá meiri ró yfir hlutina. Það er allt of mikill æðibunugang- ur á okkur. Menn vaða út á vitlaus- um tíma, hlaupandi úr stöðum og svo framvegis. Við verðum að fá ró og yfirvegun. Ef hún kemur þá erum við með þetta,“ segir Guð- mundur en hann hefur verið gríð- arlega ánægður með sóknarleik liðsins í síðustu tveim leikjum. Þurfum að vera klókir „Við verðum að vera klókir í sókn- inni gegn Slóvenum. Við erum með ákveðna taktík gegn þeim og próf- uðum hluti gegn þeim í Danmörku á dögunum og munum halda því áfram. Sóknarleikurinn hefur verið frábær. Gegn Norðmönnum skoruðum við 18 mörk í 23 sóknum sem er ótrúleg nýting.“ Guðmundur veit að leikurinn verður erfiður. „Sigurinn á Nor- egi var gríðarlega mikilvægur en þessi riðill er mjög jafn. Það er ekkert í hendi og þetta er hreinn úrslitaleikur.“ Það er allt of mikill æðibunugangur á okkur. Menn vaða út á vitlausum tíma, hlaupandi úr stöðum og svo framvegis. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON ÞJÁLFARI ÍSLENSKA LANDSLIÐSINS EM í handbolta A-RIÐILL Pólland - Danmörk 27-26 (10-14) Serbía - Slóvakía 21-21 (13-6) LOKASTAÐAN 1. Serbía 3 2 1 0 67-31 5 2. Pólland 3 2 0 1 86-72 4 3. Danmörk 3 1 0 2 78-76 2 4. Slóvakía 3 0 1 2 70-92 1 B-RIÐILL Þýskaland - Svíþjóð 29-24 (20-15) Tékkland - Makedónía 21-27 (12-12) LOKASTAÐAN 1. Þýskaland 3 2 0 1 77-74 4 2. Makedónía 3 1 1 1 76-71 3 3. Svíþjóð 3 1 1 1 83-84 3 4. Tékkland 3 1 0 2 77-84 2 STIG Í MILLIRIÐLINUM: Serbía 4, Þýskaland 4, Pólland 2, Svíþjóð 1, Makedónía 1, Danmörk 1. LEIKIR DAGSINS D-riðill: Ísland - Slóvenía kl. 17.10 C-riðill: Spánn - Rússland kl. 17.15 D-riðill: Króatía - Noregur kl. 19.10 D-riðill: Frakkland - Ungverjaland kl. 19.15 Iceland Express-deild karla Keflavík - Grindavík 85-86 (45-48) Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 27/4 fráköst, Charles Michael Parker 24/8 fráköst, Valur Orri Valsson 16/6 stoðsendingar, Jarryd Cole 12/8 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 6/4 fráköst. Grindavík: J’Nathan Bullock 33/19 fráköst, Giordan Watson 15/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 6/7 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ólafur Ólafsson 3/4 fráköst, Ryan Pettinella 2. Stjarnan-Tindastóll 85-88 (76-76, 40-35) Stjarnan: Marvin Valdimarsson 22/5 fráköst, Keith Cothran 17/5 fráköst, Justin Shouse 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Renato Lindmets 12/7 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 5, Guðjón Lárusson 4/4 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 2/5 fráköst. Tindastóll: Maurice Miller 30/5 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Curtis Allen 17/19 fráköst, Svavar Atli Birgisson 13, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Friðrik Hreinsson 8, Helgi Freyr Margeirsson 3, Myles Luttman 2, Loftur Páll Eiríksson 2, Helgi Rafn Viggósson 2. Njarðvík-Valur 98-76 (51-35) Njarðvík: Travis Holmes 29/6 fráköst, Cameron Echols 22/10 fráköst, Elvar Már Friðriksson 16, Ólafur Helgi Jónsson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 6, Óli Ragnar Alexandersson 5/5 stoðsendingar, Oddur Birnir Pétursson 4, Styrmir Gauti Fjeldsted 4, Maciej Baginski 3, Jens Valgeir Óskarsson 2. Valur: Ragnar Gylfason 23/4 fráköst/5 stoðsendingar, Garrison Johnson 17, Igor Tratnik 14/16 fráköst/3 varin skot, Hamid Dicko 6, Kristinn Ólafsson 6, Birgir Björn Pétursson 5/7 fráköst, Benedikt Blöndal 5. Snæfell-Haukar 80-70 (34-20) Snæfell: Quincy Hankins-Cole 18/12 fráköst, Marquis Sheldon Hall 15, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 13/4 fráköst, Sveinn Arnar Davidsson 12, Jón Ólafur Jónsson 8/8 fráköst, Óskar Hjartarson 5, Ólafur Torfason 5/4 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 4. Haukar: Christopher Smith 22/13 fráköst, Haukur Óskarsson 15, Hayward Fain 12/10 fráköst, Emil Barja 11/10 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 5, Helgi Einarsson 4, Guðmundur Sævarsson 1. Þór Þorlákshöfn-KR 73-80 (35-37) Þór Þorlákshöfn: Matthew James Hairston 21/7 fráköst/5 varin skot, Guðmundur Jónsson 14/4 fráköst, Blagoj Janev 13, Darrin Govens 12, Darri Hilmarsson 8/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 5. KR: Joshua Brown 22/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 17, Dejan Sencanski 13/12 fráköst, Finnur Atli Magnusson 7/8 fráköst/5 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 7/6 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 7, Martin Hermannsson 4, Jón Orri Kristjánsson 3. ÍR-Fjölnir 107-97 (45-41) ÍR: Nemanja Sovic 28/5 fráköst, Robert Jarvis 28/5 fráköst/6 stoðsendingar, James Bartolotta 21, Hjalti Friðriksson 9, Kristinn Jónasson 8/7 fráköst, Eiríkur Önundarson 6, Þorvaldur Hauksson 3, Ellert Arnarson 2, Húni Húnfjörð 2. Fjölnir: Calvin O’Neal 28/7 stoðsendingar, Nathan Walkup 24/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 17, Jón Sverrisson 15/9 fráköst, Daði Berg Grétarsson 6, Gunnar Ólafsson 3, Trausti Eiríksson 2, Björgvin Ríkharðsson 2. STAÐAN Grindavík 12 11 1 1039-902 22 Stjarnan 12 8 4 1071-1014 16 Keflavík 12 8 4 1102-1029 16 KR 12 8 4 1031-1008 14 Þór Þ. 12 7 5 1019-981 14 ÍR 12 6 6 1055-1082 12 Snæfell 12 6 6 1150-1083 12 Tindastóll 12 6 6 1019-1049 12 Fjölnir 12 5 7 1036-1081 10 Njarðvík 12 5 7 1018-1027 10 Haukar 12 2 10 928-1026 4 Valur 12 0 12 913-1099 0 ÚRSLIT ALLT VERÐUR VITLAUST Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari býst við átakaleik gegn Slóvenum í kvöld. Hann er ósáttur við varnarleikinn og markvörsluna í fyrstu leikjunum og segir að það verði að laga. Jafntefli dugir til að komast áfram með tvö stig. EM 2012 Aron Pálmarsson, skyttan unga, var þreytulegur en hress er við hittum á hann upp úr hádegi í gær. Aron átti magn- aðan leik gegn Norðmönnum og lykilmaður í frábærum sigri íslenska liðsins. „Nóttin var góð. Ég var reynd- ar lengi að sofna því það var erf- itt að ná sér niður eftir leikinn. Ég svaf svo mjög vel þegar það kom,“ segir Aron sem getur ekki hugsað það til enda ef leikurinn gegn Norðmönnum hefði tapast. „Ég persónulega hefði ekki nennt að fara í Slóvenaleikinn og athuga hvort við ættum að spila um tíunda eða fimmtánda sætið. Nú erum við í góðu færi á að gera eitthvað,“ sagði Aron en hann veit sem er að það verða átök í kvöld. „Þeir eru gríðarlega erfiðir viðureignar. Þeir hafa sýnt það og sannað. Þeir spila fasta og góða vörn og sóknin snýst mikið um Zorman. Svo eru þeir nánast á heimavelli hérna með um 2.000 kolgeðveika stuðningsmenn á pöllunum. Þetta verður virki- lega erfitt,“ sagði Aron en hann segist ætla að njóta þess að spila í látunum sem verða á pöllunum. „Við erum vanir látum víða úr heiminum. Það er bara þannig að þetta er hreinn úrslitaleik- ur og við verðum að vinna hann til þess að fara með tvö stig inn í milliriðilinn. Við setjum þetta upp eins og það sé allt eða ekkert í þessum leik. Þannig verður það núna. Allir leikir eru úrslitaleik- ir fyrir okkur. Ég er alveg klár á því að við mætum tilbúnir í slag- inn.“ - hbg Aron Pálmarsson segir að það verði gaman að spila í stemningunni í kvöld: Þetta er hreinn úrslitaleikur fyrir okkur NÁÐU VEL SAMAN Aron Pálmarsson og Róbert Gunnarsson sjást hér á æfingu í gær en Aron gaf ófáar línusendingarnar inn á Róbert á móti Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Henry Birgir Gunnarsson & Vilhelm Gunnarsson fjalla um EM karla í handbolta í Serbíu henry@frettabladid.is - vilhelm@frettabladid.is MIKIL SPENNA Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari kallar eitthvað inn á völlinn í Noregsleiknum og línumaðurinn Kári Kristjánsson er staðinn upp til þess að hvetja félaga sína í íslenska liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EM 2012 Stuðningsmenn slóvenska landsliðsins eru algjörlega á heimsmælikvarða. Það eru fáar þjóðir, ef nokkrar, sem fá álíka stuðning frá sínu fólki. Um 2.000 Slóvenar eru mættir til Serbíu og þeim fjölgaði í leik tvö í riðlinum. Það má því segja að Slóvenar verði svo gott sem á heimavelli í leiknum í kvöld. Þeirra fólk syngur, blístrar og lætur öllum illum látum frá fyrstu mínútu. Allir standa og líklega eru lög við því að fá sér sæti. Lögregluyfirvöld í Vrsac hafa talsverðar áhyggjur af þessum mannskap og til að mynda eru rútur þeirra stöðvaðar við borgarmörkin og leitað í þeim. Vopnuð óeirðalögreglu stendur svo vaktina í kílómetraradíus og sér til þess að allt fari friðsamlega fram. - hbg Stuðningsmenn Slóvena: Láta öllum illum látum SKRAUTLEGIR Stuðningsmenn Slóvena á tapleiknum gegn Króatíu í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EM 2012 Sverre Jakobsson og félagar í íslensku vörninni hafa ekki alveg fundið taktinn og voru arfaslakir lengi vel í Noregsleiknum. „Samvinnan á milli varnar og markvörslu hefur líka ekki verið alveg nógu góð og við getum betur. Þegar hlut- irnir eru ekki að virka þá kemur óöryggi. Við ætlum aldeilis að bæta fyrir okkar frammistöðu gegn Noregi,“ segir Sverre. „Það var samt ágætt að ná taktinum í lok Noregsleiksins. Seinni hálfleikur var allt í lagi en fyrri hálfleikur mjög slakur. Við erum duglegir að tala saman og stilla strengina. Þeir verða vonandi rétt stilltir í lokaleik riðilsins. Við eigum mikið inni og getum þetta vel. Þetta mun smella núna.“ - hbg Sverre Andreas Jakobsson: Varnarleikur- inn mun batna SVERRE ANDREAS JAKOBSSON ÍSLAND hefur tapað öllum þremur leikjum sínum á stórmótum á móti löndum frá fyrrum Júgóslavíu þegar leikirnir hafa farið fram í fyrrum Júgóslavíu. Ísland tapaði 26-27 á móti Slóvenum á EM í Króatíu 2000, tapaði 28-34 á móti Slóvenum á EM í Slóveníu 2004 og strákarnir töpuðu síðan 29-31 á móti Krótaíu í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. Íslenska liðið hefur aðeins unnið þrjá af síðustu ellefu leikjum sínum á stórmótum á móti slíkum þjóðum. EM í handbolta 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.