Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 4
20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR4 Í frétt um beitartilraun Matvælastofn- unar vegna díoxínmengunar í Skutuls- firði í gær sagði að díoxín hefði mælst 60% yfir aðgerðamörkum, en það á að vera 60% af aðgerða- mörkum. Ef mengunin hefði verið yfir aðgerðamörkum, hefði MAST þurft að bregðast við. Aðgerðamörk eru hins vegar helmingi lægri en hámarksgildi, þess vegna var niðurstaða tilraunar- innar góð. LEIÐRÉTT SAMFÉLAGSMÁL Kynferðisbrotamál gegn börnum sem fjallað hefur verið um innan velferðar- og réttar- gæslukerfisins eru tvöfalt fleiri nú en á árunum 1995 til 1997 sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar Barnaverndarstofu. Árin 1995 til 1997 voru 369 mál sem vörðuðu kynferðisbrot gegn börnum stödd einhvers staðar í kerfinu. Árin 2006 til 2008 voru þau 740 en það eru nýjustu tölur sem hægt er að styðjast við. Að mati Braga Guðbrandsson, forstjóra Barnaverndar stofu, bendir allt til þess að síðan hafi málafjöldi verið svipaður. „Nú erum við í rauninni miklu betur stödd. Við höfum heildarsýn yfir þetta, það er ein af ánægjuleg- ustu breytingunum frá fyrra tíma- bilinu til hins seinna,“ segir Bragi. Á fyrra tímabilinu höfðu barna- verndarnefndir aðeins vitneskju um 75 prósent þessara mála, önnur mál voru til meðferðar hjá lögreglu eða annars staðar án vitundar barna- verndaryfirvalda. „Nú hefur orðið sú breyting að þessi 740 mál voru öll til meðferðar í barnaverndarkerfinu. Það hefur úrslitaþýðingu um að börnin fái viðeigandi aðstoð og meðferð. Það skiptir máli að barnaverndarkerfið sé meðvitað um öll mál, og það er búið að tryggja í dag.“ Á fyrra tímabilinu, 1995 til 1997, voru 170 af 369 málum til rann- sóknar hjá lögreglu. 146 mál fóru áfram til ákæruvaldsins, sem gaf út ákæru í 51 máli. Á seinna tíma- bilinu, 2006 til 2008, komust 340 mál inn á borð lögreglu. Þar af fóru 315 til meðferðar ákæruvaldsins, og ákærur voru gefnar út í 155 málum. „Ákærurnar höfðu þrefaldast á seinna tímabilinu, þrefalt fleiri mál fóru í dómskerfið.“ Á fyrra þriggja ára tímabilinu var sakfellt í 49 málum en á seinna tímabilinu voru sakfellingar 108. „Ég held að við séum eina land- ið í Evrópu þar sem er svona góð heildar sýn yfir fjölda mála,“ segir Bragi. Hann segir þó að tölurnar veki að sumu leyti upp fleiri spurn- ingar en þær svari. „Spurningin er sú hvort samfélagsvitundin hafi bara aukist, við séum orðin meðvit- aðri og kerfið betur undir það búið að glíma við þessi mál, eða hvort um raunverulega aukningu þess- ara mála er að ræða.“ Bragi seg- ist telja að fyrst og fremst sé þetta vegna kerfisbreytinga með til- komu Barnahúss og þeirrar vinnu sem þar á sér stað. „En ég held líka að það megi færa rök fyrir því að umfang þessara brota hafi raun- verulega aukist líka. Í rauninni eiga báðar skýringar við þó að sú fyrri sé í mínum huga hugsanlega þýð- ingarmeiri.“ Bragi mun halda erindi á ráð- stefnu um meðferð kynferðisbrota í HÍ í dag. thorunn@frettabladid.is Ég held að við séum eina landið í Evrópu þar sem er svona góð heildarsýn yfir fjölda mála. BRAGI GUÐBRANDSSON FORSTJÓRI BARNAVERNDARSTOFU GENGIÐ 19.1.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,2 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,76 124,36 191,24 192,16 159,59 160,49 21,459 21,585 20,816 20,938 18,204 18,31 1,6123 1,6217 189,85 190,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Kynferðisbrotamál í kerfinu tvöfalt fleiri Gríðarleg breyting hefur orðið á meðferð kynferðisbrota gegn börnum frá því fyrir fimmtán árum. Tvöfalt fleiri mál koma til kasta kerfisins og þrefalt fleiri mál rata til ákæruvaldsins. Bæði um vitundarvakningu og fleiri mál að ræða. BROTUNUM FJÖLGAÐ Bragi telur að fyrst og fremst hafi kerfisbreyting orðið til þess að fleiri mál koma til kasta barnaverndar nú en áður. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 6° 3° 3° 6° 5° 3° 3° 19° 10° 18° 4° 24° -9° 10° 13° -2° Á MORGUN 5-10 m/s. SUNNUDAGUR Fremur stíf NA-átt NV- til annars mun hægari. -2 -2 -2 -1 -1 -1 4 1 -3 2 -6 7 8 6 3 2 2 6 5 15 5 7 00 0 -2 -1 -1 -2 -2 -3 -4 RÓLEG HELGI Með kvöldinu gengur smám sam- an í norðanátt og heldur stífa norðan og norðvestan til. Annars verður vind- ur yfi rleitt hægur um helgina með éljum norðan til á landinu en bjart syðra. Hitinn víðast um frostmark. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður SJÁVARÚTVEGUR Þegar hafa um 2.800 tonn af loðnu verið fryst í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði. Markaður fyrir þessa afurð er í ýmsum Austur-Evrópu- löndum og nú í vikunni var skip- að út alls um 1.800 tonnum af afurðum í erlent flutningaskip. Loðnuafli skipa HB Granda frá áramótum nemur alls um 13.800 tonnum. Þrjú skip hafa stund- að veiðarnar fram að þessu en nú hefur verið ákveðið að senda Víking AK einnig til veiða. - shá HB Grandi á Vopnafirði: Vel gengur að frysta loðnu REYKJAVÍK Oddný Sturludóttir, for- maður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir það mis- skilning að hún hafi hafnað því að funda um fyrirhugaðar breyting- ar á skólahaldi með foreldum í Hamraskóla. Foreldrarnir eru margir hverjir óánægðir með að flytja skuli ung- lingastig Hamraskóla yfir í Folda- skóla næsta haust. Fullyrt var í fjölmiðlum í fyrra- dag að Oddný hefði neitað boði frá foreldrunum um að ræða málið á fundi með þeim og fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í ráðinu, Kjartan Magnússon, lét í kjölfarið bóka á fundi ráðsins að slík vinnubrögð væru fáheyrð. Oddný segir að foreldrarn- ir hafi kynnt opinn fund um málið með þátt- töku fulltrúa borgarinnar án nokkurs sam- ráðs við hana eða aðra frá borginni um tímasetningu eða annað. Slík- ur opinn fundur hafi síðast verið haldinn í Hamraskóla í desember. „Í kjölfarið bauð ég þeim að koma til fundar við mig og ræða það sem þeim fannst ekki hafa komist nógu skýrt til skila í des- ember,“ segir Oddný. Það sé fráleitt að hún vilji ekki hafa samráð við foreldra eins og Kjartan heldur fram í bókun sinni, enda hafi hún kappkostað að eiga sem mest samskipti við þá sem eiga hlut að máli. Skoðanir um málið séu afar skiptar í hverfinu og hún vilji gera það sem hún geti til að leysa málið í sátt við sem flesta. Sífellt sé fundað um þessi mál. - sh Fulltrúi Sjálfstæðisflokks segir fáheyrt að fundi með borgurum sé hafnað: Oddný segir misskilning á ferð KJARTAN MAGNÚSSON UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra fundaði í gær með Teodor Baconschi, utan- ríkisráðherra Rúmeníu, í Búk- arest, höfuðborg landsins. Þar að auki hitti Össur Petru Filip, for- seta rúmenska þingsins, og Leon- ard Orban, Evrópumálaráðherra landsins. Á fundunum kynnti Össur hugmyndir um að styrkir úr Þróunar sjóði EFTA, sem Ísland á aðild að, verði nýttir til að hefja jarðhitaverkefni í Rúmenía. Össur ræddi einnig aðildarum- sókn Íslands að ESB og þá var rætt um leiðir til að auka við- skipti ríkjanna. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur utanríkisráð- herra fer til Rúmeníu í opinbera heimsókn. - mþl Opinber heimsókn til Rúmeníu: Hitti rúmenska ráðherra í gær BÚKAREST Í GÆR Össur ásamt Teodor Baconschi, utanríkisráðherra Rúmeníu. DÓMSMÁL Róbert Ragnar Spanó, lagaprófessor og forseti laga- deildar Háskóla Íslands, veitti verjendum Baldurs Guð- laugssonar, fyrrverandi ráðuneytis- stjóra, ráðgjöf eftir að ákæra var gefin út á hendur honum fyrir innherja- svik. Þetta upp- lýsir Róbert í neðanmálsgrein í nýrri bók sinni sem fjallar um réttarregluna Ne bis in idem, sem snýst um bann við endurtekinni málsmeðferð sakamála. Í bókinni fjallar Róbert meðal annars um mál Baldurs, eins og greint hefur verið frá í Frétta- blaðinu. Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að Fjármálaeftirlitinu hafi að öllum líkindum ekki verið heimilt að taka rannsókn málsins upp aftur eftir að hafa tilkynnt Baldri um niðurfellingu þess. - sh Forseti lagadeildar HÍ: Veitti verjanda Baldurs ráðgjöf RÓBERT SPANÓ VINNUMARKAÐUR Fjarskiptafyrir- tækið Vodafone sagði upp 28 starfsmönnum sínum í gær. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ástæðan sé hagræðing í rekstri. Uppsagnirnar eigi ekki að hafa áhrif á þjónustu Voda- fone, en eftir þær eru starfsmenn fyrirtækisins 390 talsins. Starfsfólkið fær greidd laun út uppsagnarfrest og heldur hlunn- indum án þess að vinnuframlags sé óskað á móti. Auk þess býðst því, að kostnaðarlausu, ráðgjöf og aðstoð við atvinnuleit. Uppsagnir á fjarskiptamarkaði: 28 sagt upp hjá Vodafone í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.