Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 44
20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR32 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 20. janúar 2012 ➜ Tónleikar 12.15 Tveir af liðsmönnum Tríós Reykjavíkur, þau Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari og Peter Máté píanóleikari, bjóða upp á tónleika í hádegistónleikaröð Kjarvalsstaða. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis. ➜ Sýningar 20.00 Santiago Sierra opnar sýningu í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Aðgangur er ókeypis fyrir Menningar- kortshafa og stendur sýningin til 15. apríl. ➜ Uppákomur 16.00 Hóf verður haldið í Bókabúð Máls og menningar í tilefni af útgáfu á geisladiski Eysteins Péturssonar, Það er margt í mannheimi. Eysteinn mætir með gítarinn og flytur nokkur lög og boðið verður upp á léttar veitingar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. 22.00 Prikið býður fólki að skyggnast inn í framtíðina í gegnum spákonu. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. ➜ Málþing 13.00 Stofnun dr. Sigurbjörns Einars- sonar og Guðfræðistofnun Háskóla Íslands efna til málþings í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Yfirskrift málþingsins er Trú og trúarbrögð á 21. öld. Aðalfyrir- lestur flytur dr. Hjalti Hugason, prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. ➜ Tónlist 12.00 Tónlist eftir Stefán Ómar Jakobs- son undir yfirskriftinni Hrynskáldið og hljóðfæraleikarinn verður flutt á hádegistónleikum í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Flytjendur eru Andrés Þór Gunnlaugsson, Jón Rafnsson og Stefán Ómar Jakobsson. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 21.00 Bar 11 heldur áfram með vetrar- tónleikaröð sína í samstarfi við Tuborg. Hljómsveitin Sykur kemur fram að þessu sinni og DJ mætir í búrið strax eftir tónleika. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Kristján Pétur Sigurðsson, Skrokkabandið og fleiri halda tónleika á Ob-La-Dí Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Ellefta þáttaröðin af þessum geysivinsæla skemmtiþætti er að hefjast. Tíu sigurvegarar hafa slegið í gegn um allan heim og fleiri keppendur eru orðnir heimsfrægir söngvarar og leikarar. Nú bætast nýir í hópinn! Dómarar eru Steven Tyler, Jennifer Lopez og Randy Jackson en Ryan Seacrest kynnir. VINSÆLASTI SKEMMTIÞÁTTUR Í HEIMI SNÝR AFTUR Í KVÖLD! VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Keppnin hefst í kvöld kl 20:15 Fjallabræður koma í fyrsta skipti saman á Akureyri á tónleikum í Menningar- húsinu Hofi á Akureyri á laugardags- kvöldið klukkan 20. Kórfélagar, sem eru á fimmta tug, eru flestir að vestan en þó er kjarninn frá Flateyri. Í kórnum eru líka nokkrir Reykvíkingar sem allir eiga það sameiginlegt að þekkja fjöllin fyrir vestan með nafni og/eða hafa drukkið sjálfa sig undir borðið á þorrablóti á Vest- fjörðum. Í Fjallabræðrum er einungis ein kona, Unnur Birna Björnsdóttir, en hún bæði syngur og spilar á fiðlu. Hún mun meðal annars flytja hið þjóðlega og stóra lag Ísland, sem Fjallabræður frumfluttu í Fríkirkjunni í nóvember, auk þess að frumflytja lag eftir sjálfa sig. Unnur er dóttir Björns Þórarinssonar, orgelleikara og skólastjóra Tónræktarinnar á Akur- eyri. Þau feðgin taka oft og iðulega lagið saman og útilokar Unnur ekki að svo verði í þetta sinn líka. Sérstakir gestir á tónleikunum í Hofi verða Sverrir Bergmann og Jónas Sig úr Ritvélum framtíðarinnar. Fljótlega eftir tónleikana flýgur Unnur af landi brott, en hún ætlar að dvelja í Rómaborg næsta hálfa árið. „Ég ætla að æfa og semja, ef til vill að finna mér einka- kennara, en fyrst og fremst að gera sem minnst,“ segir Unnur Birna, sem ætlar þó alls ekki að yfirgefa Fjallabræður fyrir fullt og allt. „Nei, ég tími því alls ekki. Ég yrði þá bara að kalla eftir þeim til mín, ef ég ílengist eitthvað þarna.“ - hhs Fjallabræður og gestir í Hofi FJALLABRÆÐUR Unnur Birna Björnsdóttir, eini kvenmeðlimur Fjallabræðra, leitar andrýmis í Róm á næstu dögum. Þetta verða því síðustu tónleikar hennar með kórnum í bili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.