Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 30
6 föstudagur 20. janúar Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Sameiginleg sjálfsfróun skapar nánd ?Mig langaði að spyrja, hvað hefur að segja ef aldursmunur er mikill, til dæmis menn sem ná sér í yngri konur. Hjá mér voru til dæmis 12 ár á milli. Hann var þá 40 ára og við áttum tvö börn. Kunnum lítið að breyta til með kynlíf. Er ekki oft þannig að um þennan aldur vex fólk í sundur? Svar: Aldursmunurinn er flókinn að því leyti að þroski einstaklinga er misjafn. Því er erfitt að alhæfa um hvaða aldursmunur sé hentugur þó auðvitað beri mönnum að styðjast við lagarammann í því tilliti. Ára- fjöldi getur haft áhrif ef kynslóðabil er á milli aðilanna og ef skoðanir og gildi eru mjög ólík og veldur titringi innan sambands. Það getur svo haft áhrif á samlíf. Aldursmunur getur vísað til ákveðins valdaójafn- vægis innan sambands og það er annar þáttur sem getur haft neikvæð áhrif á samlíf og gæði sambandsins. Mikilvægt er að fólk geti tjáð sig og komist að samkomulagi um hvað sé best fyrir þau og þeirra sam- band. Gangi ykkur vel. ? Nú langar mig að taka þínum ráðum og byggja upp „kynferðislegt heilbrigði“ og byrja að stunda reglu- legt kynlíf. Hvernig væri best að brjóta ísinn og koma bæði sér og makanum af stað í „ræktina“ nú þegar maður hefur verið fastur í sama farinu í nokkurn tíma og með tvö ung börn sem þarfnast umönnun- ar nótt sem nýtan dag? Svar: Það er gott að byrja smátt. Fyrsta skrefið er sjálfsfróun og fullnæging. Þið passið bæði upp á að gefa hvort öðru það næði sem þarf til þess að geta fullnægt ykkur sjálfum. Það er mikilvægur liður í að koma sér af stað og koma sér í stuð! Þegar sú kyn- ferðislega athöfn er orðin að reglu þá ættuð þið að ræða saman um hvað hentar ykkur best. Ef tíminn er af skornum skammti þá ber að hafa það í huga svo væntingarnar verði raunhæfar. Þá minni ég á að kynlíf er meira en bara samfarir, munnmök og sam- eiginleg sjálfsfróun geta verið afskaplega fullnægj- andi og skapað nánd. Ekki má gleyma að kyssa hvort annað, kjassa og knúsa. Mér finnst það ágætis regla að heilsast og kveðja með faðmlagi og kossi. Þessi litla líkamlega snerting getur skipt sköpum þegar stendur til að endurvekja kynlífið. Þegar kynlífið er komið í þann farveg sem þið eruð ánægð með þá verður þessi daglega snerting sjálfsögð og ekki eitt- hvað sem þið þurfið að leggja sérstaklega á ykkur. Þá er einnig mikilvægt að skapa kynferðislega já- kvætt umhverfi. N ýju ári fylgir oft nýtt upphaf og fyrirheit um nýja tíma. Það er þó ýmislegt sem má taka með sér yfir í nýtt ár, eins og tískustrauma haustsins 2011. Þessa fyrstu mánuði ársins heldur tískan áfram að vera klassísk og full af jarðlitum. Haldið fast í þykku peysurnar og ökkla- stígvélin en bætið við aðsniðnum jökkum sem minna á enska sveitasælu og varalit í fjólurauðum lit. Trefill úr Mýrinni. Jakki úr Zöru. Tískan á nýju ári: SVEITASÆLA OG FJÓLURAUÐAR VARIR Rosebud-varasalvi fyrir þurrar varir. Daphne Guinness- línan frá MAC. Daphne Guin- ness-línan frá MAC. Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is ÚTSALA 30-60% AFSLÁTTUR Kínversk handgerð list ár drekans · Vasar · Diskar · Lampar · Pottar · Myndir o.m.fl. alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.