Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 34
Halldór Halldórsson, hjá Gullfiski harðfiskverkun, segir harðfisk einstakt ljúfmeti og prótínríkan að auki. Harðfiskur er eitt af því fjölmarga sem má finna á borðum nú þegar þorrinn gengur í garð. Halldór Halldórsson, eigandi Gullfisks harð- fiskverkunar, er sérfróður um hann. Halldór segir harðfisksölu vera orðna frekar jafna yfir allt árið og þar af leiðandi sé þorrinn ekkert sérstakur álagstími hjá þeim. „Sumartíminn er orðinn okkar helsti álagstími, en harðfiskur virð- ist vera orðinn vinsæll í útilegurnar og ferðalögin,“ segir Halldór. Hann getur þess að starfsmenn leggi þó meiri áherslu á stærri pakkningar á þorranum. Að ljúffengu bragði undanskildu segir Halldór harðfisk vera einn besta prótíngjafa sem fyrirfinnist og þar af leiðandi sé mikil nær- ing í honum. „Yfirleitt mælist harðfiskur með frá 75 prósent prótín en við höfum verið að dreifa harðfiski úr ýsu undir vörumerkjunum Gullfiskur og Gæðafiskur og hann hefur verið að mælast með 82-85 prósent prótín,“ bendir Halldór á. - trs „Við ásatrúarmenn höldum ávallt þorrablót á bóndadag og leggjum áherslu á að hafa þau skemmti- legustu samkomur ársins,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson alls- herjargoði. Hann telur þorrablót hafa tíðkast hér á landi í upphafi Íslandsbyggðar en koðnað niður eftir að þjóðin varð kristin og ekki verið endurvakin aftur fyrr en á 19. öld. „Þegar Íslendingar fengu trúfrelsi með stjórnarskránni 1874 þá byrjaði Stúdentafélag Íslend- inga í Kaupmannahöfn á því að halda þorrablót,“ segir hann. „Þó grunar mig að séra Matthías Joch- umsson og fleiri menn á Akureyri hafi tekið forskot á sæluna árið áður.“ Að áliti Hilmars Arnar hafa þorrablótin haft það gildi frá upp- hafi að lyfta fólki upp úr skamm- degisdrunganum hér á norður- slóðum, gleðja og kæta. „Kannanir hafa sýnt að seinni partur janúar- mánaðar er mörgum erfiðasti tími ársins sálfræðilega. Þannig hefur það ugglaust alltaf verið. Því hefur vantað gott partí til að peppa fólk upp og þannig koma þorrablótin til sögunnar.“ Hilmar Örn segir þorrablótum ásatrúarmanna nútímans svipa til annarra sem haldin séu vítt um byggðir landsins. Þau snúist ekki bara um að kýla vömbina og þamba mjöð, heldur líka styrkja andann og gleðina með uppbyggi- legri dagskrá. Í þetta sinn flytur Þór Tulinius leikari brot úr ein- leiknum Blótgoðanum, fjölda- söngur sé fastur liður svo og minni karla og kvenna og síðan mæta Björn Thorodd- sen, Jón Rafnsson og Andr- ea Gylfadóttir með létta tóna. „Einhverjir úr félaginu stíga líka gjarnan á svið og láta í sér heyra,“ segir hann. „Þetta er alltaf fjölbreytt og skemmtilegt.“ Skyldu ásatrúarblótsgestir klæðast fornum búningum í anda landnámsmanna? „Ekki almennt,“ svarar allsherjargoðinn. „En ákveðinn hópur hefur verið að læra fatagerð upp á gamla mátann og mætir gjarnan í þannig klæðn- aði.“ gun@frettabladid.is Gott partí hefur vantað til að peppa fólk upp Þorrablót eru heiðin hátíð sem fylgdi landnámsmönnum hingað. Tilgangurinn var frá öndverðu sá að lyfta fólki upp úr skammdegisdrunga, að mati Hilmars Arnar allsherjargoða sem blótar þorra í kvöld. Hilmar Örn og Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði lyfta hornum á þorrablóti ásatrúarmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Prótínríkur og sérlega bragðgóður Þór Tulinius flytur brot úr ein- leiknum Blótgoðanum. GOTT Á BÓNDADAGINN Okkar bakarí | Iðnbúð 2 | 210 Garðabær | Sími: 565 8070 Mikið úrval af fallegum tertum Kynntu þér úrvalið á www.okkarbakari.is og á facebook.com/okkarbakarí NÚVITUNDARHUGLEIÐSLA www.dao.is Átta vikna námskeið í núvitundarhugleiðslu byrjar mánudaginn 23. janúar. Nánari upplýsingar á www.dao.is Gunnar sími 822-0727 Helena sími 822-0927 ENSKA Enska II - III Enska IV Enska tal og les SPÆNSKA Spænska I Spænska II Spænska tal og les DANSKA Danska I - II NORSKA Norska I – II Norska framhald SÆNSKA Sænska Skráning: http:// kvoldskoli.kopavogur.is og í síma 564 1507 Tungumálanámskeið Kennt er í byrjenda – framhalds – og talæfingaflokkum FRANSKA Franska I Franska framhald ÍTALSKA Ítalska I Ítalska II Fjöldi annarra námskeiða eru í boði Snælandsskóla við Furugrund Með rakblaðabrýninu Razorpit skerpir þú rakblaðið og getur notað sama blaðið allt að 150 sinnum. Notkunin er einföld, það þarf einungis að setja smá raksápu á brýnið og renna rakblaðinu yfir það nokkrum sinnum. Einfalt og fljótlegt! ,,Snyrtigræja ársins 2011 fyrir karlmenn” samkvæmt breska herratímaritinu FHM. Fæst í eftirtöldum verslunum: Fjarðarkaup, Hagkaup, Kosti , Lyfju, Melabúðinni, Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.