Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 16
16 20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 A lþingi greiðir væntanlega atkvæði í dag um tillögu Bjarna Benediktssonar um að þingið afturkalli máls- höfðun á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætis- ráðherra fyrir Landsdómi. Málsmetandi lögfræðingar hafa fært fyrir því sann- færandi rök að það sé í valdi þingsins að afturkalla ákæruna, enda fari það með ákæruvaldið í málinu. Það hefur orðið ljósara eftir því sem liðið hefur á málarekst- urinn fyrir Landsdómi hversu ógæfulegur hann er. Málið ber allt keim af pólitískum réttar- höldum og réttinda sakbornings- ins hefur ekki verið gætt sem skyldi, enda eru lögin um Lands- dóm gömul og hafa ekki tekið breytingum til samræmis við réttarþróun í meðferð sakamála. Hér kemur ýmislegt til; í fyrsta lagi hvernig að ákærunni var staðið, þegar lítill hópur þingmanna Samfylkingarinnar réði því að fyrrverandi forystumaður annars flokks var ákærður en þeirra eigin flokksmönnum hlíft. Í öðru lagi gerði þingnefndin sem gerði tillögu um ákæruna aldrei neina sjálfstæða rannsókn á málinu og ræddi aldrei við hugsanlegan sakborning eins og telst þó sjálfsögð regla í réttarríki. Í þriðja lagi fer saksóknarinn fram með öðrum hætti en í öðrum sakamálum, meðal annars með almannatengsla- starfsemi á vefnum, sem engin fordæmi eru fyrir. Í fjórða lagi breytti Alþingi lögunum um Landsdóm eftir að ákveðið var að ákæra og framlengdi skipunartíma dómaranna. Þessi atriði voru rakin í pistli hér á þessum stað síðastliðið sumar og bent á að þingmenn VG, sem hefðu verið talsmenn þess að réttar- kerfinu væri ekki misbeitt í pólitískum tilgangi, stæðu nú að því að „þverbrjóta ýmsar reglur réttarríkisins til að koma höggi á einn mann, sem draga á til ábyrgðar fyrir heilt stjórnkerfi sem ekki réði við hlutverk sitt“. Því var hnýtt aftan við að hætt væri við að dómur sögunnar um þessa þingmenn yrði annar en þeir hefðu kosið. Einn þingmannanna, Ögmundur Jónasson, svaraði um hæl með nokkrum þjósti í grein í Fréttablaðinu og taldi ritstjóra blaðsins þurfa að rökstyðja betur þessar „grafalvarlegu ásakanir“. Á síðustu dögum hefur Ögmundur hins vegar snúið við blaðinu og telur sig og aðra sem greiddu atkvæði með að ákæra Geir hafa gert mis- tök. Atkvæðagreiðslan um ákærurnar hafi tekið á sig „afskræmda flokkspólitíska mynd“ og réttarhöldin verði „sýndaruppgjör“. „Réttarríki rís aldrei undir nafni, nema lög og réttlæti fari saman,“ sagði Ögmundur í grein í Morgunblaðinu og hafði þar rétt fyrir sér. Fleiri þingmenn hljóta að hafa skipt um skoðun á þessu máli – og hafa áhyggjur af dómi sögunnar eins og Ögmundur. Þetta mál snýst nefnilega um réttlæti og þannig á að nálgast það. Það er algjörlega fráleitt að halda því fram að það snúist um ríkis- stjórnarsamstarfið eða að þessi flokkurinn eða hinn hafi sitt fram á kostnað annarra. Það snýst um að ekki verði brotin mannréttindi með gallaðri málsmeðferð og að einn maður verði ekki látinn svara til saka fyrir kerfi sem brást. Leiðin til uppgjörs við þátt stjórnmálamanna í hruninu liggur í því að fylgja fast eftir þeirri áætlun um umbætur á lögum, stjórn- sýslu og siðferði sem þingmannanefndin margumrædda lagði fram og þingið samþykkti. Ef Landsdómsmálið er úr sögunni beinist athyglin með réttu aftur að framgangi þeirra mála. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Eins rangt og það var að hefja málsókn gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, er í dag tækifæri til að gera það sem er rétt. Því miður hefur umræð- an undanfarið minnst snúist um það hvað rétt og sanngjarnt sé að gera en mest um það hvort hugsanleg niðurstaða sé góð eða slæm fyrir ríkisstjórnina, tiltekna stjórn- málaflokka eða tilteknar stjórnmálaskoð- anir. Um hvað snýst málið? Eins og öllum er ljóst er málsóknin gegn Geir H. Haarde algjört einsdæmi. Hún er pólitísks eðlis, er í andstöðu við okkar réttarfar og felur í sér ósanngjarna aðför gegn einstaklingi, sem ekki getur einn og sér borið ábyrgð á afleiðingum efna- hagshrunsins. Þess vegna var ákvörðun Alþingis á sínum tíma röng og þess vegna er svo mikilvægt að hún verði dregin til baka og skapi ekki fordæmi í íslensku samfélagi. Líkt og svo oft áður hefur hinn pólitíski leikur þessa vikuna fengið meiri athygli en málið sjálft. Þannig höfum við fylgst með hörðum átökum milli stjórnmálaflokka, innan stjórnmálaflokka og flóknum kenn- ingum um það hvað atkvæðagreiðslan um frávísunina feli raunverulega í sér. Þetta hefur flækt málið, sem í grunninn snýst ekki um ríkisstjórnina, einstaka stjórn- málaflokka eða stjórnmálaskoðanir, heldur um það eitt að gera rétt gagnvart einstak- lingi sem hefur verið órétti beittur. Kosningar eru pólitískt uppgjör Traust almennings til stjórnmála er í sögu- legu lágmarki. Stjórnmálamenn verða að horfast í augu við þá staðreynd, endur- skoða áherslur, breyta vinnubrögðum og færa valdið nær fólkinu. Aðeins þannig endurvinnum við traust, nýtum lærdóminn af hruninu og eflum lýðræðið. Enginn stjórnmálaflokkur, ekki heldur sá sem ég tilheyri, getur vikið sér undan slíkri skoðun. Hún er óumflýjan- leg og mun hafa mikil áhrif á val fólks og niðurstöður kosninga, þar sem uppgjör almennings við stjórnmálin fer fram. Stjórnmálin geta ekki og mega ekki víkja sér undan þeim dómi eða færa það vald annað. Hið pólitíska uppgjör er hjá þjóðinni allri á kjördag. Hvorki Alþingi né einstakir stjórnmálamenn geta krafist þess að uppgjörið fari fram annars staðar, síst af öllu í lokuðum dómsölum með mál- sókn gegn einum manni. Það er einfaldlega rangt og því hvet ég þingmenn allra flokka til að nýta daginn til að breyta rétt. Tækifæri til að breyta rétt Alþingi greiðir atkvæði um landsdómsákæru: Réttlætismál Landsdómur Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn Gangsetjum hjólin Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra lá einu sinni sem oftar undir ámæli á Alþingi í gær. Birkir Jón Jóns- son, þingmaður Framsóknarflokksins, ásakaði ríkisstjórnina um að standa sig slælega í atvinnumálum og spurði hvenær ætti nú að koma fram með alvöru atvinnustefnu og glæða efnahag þjóðarinnar. Jóhanna taldi sig vera að vinna að því á fullu, hún væri vakin og sofin yfir því, ásamt ríkisstjórninni, að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Þetta er áhuga- verð líking. Nú er spurn- ing hvernig hjól það eru sem ríkisstjórnin reynir að gangsetja, eru hágæða Harley Davidson eða kannski vespur atvinnulífsins? Sjö ráðherranefndir Í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þing- manns Framsóknarflokksins, má sjá að starfandi eru sjö ráðherranefndir um eftirfarandi efni: Evrópu- mál, jafnréttismál, efnahags- mál, ríkisfjármál, atvinnumál, endurskoðun laga um stjórn fiskveiða og stjórnkerfisbætur. Þetta er athyglisverður listi og ber að þakka fyrir fyrir- spurnina. Valdataka á Alþingi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er ósáttur við hvernig haldið er á málefnum um stjórnarskrá. Hann hefur nokkuð til síns máls þar sem málið hefur ekki verið rætt efnislega á þingi, en rætt er um að kjósa um það í sumar. Bjarni átaldi meirihlutann fyrir að hafa breytt stjórnlagaþingi í stjórnlagaráð og ætla síðan að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og sagði hann meirihlutann hafa tekið völdin. Það er nú einmitt það sem meirihlutar gera oft, nýta sér það að vera meirihlutar. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.