Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 54
20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR42 „Tilboðið frá Random House var eiginlega þannig að það var ekki hægt að segja nei við því. Þetta er mjög góður samningur,“ segir leikarinn og leikstjórinn Bjarni Haukur Þórsson. Hann hefur undirritað útgáfu- samning við risaforlagið Ran- dom House um að hann skrifi bók byggða á einleiknum Pabbinn. „Þetta er skálduð sjálfsævisaga byggð á eigin reynslu. Þetta verð- ur vonandi mjög fyndin bók sem fjallar um það að vera faðir og allt sem því fylgir. Maður hefur fundið það í gegnum áhugann á leikverkinu að það er gríðarleg- ur áhugi á stöðu karlmannsins sem uppalanda og föður, hvort sem hann er einstæður eða ekki,“ segir Bjarni Haukur sem var að vonum upp með sér þegar Ran- dom House hafði samband við hann. „Það var alveg frábært en svo vaknaði ég í svitakasti dag- inn eftir og áttaði mig á að maður þyrfti að gera þetta líka.“ Pabbinn, sem um þrjátíu þús- und manns sáu hér á landi, hefur verið á fjölunum í Þýskalandi síð- ustu tvö ár við góðar undirtektir. Yfir eitt hundrað þúsund manns hafa séð einleikinn, auk þess sem þýsk kvikmynd byggð á Pabban- um fer í tökur síðar á þessu ári eftir handriti Bjarna Hauks og Ólafs Egilssonar. „Í ljósi þess að ég gekk frá sölu á kvikmynda- réttinum vaknaði áhugi á að gefa út bók og þeir komu til mín með þessa hugmynd,“ segir hann um áhuga Random House. Þessa dagana situr Bjarni Haukur sveittur við skriftir á bókinni en hann á að skila henni af sér í sumar. Bókin kemur fyrst út í Þýskalandi, líklega í lok árs- ins eða í byrjun þess næsta, og í framhaldinu kemur hún út í fleiri löndum. Einleikurinn Pabbinn er þegar búinn að plægja akurinn fyrir bókina því hann hefur verið sýndur í 25 löndum við miklar vinsældir. Pabbabókin verður sú fyrsta sem Bjarni Haukur sendir frá sér og má segja að hann byrji á toppnum því Random House er eitt stærsta bókaforlag heims. Það er í eigu Þjóðverja en er með höfuðstöðvar í New York. „Það hefði kannski verið rökréttara að byrja á Íslandi en heimurinn er óútreiknanlegur. En þetta er frá- bært í alla staði og mikil viður- kenning.“ freyr@frettabladid.is MORGUNMATURINN Íslenskir rithöfundar í það minnsta hafa gefið út hjá Random House: Arnaldur Indriðason, Auður Jónsdóttir og Ólafur Jóhann. 3 „Ég fæ mér yfirleitt Létt AB mjólk og múslí. Holl og góð byrjun á deginum. Ég geri nánast aldrei vel við mig þegar kemur að morgunmat, nema ég sé staddur á hóteli hér- lendis eða erlendis. Þá borða ég allt sem ég finn eins og enginn sé morgundagurinn og engin leið að stoppa mig.“ Sveinn Andri Sveinsson lögmaður. BJARNI HAUKUR ÞÓRSSON: ÞETTA VERÐUR VONANDI FYNDIN BÓK Risaforlagið Random House gefur út Pabbabók Bjarna GÓÐUR SAMNINGUR Bjarni Haukur Þórsson er mjög ánægður með samninginn sem hann gerði við Random House. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er mjög spennandi og verð- ur eflaust gaman,“ segir Unn- steinn Manuel Stefánsson, með- limur hljómsveitarinnar Retro Stefson sem kemur í fyrsta sinn fram í Bandaríkjunum á South by Southwest-tónlistarhátíðinni í mars. Hátíðin South by Southwest eða SXSW er sannkölluð bransahátíð þar sem um 2.000 tónlistarmenn koma fram í Austin í Texas og stendur hún yfir í fjóra daga. Á hátíðinni er aðaláherslan á nýja og ferska tónlistarmenn sem fá tækifæri til að sýna sig fyrir fólki úr tónlistariðnaðinum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við spilum í Bandaríkjunum og auð- vitað gott tækifæri. Dagskrá- in okkar er ekki alveg tilbúin en við spilum nokkrum sinnum yfir hátíðina,“ segir Unnsteinn og bætir við að hátíðin sé mjög stór og öðruvísi að því leytinu til að mikið er um einkapartí fyrir- tækja sem hljómsveitirnar spila á. Það er óhætt að segja að sveit- in hafi slegið í gegn á Airwa- ves-hátíðinni í haust en síðasta sumar voru hljómsveitarmeðlim- ir búsettir í Berlín þar sem þeir spiluðu víðs vegar um Evrópu. Árið í ár verður svipað hjá sveit- inni sem heldur til Þýskalands í apríl. „Þetta sumar verður eigin- lega bara svona „deja vú“ sumar. Við gerum það sama og í fyrra, spilum á hátíðum og tónleikum um hverja helgi. Það er gaman en getur líka tekið á. Ég ætla að vera í Berlín en sumir ætla að vera duglegri að fara heim til Íslands inn á milli í ár.“ Retro Stefson er ekki eina íslenska sveitin sem ætlar að nýta hátíðina SXSW sem stökkpall því hljómsveitin Of Monsters and Men kemur einnig fram á hátíð- inni sem og tónlistarkonan Sóley. - áp Retro Stefson til Ameríku SPENNANDI TÆKIFÆRI Unnsteinn Manuel Stefánsson og félagar hans í hljómsveitinni Retro Stefson koma fram á einni stærstu bransahátíð í heimi í mars, SXSW í Austin í Texas. „Þetta er mjög spennandi og við heppin að fá að vera með,“ segir vöruhönnuðurinn Hafsteinn Júlí- usson sem þessa daga undirbýr sína fyrstu för á vörusýningu erlendis. Vörurnar sem Hafsteinn ætlar að sýna á sýningunni Check IN 12 í Stokkhólmi er skartgripalína úr íslenskum mosa og nýjustu afurð sína: næringardiskinn. Næring- ardiskurinn er matardiskur með hinni gömlu góðu næringartöflu á og á diskurinn að aðstoða eiganda sinn að velja rétt hlutföll nær- ingar. Hafsteinn var að fá fyrstu sendinguna í hús og segir það hafa verið smá sjokk að taka 1.000 diska upp úr kössunum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við eigum til lager af vöru en hingað til höfum við ein- ungis verið að afgreiða pantanir frá búðum. Fyrir jólin fengu við til dæmis pöntun upp á 200 skart- gripi frá verslun í Dubai sem við urðum að hafna því við áttum ekki til neinn lager.“ Hafsteinn fékk sérstakt boð á hönnunarsýninguna Check In 12, sem er haldin dagana 7.-12. febrúar, en aðeins tíu hönnuðum er boðið. Sýningin er haldin sam- hliða stóru húsgagnasýningunni Stockholm Furniture Fair. „Við komumst í samband við Stefan Nilsson, framkvæmda- stjóra sýningarinnar, sem hreifst af vörunum okkar. Við erum í raun mjög heppin að komast þarna inn því þetta er fámenn- ur hópur hönnuða sem fær að sýna,“ segir Hafsteinn en Stokk- hólmur verður fullur af kaupend- um og blaðamönnum víðs vegar að á þessum tíma. „Við erum að fara á svona sýningu í fyrsta sinn og markmiðið er að koma okkar vörum að á Norðurlöndunum á þessu ári.“ Þess má geta að fleiri íslensk- ir hönnuðir taka þátt í Stockholm Furniture Fair eins og Netagerð- in, Lighthouse, Reynir Sýruson og Á Guðmundsson. - áp Undirbýr útrás næringardisksins HELDUR TIL NORÐURLANDANNA Vöruhönnuðurinn Hafsteinn Júlíusson ætlar að koma skartgripum sínum og næringardiski á framfæri erlendis í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hvaða Spirulina ert þú að taka? Árangur fer eftir gæðum Blágrænir þörungar frábærir fyrir íþróttir, vinnunna og skólann Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu og glyccogen, því meira glycogen sem er til staðar í líkamanum við æfingar því betri árangur. Blaðgræna eykur súrefnisflutning í blóðinu. Ef Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir æfingar eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald og einbeitingu. Dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf, truflar ekki svefn. Gæðastaðall ISO9001, ISO1401. 13 vítamín og 16 steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Fríhöfninni og Hagkaup Aukið úthald, þrek og betri líðan Árangur strax! www.celsus.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.