Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.01.2012, Blaðsíða 38
20. janúar 2012 FÖSTUDAGUR26 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Geir stal kökunni úr krúsinni í gær. „Ha, ég? Ekki satt.“ Hver þá? „Björgólfur stal kökunni úr krúsinni í gær.“ KYNSLÓÐUM saman hefur leikurinn „Hver stal kökunni“ verið kenndur íslensk- um börnum. Taktfast, mónótónískt sönglið flutt við undirleik lófaklapps og lærskella virðist allsendis saklaus skemmtun. Á þriggja ára afmæli búsáhaldabyltingarinn- ar sem fagnað er í dag læðist hins vegar að manni sá grunur að leikurinn hafi gert meira en að hafa ofan af fyrir landanum. Í „HVER STAL KÖKUNNI“ er æskunni inn- rætt að axla ekki ábyrgð heldur benda ein- faldlega á næsta mann. Búsáhaldabylting- in var viðbrögð við þessum landlæga ósið í kjölfar efnahagshruns sem allir létust saklausir af. Hneykslismál undanfarinna vikna kennd við salt, sílíkon og kadmíum bera hins vegar vott um að, nú, þremur árum síðar, sé inngróinn skortur á ábyrgðarkennd langt frá því að vera á undanhaldi. Hver höndin er upp á móti annarri með vísifingur sperrt- an, reiðubúinn að beina sökinni á næsta mann. Seljandi iðnaðarsalts bendir á eftirlitsstofnanir; mat- vælaframleiðendur látast bæði blindir og ólæsir; lýtalæknir bendir á ríkið; Vigdís Hauksdóttir bendir á krata. Fólkið sem strandaði skút- unni situr enn á þingi og starfsmenn bank- anna sem voru á vakt láta sem ekkert hafi í skorist. Ekki er því að undra að þau okkar sem stóðu á Austurvelli í janúarmánuði 2009 vopnuð eldhúsáhöldum séu vonsvikin. SVO langeygðir virðast hins vegar sumir orðnir eftir útópíunni sem lagt var upp með, að undir formerkjunum „tilgangurinn helg- ar meðalið“ hefja þeir heykvíslirnar á loft. Þannig upphófst falskur söngur heykvísla- kórsins þegar fjölmiðlar vöktu máls á því nýverið hvort hleranir sérstaks saksóknara væru alltaf að lögum. Þetta þótti kórnum smámunasemi. Annarlegar hvatir hlutu að liggja að baki umfjölluninni. Sama var uppi á teningnum þegar forseti lagadeildar HÍ sagðist telja að mannréttindi hefðu verið brotin í meðferð dómsmáls gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. SAMSÆRISKENNINGAR og alhæfingar sem þessar tröllríða nú öllu: „Landsdóms- málið er pólitískar ofsóknir.“ „Fari Geir ekki fyrir dóminn jafngildir það afneitun á hruninu.“ „Fari hann fyrir dóminn sekkur réttarríkið Ísland í sæ.“ Auðvitað skiptir máli hver stal iðnaðarsaltaðri, kadmíum- kryddaðri kökunni. Hyggjumst við hins vegar ekki ganga af draumsýn búsáhalda- byltingarinnar dauðri gerum við það sam- kvæmt leikreglum samfélagsins, öfgalaust og án þess að sökkva niður á plan þeirra sem dældu í hana eitrinu. Falskur söngur heykvíslakórsinsLÁRÉTT 2. útdeildu, 6. 999, 8. ferð, 9. gifti, 11. íþróttafélag, 12. sljóvga, 14. yfirstéttar, 16. kraðak, 17. gagn, 18. tala, 20. frú, 21. tuddi. LÓÐRÉTT 1. reigingslegur gangur, 3. snæddi, 4. flokkur sýklalyfja, 5. dýrahljóð, 7. land, 10. óvild, 13. of lítið, 15. flóki, 16. annríki, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfu, 6. im, 8. túr, 9. gaf, 11. kr, 12. slæva, 14. aðals, 16. ös, 17. nyt, 18. níu, 20. fr, 21. naut. LÓÐRÉTT: 1. rigs, 3. át, 4. fúkalyf, 5. urr, 7. malasía, 10. fæð, 13. van, 15. strý, 16. önn, 19. uu. Áfram með þig! við erum að missa af honum! Gulla GULRÆTUR Að fara aftur til Camillu var það besta sem ég hef gert! Góður! Ég er gerður fyrir fjölskyldulífið! Bleyjur, taco, X-Factor og sófahangs! Látið það koma! Það var hryllingur að búa einn! Þunglyndi allan sólarhringinn. Samkvæmt stöðunni í ensku úrvalsdeildinni gætir þú haft á réttu að standa! Guð er andstyggi- legur! Þú áttar þig á því að við þurfum að segja foreldrum þínum frá partínu. Ég veit. Það er í lagi. Ég ætlast ekki til þess að þið þegið yfir leyndar- málum. Jafn vel þótt þið gætuð það. Vó! Við fengum allar gjafir heimsins! Heldurðu jólasvein- unum finnist það í lagi? Uuu... Já! Við erum að spara honum mikinn tíma! Og mat! Gerir aðra mynd með Baltasar sem fyrst Harðjaxlinn Mark Wahlberg í einkaviðtali við Fréttablaðið um Contraband, samstarfið við Baltasar og uppáhaldsleikarann sinn: Ólaf Darra. Frá messu til sjósunds Jólahátíð Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, sem haldin er í janúar, hefst með messu og lýkur með sjósundi. Einn sigursælasti leikmaður íslenskrar knattspyrnu fallinn frá Sigursteins Gíslasonar minnst í máli og myndum. Meðal annars efnis:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.